Er Sigurður Kári bara ómerkilegur lygari?

Ég var að lesa eftirfarandi frétt á DV og spurði sjálfan mig hvort þarna væri loks farnar að koma í lygavef sjálfstæðismanna.

Frétt DV:

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigurð Kára Kristjánsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt ósatt um aðdragandann að hjálparbeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Þetta segir hún hafa gert til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn.

Katrín segir á bloggi sínu að hún hafi hrokkið hressilega í kút þegar hún var að hlusta á þáttinn í morgun. „Hann hélt því fram, blákalt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrstur lagt til að farið yrði til Alþjóðagjaldeyrissjóðssins eftir lánveitingu og að andstaða hafi verið við málið innan Samfylkingarinnar!“ Þetta segir Katrín vera dellu enda hafi Samfylkingin verið fylgjandi þessu frá upphafi og þrýst á um að samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gengi hratt og örugglega fyrir sig.

„Þarna sýnir Sigurður Kári fádæma óheilindi sem ekki eru til þess fallin að skapa traust millum þessara flokka. Hann segir ósatt til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn. Kannski telur hann sig ekki eiga önnur meðul til þess. En þarna brýst kannski ekki síst fram langvarandi pirringur Sigurðar Kára og fleiri sjálfstæðismanna í garð Samfylkingarinnar. Margir þeirra hafa aldrei þolað að Samfylkingin skuli ekki hafa lagt niður eigin stefnumál þegar gengið var til ríkisstjórnarsamstarfsins eins og Framsókn gerði í 12 ár. Enda lá hann ekki á sjóðheitum tilfinningum sínum í garð Framsóknar í viðtalinu.“

 Það er svo sem ekkert nýtt að logið sé stanslaust að þjóðinni af stjórnmálamönnum á íslandi, en er þetta ekki orðið of gróft?

Held að Sigurður Kári ætti að gera sér og landsmönnum öllum þann greiða að segja af sér þingmennsku strax á morgunn.

 


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Er páfinn kaþólikki ?

Baldur Fjölnisson, 25.1.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Offari

Svona er Ísland í dag.

Offari, 25.1.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

hahahah...tek undir með Stefáni..

Aldís Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:56

4 identicon

Sigurður Kári er ekki allra ...og sannarlega ekki minn.

Hann hugsar, eins og flestir einstaklingar hér í heimi, fyrst og fremst um sjálfan sig... stöðu sinnar vegna hugsar hann næst um flokkinn og vinnuna sína. En síðast af öllu ... hugsar sannur frjálshyggjumaður ...um aðra, og allra síst um þá sem minnst mega sín.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:57

5 identicon

Ég er ekki Sigga-manneskja en hann verður að njóta sannmælis.  Hann lagði ekki til að frumvarpið yrði rætt.  Það er forseti alþingis sem ræður dagskráinni.  Sigurður hafði ekkert með það að gera.  Hann reyndar steig í pontu og bað um að málið yrði tekið af dagskrá.

Guðrún (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband