Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Grímulaus spiling.

Nei það er engin þörf á lúðrablæstri en það er þörf á góðum vendi til sópa þessu gjörspillta drasli út af alþingi.

Íslendingar eru bara of miklir aumingjar til þess.


mbl.is „Ekkert leyndó í gangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaut tuska í andlit almennings.

Það verður að segjast eins og er að það voru vondar fréttir að vakna upp við þennan jóladagsmorgunn og lesa um að einhver mesti vesalingur og aumingi sem ísland hefur alið skuli hafa í kyrrþey verið “sæmdur”stórkrossinum laugardaginn 13. desember. Stórkross hinnar íslensku fálkaorðu er æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóðhöfðingja.
Þetta æðsta heiðursmerki þjóðarinnar hefur nú verið dregið endanlega niður í skítinn af svínbestinu sem situr í húsbóndastóli á Bessastöðum með því að “sæma” einhvern mesta lygara, svikara og lýðskrumara sem ísland hefur alið, þessa orðu.

LESA MEIRA UM ÞETTA HÉRNA...


mbl.is Sigmundur sæmdur fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleiksríkar kveðjur

Óska ykkur öllum kærleiksríkrar hátíðar og munið.
Jólin eru ekki einkaeign kristninar.


Lygin verður sannleikur þegar áróðursmaskínan byrjar að snúast

Þetta er það sem Sjálfstæðismenn hafa alla tíð stundað í árðóðri sínum.  Maður sér það líka mjög vel hér á moggablogginu að um leið og sjálfstæðisflokkurinn þarf að fela sannleikann þá er áróðursvélin sett í gang og varðhundarnir ræstir út um leið.

Ég benti á það í pistli í dag á aðalbloggsíðunni minni hvernig Bjarni Ben byraði á að ljúga til um laun lækna í ræðu sinni á alþingi þann 9. síðastliðin þegar hann sagði lækna vera með 1.100 til 1.3 milljónir í heildarlaun yfir mánuðinn og að þeir heimtuðu 50% hækkunn á laun sín.

Svona lygar og blekkingar eru nú komnar á fullan skrið og áróðursmaskína sjallana snýst nú af fullu afli til að kynda undir lygunum og etja auðrúa aumingjum á móti læknastéttinni til að koma í veg fyrir að samningar náist.

Óþveraskapur Bjarna Ben og sjálfstæðismanna er ótrúlegur og það er ótrúlegt hvað margir láta glepjast í heimsku sinni að trúa þessum óþverum.

Skora á alla að lesa pistilinn frá því í morgunn þar sem ég lýsi þessum lygahaug betur.


mbl.is „Áróðursmaskína stjórnvalda“ í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stútaði kjaraviðræðum við lækna

Bjarni Ben er náttúrulega ekkert annað en snillingur.  Snillingur í að gera sig hvað eftir annað að fífli í augum almennings en um leið sorglega lélegan lygara þegar hann reynir að ljúga sig og stjórn sína út úr hinum ýmsu málum þar sem allir sem hafa greind yfir stofuhita sjá í gegnum hann og hlæja að ruglinu og bullinu úr honum.

Bjarni hélt því fram að almennur læknir á Landspítalanum er með um 1,1 milljón á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund í heildarlaun og heimtuðu 50% hækkunn, þá stútaði hann í raun kjaraviðræðunum.
Grunnlaun lækna sem eru nýútskrifaðir úr háskólanum eru um 340 þúsund. Grunnlaun sérfræðings eru um 600 þúsund krónur.

Lesa allan pistilinn hér.


mbl.is Harðari aðgerðir á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar glæpamenn og mafíósar stjórna landinu

SkattbyrdiLaegstuLauna1988_2014Ríkisstjórn Íslands mun ekki gera neitt til að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu, þvert á móti mun hún gera líf þeirra enn erfiðara og kostnaðarsama með aðgerðum sínum.  Aðgerðum sem eru samstilltar við þarfir Samtaka Atvinnulífsins sem hafa það að markmiði að halda niðri launum og auka á fátækt í landinu.

Nánar má lesa um það með því að smella hérna.


mbl.is Lítið komið til móts við gagnrýni ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afþakkaði ókeypis húsnæði úti á landi

Þessari konu var boðið ókeypis húsnæði út á landi meðan hún er að vinna í sínum málum en hún afþakkaði það, sagðist frekar að hún muni sofa í bílnum með börnin.

Ég hugsa að þetta geri hún til að þrýsta á að henni verði úthlutað félagslegu húsnæði en um leið gat ég ekki gert að því að hugsa að þetta væri ákveðin tegund af hroka þar sem ekki væri vilji til að flytja út á land.

Ekki ætla ég svo sem að dæma um það en samúð mín með þessari konu fauk út í veður og vind því ekki er hún að gera börnunum sínum neitt gott með því að neyða þau til sofa í bíl við allskonar veður og komið fram á aðventu.

Skynsamlegra hefði verið hjá henni að þyggja þetta góða boð barnana vegna og hún hefði svo geta unnið í því að fá húsnæði í bænum vitandi að börnin væru í öruggu skjóli.

Það hefði verið skynsamlegra.


mbl.is Einstæð móðir komin á götuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru bara útgerðar og auðmenn spurðir?

Miðað við niðurstöðurnar í þessari frétt, þá hafa aðeins Sjálfstæðismenn, hundspottin þeira, útgerðar og auðmenn verið fengnir til að svara þessari könnun.

Ég hef enga trú á því að hinn almenni íslendingur treysti fréttaflutningi úr þessu málgagni SFS/LÍÚ.


mbl.is Traust á fjölmiðlum dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband