Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

Ekki í þágu þjóðarinar

Það eru engar stjórnarmyndunarviðræður í gangi, það er bara verið að reyna að komast að samkomulagi um hverjir fái hvaða ráðuneyti og þjóðin í fimmta sæti eins og venjulega.

Björn Leví segir nákvæmlega frá staðreyndum: „En þegar þau reyna ekki einu sinni að tala við aðra flokka um það hvaða mál­efni eigi að ráða eru það bara orðin tóm. Það er ekk­ert flókn­ara en það,“

Það getur einhver "já hækja" stjórnarflokkana reynt að halda öðru fram en það sjá allir að þarna er bara mafíustarsemi í gangi, eins fjarri því að vinna fyrir þjóðina eða fólkið í landinu eins og hugsast getur.

Það er ekkert flóknara en það.


mbl.is „Íslensk óþolinmæði“ eftir stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsa kosningarnar 25. sept ógildar og kjósa upp á nýtt.

Það ætti hreinlega bara að ógilda kosningarnar frá 25. september síðastliðnum og kjósa upp á nýtt.  Nýjar kjörstjórnir og í þetta sinn að fara eftir lögum og reglum út í æsar, lögleg innsigli á kjörkössum og ekkert rugl með flutninga á kjörkössum, það verði amk 2 lögreglumenn og fulltrúar frá hverjum flokki sem fylgja kjörkössunum á talningastað þar sem þeir hafa síðan eftirlit með talningunni.

Það er komið nóg af fúski og aumingjaskap þar sem fávitar fá að komast upp með hvað sem þeim dettur í hug að eigin frumkvæði að gera í þessum málum, samanber Ingafíflið úr Borgarnesi sem þarf að fá leiðbeiningar til að geta labbað.

Ég skal glaður keyra aftur til Malmö til að kjósa aftur ef þess þarf til að sinna minni lýðrlæðislegu skyldu sem íslenskur ríkisborgari búsettur erlendis.


mbl.is Ráðuneytið skoðar uppkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblindur skíthæll sem svíkur 2207 kjósendur flokksins

Það er lítið um þennan skíthæl að segja annað en það að hann hefur nákvæmlega enga mannkosti til að bera.
Siðblindur, óheiðarlegur og algjör drullusokkur.
Þetta staðfestir bara einu sinni enn að það þarf að herða reglur um þingmenn sem segja sig úr flokkum á þann hátt að með því að yfirgefa þann flokk sem þeir voru kosnir á þing fyrir þá missi þeir sæti sitt á þingi og varamaður tekur við.

Þetta gerðist líka eftir síðustu kosningar þegar tveir þingmenn Flokks fólksins voru reknir úr flokknum eftir setu sína á Klausturbar þegar þeir áttu samkvæmt þingsköpum að vera í þingsal, þar sem þeir létu móðan mása á verulega niðrandi hátt um starfsfélaga sína, konur og minnihlutahópa í samfélaginu og náðist upptaka af öllu saman sem sýndi hvaða innri mann þeir höfðu að geyma.

Síðan voru það tveir þingmenn VG sem sögðu sig úr flokknum og var annar þeirra utan flokka mest allt kjörtímabilið en gekk svo til liðs við Pírata en hin til Samfylkingarinar.
Báðir hefðu þessir þingmenn átt að víkja af þingi og varamenn þeirra að taka við enda væri það í anda lýðræðis en ekki þess lýðsskrums sem þeir þingmenn viðhöfðu með flokkaflakki sínu.

En að yfirgefa flokk sinn tveim vikum eftir að hafa verið kosinn á þing er slíkur skíthæls og drullusokksháttur að aðeins gjörsamlega siðblindir drullusokkar gera slíkt og spila sig svo fórnarlömb þegar háttsemi þeirra er gagnrínd.

Persónulega held ég að forseti íslands ætti að ógilda þessar kosningar og boða til nýrra kosninga sem allra fyrst.

Þá geta kjósendur Miðflokksins kastað þessu siðblinda hræi þangað sem hann á heima ásamt Ernu Bjarnadóttur sem nákvæmlega sama siðblinda draslið og Birgir.


mbl.is Birgir skilur við Miðflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband