Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Eru launþegar heimskingjar?

sa-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0ars%C3%A1tt.jpg?zoom=1Samtök Atvinnulífsins eru eldsnögg til þegar þarf að telja launþegum trú um að þeir séu heimskingjar.
Nýjasta dæmið sannar það ágætlega en nú hafa þeir hjá SA látið Capacent gera fyrir sig könnun til að færa sönnur á að yfirgnæfandi meirihluti sé meðal þjóðarinar við efnahagslegan stöðuleika þó svo launþegar þurfi að svelta lungan úr mánuðinum.

Það er alltaf jafn sorglega fyndið að sjá eiginhagsmunasamtök milljóna og milljarðamæringa reyna að halda því fram að sanngjörn laun til almennings muni ógna stöðugleikanum og setja verðbólguna á fullan skrið þegar þeir sjálfir hafa hvað eftir annað orðið uppvísir að því að hækka sín eigin mánaðarlaun um margföld laun "þrælana" sinna hvað eftir annað, ár eftir ár með dyggri aðstoð stjórnvalda.

Nánar má lesa um þetta mál hérna.


mbl.is Velja stöðugleika fram yfir launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilltir stjórnmálamenn eru kerfisbundið að rústa íslandi

Formáli.

landsbankafj%C3%B6lskyldaÞað er þyngra en tárum taki fyrir almennan borgara í lýðræðisríki að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar á Alþingi íslendinga eru kerfisbundið að eyðileggja efnahags og velferðarkerið á íslandi með aðgerðum sínum án þess að geta gert nokkuð við því. Gjörspilltir einstaklingar ríkisstjórnarflokkana sem nú eru við völd koma með hverja tillöguna á fætur annari sem grefur undan allri velferð í landinu og færir auðlindirnar sem eru í eigu almennings til fárra útvalina, vina sinna og vandamanna. Ganga jafnvel svo langt að brjóta stjórnsýslulög með aðgerðum sínum og haga sér eins og landslög komi þeim ekki við og þeir séu yfir þau sem og stjórnarskrárbundin ákvæði, hafnir.

Siðblinda og alger forherðing glæpamennskunnar birtist okkur grímulaust í aðgerðum Fjármálaráðherra sem selur hlut í ríkisbanka til sinnar nánustu fjölskyldu án þess að fara lögbundnar leiðir í sölunni og brýtur þar með lög án þess að alþingi bregðist við á nokkurn hátt. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru þar með samsekir í spillingunni og lögbrotunum hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Sjávarútvegsráðherra ætlar á næstunni, með blessun flokksfélaga sinna að leggja fram frumvarp sem festir algerlega handónýtt kvótakerfi í fiskveiðum í sessi með því að færa útgerðunum í landinu og kvótagreifunum nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið, eign almennings í landinu, til næstu 25 ára. Þetta er ekkert annað en þjófnaður fyrir opinum tjöldum og verður að stoppa hvað sem tautar og raular. Kvótakerfinu verður að henda og koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjónar almenningi í landinu en ekki öfáum, útvöldum vinum ríkisstjórnarflokkana og ættingjum þeirra. Landráð er það hugtak sem kemur fyrst upp í hugan þegar þessi tvö ofantöldu atriði eru skoðuð en samt er af nægu að taka í þeim efnum.

Til að lesa allan pistilinn, smellið hérna.


Flott hjá smábátasjómönnum

Staðreyndin um kvótakerfið.Það verður að stoppa þessa glæpamenn af sem sitja á þingi eru ekkert annað en málpípur SFS/LÍÚ klíkunar.  Sigurður Ingi er einn af þeim eins og sést best á störfum hans í þágu kvótagreifana.

Það er aldrei nauðsynlegra en nú að stoppa þetta bull og henda þessu ónýta kvótakerfi sem hefur aldrei verið þjóðinni til góðs, aðeins til bölvunar frá því að því var komið á, á áttunda áratug síðustu aldar.

Svindlið og svínaríið í kringum þetta kerfi er svo gott sem búið að gera þjóðina gjaldþrota meðan örfáir einstaklingar moka inn hagnaðinum úr sameiginlegri auðlind landsmanna.

Þetta verður að stöðva og fara sömu leið og Færeyingar gerðu, henda kvótakerfinu og koma á sóknardagakerfi.

Neðst í þessum pistli hér, eru mínar persónulegu hugmyndir um hvernig ég sé réttlátt útvegskerfi sem mundi skila þjóðinni þeim arði sem hún á með réttu að fá en ekki einhverjir örfáir auðmenn.


mbl.is Smábátaeigendur leita til umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikskólinn við Austurvöll

Betur að Birgitta hefði sagt þetta það hátt að leikskóladeildin í hliðarsalnum hefði heyrt það.

Ég fylgdist með þessu í morgunn og verð að segja fyrir mína parta að þeir sjálfstæðismenn sem tjáðu sig um rammaáætlunina geta engu svarað af því sem þeir eru spurðir, heldur reyna alltaf að sverta fyrri stjórn í þessu máli.
Katrín Júlíusdóttir kom upp og rak kjaftæðið svoleiðis ofan í sjallafíflin að ekkert stóð eftir af þeirra málflutningi nema skiturinn og skömmin á þeim sjálfum.

En þetta eru dæmigerð vinnubrögð sjallana.
Einræðistilburðir frá A til Ö í öllum málum eins og þeir séu alltaf hafnir yfir stjórnsýslulög, lög um störf alþingis og já, bara almennt yfir öll lög hafnir.

Svona viðhorf á bara ekki að fá að líðast í lýðræðisríki og stjórnarandstaðan þarf heldur betur að hysja upp um sig ullarbrókina með slitnu teyjuna og fara að ganga í að málin á alþingi verði löguð.

Ef ekki með góðu, þá með illu.

Minni svo að sjálfsögðu á hitt Svarthol hugans.


mbl.is „Bara steinhaldið kjafti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei Sigmundur. Þú þarft að læra.

%C3%BEj%C3%B3%C3%B0in-l%C3%A6riÞað er hreint með ólíkindum að hvernig æðsti embættismaður þjóðarinar og forsætisráðherra talar til yfirmanna sinna, fólksins í landinu.
Dónaskapurinn, hrokinn og hortugheitin sem þessi maður maður sýnir af sér er til háborinar skammar fyrir mann sem ætlast til þess að það sé yfir höfuð tekið mark á honum þegar hann heimtar að þjóðin læri af lekamálinu.

Mín persónulega skoðun er sú að Sigmundur Davíð snúi öllu á hvolf í málflutningi sínum og hann ætti að hugsa aðeins út í þá staðreynd að með framkomu sinni, hegðun og hvernig hann talar til fólksins í landinu, grefur hann aðeins undan sjálfum sér og flokknum og skaðar þetta litla mannorð sem hann á eftir.
Virðingu ber enginn heilvita manneskja til hans lengur.

Skora á fólk að lesa meira hér...


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband