Grjótkastarar og brennuvargar ekki að mótmæla fyrir mína hönd.

Ég hef megnustu óbeit á þeim einstaklingum sem halda að þeir séu að mótmæla við alþingi með grjótkasti og íkveikjutilraunum.
Þessir einstaklingar eru almennt verulega illa gefnir ef þeir halda að þeir séu að mótmæla fyrir hönd einhverra sem ekki eru á staðnum en staðreyndin er sú, að þeir eru að ráðast á saklaust fólk sem er bara að vinna sína vinnu.  Þar á ég við lögregluna.  Slíkir einstaklingar eru þjóðinni  til háborinar skammar.
Ég tel að flestir lögreglumennirnir sem hafa verið á vaktinni í mótmælunum séu mjög vandaðir menn sem vilja vinna sína vinnu af heilindum en því miður er það í lögreglunni eins og í öllum stéttum þjóðfélagsins, að þar eru innanum illa gefnir einstaklingar sem halda að ofbeldi leysi allan vanda eins og maður hefur því miður séð á fréttamyndum og myndböndum frá atburðunum.   Slíka einstaklinga þarf að losana við úr löggæslunni ef lögreglan á að geta öðlast traust almennings.

Ég hins vegar ber mikla virðingu fyrir þeim sem mæta á mótmælin og berja pottlok og dósir og framkalla hávaða sem trufla störf þingsins og tel þá aðila mótmæla fyrir mína hönd þar sem ég hef ekki möguleika á að mæta í eigin persónu.

Ég vona svo sannarlega að hart verði tekið á þeim einstaklingum sem hafa slasað lögreglumenn og unnið skemmdarverk á þinghúsinu.  Þeir eiga ekkert annað skilið.


mbl.is „Fannst þetta afar uggvænlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Var þarna og það var aldrei nein hætta á að kveiknaði í Alþingishúsinu. Við vorum nokkur sem tókum okkur til og slökktum þennan eld með því að dreifa olíunni og traðka aðeins á eldinum. Bara svona svo það sé á hreinu.

Er annars sáttur við að hafa fengið kosningar og fyrir mig er tími mótmælafundanna búinn og við tekur tími vinnufundanna. Það er margt sem þarf að nást fyrir kosningar og ég mun demba mér í þá vinnu.

Héðinn Björnsson, 24.1.2009 kl. 09:20

2 identicon

Kannski var ekki hætta á að kviknaði í, en þegar fólk er farið að haga sér svona þarf lítið til að fari frekar úr böndunum og slys verði.

Er sammála því að mótmæli eiga fullan rétt á sér, síðan koma nokkrir asnar sem skilja ekki almennilega hvað mótmæli eru (stjórnmálalegt verkfæri) og vilja bara eyðileggja og meiða.

Þei mótmælendur sem slógu skjaldborg um lögrelgumenn eru hetja að mínu mati, þeir sem hentu hellusteinum eru augljóslega ekkert of klárir.

Bálið fyrir utan Alþingishúsið var hið besta mál (sýndi kraftinn í fólki), það að reyna að valda skemmdum á húsinu var það ekki þar sem það var óþarfi (þegar eru komnar fréttir af því að annar stjórnarflokkurinn vilji stjórnarslit þá þarf ekki að auka kraftinn í mótmælu, þá er orðið málið að mótmæla rólega) 

ari (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:10

3 identicon

Það er augljóst Héðinn að þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Þó Alþingishúsið sé úr náttúrsteini þá er þarna mikill eldsmatur og að bera svona eld að því er stórhættulegt og menn vita aldrei hvenær hann fer úr böndunum, þar gera komið til margir samverkandi þættir sem þú augljóslega þekkir ekkert til og veist engin deili á. Þegar stjórnlaus skríll fer að kveikja elda þá er mikil hætta á ferðum.

slökkviliðsmaður (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband