Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Mikið var.
22.2.2012 | 21:16
Ég get nú ekki sagt annað en; MIKIÐ VAR!
Hvers vegna? Jú vegna þess að það er sama hvað þessir menn reyna að væla um sakleysi sitt þá sanna skjalfestar heimildir annað.
Siðferði þessara ræfla er því miður með þeim hætti, að þeir sjá ekkert athugavert við hegðun sína, telja hana jafnvel eðlilega og löglega. Það eitt er rannsóknaratriði út af fyrir sig.
En það er mikið gleðiefni að sjá þessa þjófa og ræningja dregna fyrir dóm og enn meira spennandi að sjá hvort yfir höfuð þeir enda í grjótinu. Eitthvað fær mig til að efast um það miðið við þá dómara sem eru innvinklaðir í dómstólakerfið á íslandi.
En kanski nær réttlætið fram að ganga að einhverju leiti.
Við vonum það besta alla vega.
Lánað án trygginga og heimildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heiðarleikinn og siðferðið.
9.2.2012 | 23:09
Meðan almenningur þarf sífellt að sætta sig við minni kaupmátt, launaskerðingar, skattahækkanir og hækkanir á nauðsinjavörum heldur norræna "velferðarstjórnin" með Jóhönnu í broddi fylkingar að moka í sig launahækkunum.
Þetta er konan sem steitti hnefa og orgaði af öllu kröftum um jöfnuð í þjóðfélaginu en hefur á valdatima sínum staðið fyrir meir ójöfnuði í þjóðfélaginu heldur en spilltustu stjórnmálaöflum til þessa hefur tekist og sat þó sá flokkur við völd í 18 ár.
Það er því óhætt að segja að Jóhanna sé algert kjarnorkukvendi, enda yfir 20 þúsund íslendingar flúnir land á síðustu árum og þeir sem eftir sitja hafa aldrei fyrr haft það eins skítt eins og núna.
Til hamingju með launahækkunina Jôhanna og þið sem á þingi sitjið og megið þið vel njóta. Vona bara að þið gleymið nú ekki að sparka svo í þá sem minnst mega sín með nýjum sköttum eða skerðingu við öryrkja og aldraða svo þeir hafi það enn verra í dag en í gær.
Þið eruð sorglegt dæmi um siðblinda hræsnara.
Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í öðrum heimi?
8.2.2012 | 08:56
Eftirfarandi má lesa í pistli Ólínu;
En batinn er hafinn og það er bjartara framundan núna, þremur árum eftir þess atburði.
- Halli ríkissjóðs hefur lækkað úr 216 millljörðum króna frá 2008 í 20 milljarða á yfirstandandi ári.
- Verðbólgan hefur lækkað úr 18% í 6%,
- vextir hafa lækkað,
- hagvöxtur er nú orðinn meiri hér en í OECD löndum (var 3-4% á síðasta ári, mun meiri en spáð hafði verið),
- útflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri,
- vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður,
- vöxtur í ferðaþjónustu er sá mesti sem þekkist hérlendis,
- kaupmáttur hefur aukist,
- kjarasamningar hafa náðst,
- skuldirnar lækka sem hlutfall af landsframleiðslu,
- atvinnuleysið minnkar,
- ráðstöfunartekjur hækka,
- jöfnuður hefur aukist í samfélaginu
- og væntingavísitalan hefur hækkað,
- vanskilahlutfall skulda er nú svipað og 2004, sem þótti gott ár,
- heildarskuldir hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu úr 130% í 110%.Sumsé: Ísland er ekki lengur að kljást við efnahagskreppu.
Hvernig fær hún út þessa hluti sem hafa verið litaðir rauðir?
Eina sem ég get sett í samhengi hjá henni er kanski atvinnuleysið en það kemur aðeins til af því, að það hafa svo margir flutt úr landi og fengið vinnu erlendis að þeir að sjálfsögðu teljast ekki með.
En þetta með að jöfnuður hafi aukist sem og kaupmáttur og laun er eitthvað sem á sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum.
Ólína er eins og veruleikafirrtur einstaklingur sem hefur verið í langtímameðferð á lokaðri stofnunn og aldrei lesið, heyrt eða séð fréttir í nokkur ár.
Það er alla vega ekki hægt að segja að hún hafi fylgst með ástandinu í þjóðfélaginu því þannig tjáir hún sig.
Kreppan er nefnilega búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |