Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Smurolía til matargerðar?
15.1.2012 | 18:46
Er það ekki bara nákvæmlega sami samanburður eins og að segja að iðnaðarsaltið sé ekkert hættulegt. Notum bara smurolíu til matargerðar og djúpsteikingar í framtíðinni enda er hún ódýrari en matarolían sem þeir nota í dag.
Eða hvað?
Segir iðnaðarsaltið ekki hættulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Már 2010: Kemur ekki til greina að þiggja launahækkun
12.1.2012 | 11:01
Maðurinn heldur greinilega að fólk sé svo gjörsamlega ónýtt í höfðinu að það muni enginn eftir því sem þegar hann hafnaði launahækkuninni.
Á pressunni er hægt að lesa nánar um þetta.
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mar-2010-kemur-ekki-til-greina-ad-thiggja-launahaekkun---mar-2012-i-mal-vid-rikid-til-ad-fa-launahaekkun
Þegar menn haga sér með þessum hætti á að reka þá úr starfi með það sama. Siðferði þeirra er ónýtt með öllu.
Már í mál við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um langtímaminni og staðreyndir.
9.1.2012 | 10:43
Eigum við eitthvað að ræða 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins og afleiðingar þeirra ára?
Held að SUS ætti að einbeita sér að staðreyndum í stað þess að ausa skít og drullu í allar áttir. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn hefiði ekki náð neitt betri árangri nema síður sé í endurreisninni og sennilega væru helmingi fleiri flúnir land væru þeir við völd.
Það er ömurlegt að sjá þá kynslóð sem á að taka við stjórntaumunum í framtíðinni haga sér með þessum hætti og hreinlega til skammar fyrir það unga fólk sem er í háskóla, að það er ekki meira hugsandi en raun ber vitni nema þetta sé það siðferði sem fyrir þeim er haft, en það er að mínu mati enn verra.
Það er ljóst að þarna þarf rækilega að taka til.
Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki komið nóg sjalla-andskotar?
6.1.2012 | 10:42
Hvað í motherfokking anskotanum er að ykkur sjálfstæðis-aumingjarnir ykkar? Væri ekki nær að líta í eigin barm og skoða hvernig málum er háttað hjá ykkur sjálfum?
Þið ræflarnir gerið ekkert nema rífa kjaft um hvað allt sé ómögulegt á allann hátt hjá núverandi stjórnarflokkum en komið þið með einhverjar tillögur til úrbóta eða berið fram hugmyndir hvað mætti gera til að laga ástandið annað en að einkavæða alla hluti?
Við sáum hverju einkavæðingin skilaði okkur undir ykkar stjórn og haldið þið virkilega að það sé lausnin að gera það aftur? Haldið þið virkilega að fólk sé svo innilega heimskt að trúa lygaþvaðrinu í ykkur?
Þá eruð þið heimskari en ég hélt.
Reynið nú að drullast til að koma með tillögur að viti í stað þess að rýna á flísina í augum núverandi stjórnar meðan þið eruð blindaðir af bjálkahrúgunni í eigin glyrnum. Takið svo til í ykkar siðferðislega ranni því það er eins og að horfa ofan í andlega rotþró sem aldrei hefur verið tæmd.
Segir Jóhönnu ófæra um að leiða Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |