Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Björn, Geir, sjálfstæðisflokkurinn og taglhnýtingar þeirra eins og organdi smákrakkar í sandkassanum.
27.1.2009 | 05:33
Það er ljóst eftir að stjórnarsamstarfið sprakk, að maður hefur sjaldan séð eins mikið af grenjandi og organdi smábarnasálum í líkömum fullorðins fólks eins og innan sjálfstæðisflokksins. Hver af öðrum hafa ráðherrar sjallana komið grenjandi af vonsku eða vonbrigðum og kennt samstarfsflokknum um hvernig komið er en hver og einn sjallana þykist saklaus af öllum hnökrum í stjórnarsamstarfinu. Maður á hreinlega ekki til orð yfir þessum hroka og frekjugangi þessara ,,fullorðnu" barna. Sorry. Smábarna.
Mér dettur ekki í hug að fara að segja að Samfó sé algerlega saklaus, en skítkastið og grenjurnar í sjöllunum og taglhnýtingum þeirra yfirgnæfir allt annað og árásir þeirra á forsetan og ákvarðanatöku hans eru greinileg merki þess, að þeir bera ekkert skynbragð á stjórnarskránna né heldur bera neina einustu virðingu fyrir henni. Skoðum aðeins fjórar greinar og skilgreinum þær.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ég hélt hreinlega að þetta væri augljóst og skýrði sig sjálft, en í hugum sjallana telja þeir að valdið sé sitt en ekki forsetans eins og þeir túlka þetta.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum
Sem forsetinn hefur falið honum að framkvæma í umboði þjóðarinar.
Þetta er svipað og verktaki hefur rétt einstaklingi lykla af vörubíl eða gröfu, þá ber sá aðili ábyrgð á tækinu og því sem hann framkvæmir með því en ekki verktakinn.
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
Tvær síðustu greinarnar þarf ekkert að útskýra enda skýra þær sig sjálfar.
Það er engu líkara en sjallarnir telji fólk of heimskt til að fletta þessu upp sjálft og kjósa því að snúa út úr þessu og er Björn Bjarnason einstaklega duglegur í því að tala út um rassgatið á sér gegn betri vitund og er engu líkara en hann sjálfur trúi þeim svæsnu lygum sem hann lætur frá sér fara hvað eftir annað á bloggsíðu sinni. Annað hvort er maðurinn svona hrikalega skemmdur eða afburða heimskur.
Svo eru það taglhnýtingarnir. Þeir eru það sem í raun opinberar manni hversu innilega ósjálfstætt fólk getur orðið í hugsun sinni og gagnrýni á ,,sinn" flokk. Þeir líta á stjórnmál eins og fótboltaleik þar sem enginn dómari er til staðar og því ljótari sem brotin á andstæðingnum eru, því glaðari og kátari eru þeir með ,,sína" menn. Gjörsamlega rökþrota einstaklingar sem éta upp allt sem ,,guðir" þeirra segja og skrifa gagnrýnislaust og ráðast með heift og skítkasti á alla sem ekki eru þeim sammála.
Það eru þeir einstaklingar sem í raun eru hættulegastir lýðræðinu og í raun hinn eini sanni ,,skríll" í þjóðfélaginu.
Stjórnmál eru ekki fótboltakeppni þar sem besta liðið vinnur eða þar sem það að brjóta sem verst á andstæðingnum færir sigur.
Stjórnmál eru heldur ekki sandkassaslagur óþroskaðra barna í sandkassanum hvar sigurvegarinn er sá sem getur ausið mestri drullu yfir hina krakkana og talið sig sigurvegara.
Stjórnmál eru og eiga að vera samstarf til að þjóðin í heild hafi það sem best í heildina og til að leysa ágreining. Ekki keppnis eitthvað.
Stjórnmálamenn eru starfsmenn allrar þjóðarinar, kosnir til þess að starfa fyrir hönd þjóðarinar og verja hag hennar. Ekki eigendur ráðaneita sem geta ráðstafað þeim að eigin geðþótta með því að hygla sér og sínum í góð embætti fram yfir menntunn og þekkingu.
Ráðherrar eiga að hugsa um þjóðina og velferð hennar og því miður hefur sjálfstæðisflokkurinn fyrir lifandis löngu misst þessa sýn og heldur og trúir því staðfastlega að þeir séu hið eina stjórnmálaafl sem sé hæfti til þess að stýra þjóðinni. þeir halda sig eiga alþingi og ráðherrasætin sem þeir skipa í dag og telja sig eiga tilkall til þeirra um ókomna framtíð í eigin þágu vegna þess að þeir hafa fengið að sitja of lengi við völd.
Við þurfum að losna við flokksræðið, leysa upp þessar óþveraklíkur sem stjórnmálaflokkarnir eru orðnir og kjósa fólk á þing.
Við þurfum að losna við glæpamenn af þingi og við þurfum að koma þar að fólki sem hefur vit á því sem það er að gera en ekki rugludalla sem halda sig eiga embættin.
Við þurfum faglegar ráðningar í nefndir og ráð þar sem vinskapur og klíkuskapur og fjölskyldutengsl eru ekki ráðandi.
Við þurfum nýtt lýðræði, nýtt ísland og það ekki seinna en strax.
Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er Sigurður Kári bara ómerkilegur lygari?
25.1.2009 | 21:23
Ég var að lesa eftirfarandi frétt á DV og spurði sjálfan mig hvort þarna væri loks farnar að koma í lygavef sjálfstæðismanna.
Frétt DV:
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigurð Kára Kristjánsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt ósatt um aðdragandann að hjálparbeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Þetta segir hún hafa gert til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn.
Katrín segir á bloggi sínu að hún hafi hrokkið hressilega í kút þegar hún var að hlusta á þáttinn í morgun. Hann hélt því fram, blákalt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrstur lagt til að farið yrði til Alþjóðagjaldeyrissjóðssins eftir lánveitingu og að andstaða hafi verið við málið innan Samfylkingarinnar! Þetta segir Katrín vera dellu enda hafi Samfylkingin verið fylgjandi þessu frá upphafi og þrýst á um að samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gengi hratt og örugglega fyrir sig.
Þarna sýnir Sigurður Kári fádæma óheilindi sem ekki eru til þess fallin að skapa traust millum þessara flokka. Hann segir ósatt til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn. Kannski telur hann sig ekki eiga önnur meðul til þess. En þarna brýst kannski ekki síst fram langvarandi pirringur Sigurðar Kára og fleiri sjálfstæðismanna í garð Samfylkingarinnar. Margir þeirra hafa aldrei þolað að Samfylkingin skuli ekki hafa lagt niður eigin stefnumál þegar gengið var til ríkisstjórnarsamstarfsins eins og Framsókn gerði í 12 ár. Enda lá hann ekki á sjóðheitum tilfinningum sínum í garð Framsóknar í viðtalinu.
Það er svo sem ekkert nýtt að logið sé stanslaust að þjóðinni af stjórnmálamönnum á íslandi, en er þetta ekki orðið of gróft?
Held að Sigurður Kári ætti að gera sér og landsmönnum öllum þann greiða að segja af sér þingmennsku strax á morgunn.
Útilokum ekki breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mér finnst alltaf jafn sorglegt að þessir ræflar sem eru með margföld mín laun skuli vera á fullum launum mánuðum saman eftir að þeir láta af störfum meðan hinn almenni lauþegi er launalaus frá þeim degi sem honum er sparkað.
Ef þetta er ekki dæmi um siðspillingu af einu taginu, hvað er þetta þá?
Jónas hættir 1. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grjótkastarar og brennuvargar ekki að mótmæla fyrir mína hönd.
24.1.2009 | 08:28
Ég hef megnustu óbeit á þeim einstaklingum sem halda að þeir séu að mótmæla við alþingi með grjótkasti og íkveikjutilraunum.
Þessir einstaklingar eru almennt verulega illa gefnir ef þeir halda að þeir séu að mótmæla fyrir hönd einhverra sem ekki eru á staðnum en staðreyndin er sú, að þeir eru að ráðast á saklaust fólk sem er bara að vinna sína vinnu. Þar á ég við lögregluna. Slíkir einstaklingar eru þjóðinni til háborinar skammar.
Ég tel að flestir lögreglumennirnir sem hafa verið á vaktinni í mótmælunum séu mjög vandaðir menn sem vilja vinna sína vinnu af heilindum en því miður er það í lögreglunni eins og í öllum stéttum þjóðfélagsins, að þar eru innanum illa gefnir einstaklingar sem halda að ofbeldi leysi allan vanda eins og maður hefur því miður séð á fréttamyndum og myndböndum frá atburðunum. Slíka einstaklinga þarf að losana við úr löggæslunni ef lögreglan á að geta öðlast traust almennings.
Ég hins vegar ber mikla virðingu fyrir þeim sem mæta á mótmælin og berja pottlok og dósir og framkalla hávaða sem trufla störf þingsins og tel þá aðila mótmæla fyrir mína hönd þar sem ég hef ekki möguleika á að mæta í eigin persónu.
Ég vona svo sannarlega að hart verði tekið á þeim einstaklingum sem hafa slasað lögreglumenn og unnið skemmdarverk á þinghúsinu. Þeir eiga ekkert annað skilið.
„Fannst þetta afar uggvænlegt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Burt með helvítis flokksræðið og klíkuskapinn.
23.1.2009 | 20:16
Landsfundur hvað? Og hvað fá kjósendur svo til að velja úr? Jú sama spillingarruslið og klíkurnar þrátt fyrir eitthvað landsfundarkjaftæði.
Hvet fólk til að skoða hverjir eru tilbúnir að bjóða sig fram í formennsku fyrir hina flokkana og þá sér í lagi sjálfstæðisfokkingflokkin. Siðspillt rusl og stuttbuxnagemlingar sem hlusta ekki á raddir fólksins. Vill fólk virkilega fá Guðlaug Þór, Þorgerði eða Bjarna Ben sem forsætisráðherra?
Ég bara spyr.
Nei burt með helvítis rottuholurnar sem flokkarnir eru, spillingarbælin eins og þau leggja sig og fáum að kjósa fólkið sjálft inn á þing en ekki valdagráðuga foristumenn þeirra sem gera ekkert annað en ala á spillingunni sama hvaða flokki þeir eru í.
Ég fyrirlít alla stjórnmálaflokka og formenn þeirra á íslandi í dag og krefst þess að fá að kjósa einstaklinga á þing.
Landsfundur VG í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir harði ekki svo harður þegar allt kemur til alls.
21.1.2009 | 17:40
Kallinum og landráðamanninum brugðið af því fólk gerir aðsúg að honum og hann náttúrulega skilur ekki neitt í neinu.
Annað hvort svo yfirnáttúrulega heimskur að hann skilur ekki hvað er í gangi eða þá að hann er enn þeirrar trúar að hann geti sópað skítunum undir teppið og falið hann þannig.
Persónulega tel ég hann heimskan.
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaða fáviti er höfundur þessarar fréttar?
13.1.2009 | 18:33
Það er greinilegt að þetta er tölvupóstur en ekki frétt.
Lögreglan sendir póst til ,,blaðamanns" á vakt og hann afritar skilaboðin úr innhólfinu hjá sér og setur á fréttvef MBL.
Það eru svona bölvuð djöfulls aumingjavinnubrögð sem einkenna blaða og fréttamannastéttina í dag. Hugmyndasnauðir og steingeldir ræflar sem ekkert geta komið með og hafa ekki einu sinni burði til að lyfta upp símtólinu og fá einhverjar gagnlegar upplýsingar eins og hvaða eignaspjöll eigi að sekta fyrir og eins að fá svör við því sem kemur hér fram á einu bloggi, (tapaði því miður slóðinni á það) að þessar eftirlitsmyndavélar sem sagt var að fólkið hefði átt að hafa skemmt hafi verið skemmdar fyrir þennan meinta atburð.
Það er komin tími til að þessir copy/paste ræflar á fjölmiðlunum fari annað hvort að vinna vinnuna sína eða leita sér að nýrri vinnu.
Svona blaðamennska er fyrir löngu orðin ólíðandi með öllu.
Mótmælendum sleppt eftir skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tilvitnun úr fréttinni:
Wade sagði ennfremur á borgarafundinum fundinum að ríkisstjórnin ætti að taka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum vegna ítrekaðra mistaka. Geir segist ekki hafa heyrt þessi ummæli.
Bara þetta eitt segir manni að maðurinn hlustar ekki. Heyrir ekki og vill ekki heyra.
Hann vill heldur ekki eiga nein samskipti við þjóðina, bara skipa fyrir og þeir sem ekki hlýða eru flokkaðir sem skríll.
Mín skoðun er sú, að það þurfi að koma sjálfstæðisflokknum frá völdum. Þessi stuttbuxnadeild hefur hvorki getu né þekkingu, svo ég tali nú ekki um ábyrðgartilfiningu og siðferði til að sitja við stjórn landsins.
það er komin tími til að ,,skríllinn" (fólkið í landinu fari að taka enn harðar á í mótmælunum. Meina ráðherrum stjórnarflokkana inngöngu á alþingi og í stjórnarráðið.
Fjölmiðlarnir eru steingeldir og engar fréttir þar að hafa lengur. Engin eftirfylgni við fréttir né leiðréttingar við lygar þeirra ef svo ber undir.
Það er komin tími til að fólkið í landinu losi sig við þessa landráðamenn sem sitja að völdum í landinu og reka þá með skít og skömm.
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Friðarspillinum og öfgamaninum tókst ekki að spilla fundinum.
8.1.2009 | 22:48
Ástþóri tókst ekki að hleypa fundinum upp þó svo nokkrir á svipuðu þroskastigi og hann hafi hlaupið út í fýlu á eftir honum þegar honum var hent út af fundinum.
Björn Bjarnason verður stimplaður gunga ársins fyrir að þora ekki að mæta nema það hafi verið fyrir ofan hans virðingu að tala við fólkið í landinu. Reyndar er það svo með Björn, að þegar spjótin standa á honum þá leggur hann á flótta eins og ragur hundur með skottið á milli lappana og bloggar svo um skrílinn á heimasíðu sinni. Kæmi mér ekki á óvart þó þetta bleiðmenni væri nú þegar að vinna að einni slíkri grein þar sem hann úthúðar kommapakkinu sem stendur fyrir mótmælum af sínum alkunna hroka og aumingjaskap.
Enn og aftur gott að fundurinn leystist ekki upp í vitleysu þrátt fyrir viðleytni Ástþórs til þess.
Fundi lokið í sátt og samlyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ástþór einu sinni enn?
8.1.2009 | 22:01
Ég verð nú að segja að þetta lítur út eins og Ástþór Magnússon ófriðarsinni og öfgamaður.
Það væri alveg eftir honum að reyna eitthvað slíkt í kjölfar þess hvernig hann bloggar í gríð og erg. Annars er það fyndið hvað fáir eru farnir að kommenta hjá honum enda ritskoðar hann allar umsagnir og bannar fólki hægri og vinstri að skrifa umsagnir. Engu betri orðinn en Björn Bjarnason og fleiri hrokagikkir sem þola ekki að þeim sé mótmælt eða fólk sé á annari skoðun en þeir.
Samt leiðinlegt að sjá þegar er verið að reyna að koma skipulagi á mótmælin í heild sinni að það skui vera þar Ólafara og Guðmundar Kelmentz sem sjá sér hag í því að skemma og eyðileggja samstöðu þeirra sem sjá í raun það óréttlæti sem þjóðin býr við hvar eru getulausir ræflar við stjórnvölinn sem hygla sér og sínum og ætlast til að almenningur borgi brúsann.
Hörður á skili hrós fyrir að hafa tekist að róa fólk niður svo hægt væri að ræða málin án þess að þetta færi út í að líkjast knattspyrnuleik hvar boltabullurnar keppast við að hrósa ljótustu brotum sinna manna á andstæðingnum. Slíkt á ekki við í umræðum og ber þeim sem það gerir merki um algeran vanþroska og bleiðmennsku. Málin á að ræða og reyna að finna lausnir en ekki keppast um hver sigrar því það er ekki um neinn sigur að ræða í svona málum.
Hafið það í huga.
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)