Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg jól.

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þakka það liðna.

Dagbókarblogg

Hef opnað undirblogg sem er læst og aðeins ætlað vinum og vandamönnum.

Hér er slóðin.  http://keli.blog.is/blog/jacks_dagbok/


Lífeyrisþegar erlendis hlunfarnir og látnir taka skellinn.

Í bréfi sem lífeyrisþegum sem búsettir eru erlendis hefur borist í hendur er þeim skýrt frá þeirri ákvörðun yfirstjórnar TR, að þeir skuli bara sætta sig við að taka skellinn af hruni íslensku krónunar.
Í þessu bréfi kemur eftirfarandi fram; ,,Vegna útreiknings á tekjum lífeyrisþega erlendis frá hefur Tryggingastofnun í ár eins og undanfarin ár notað sem viðmiðunargengi meðaltal fyrstu tíu mánuða ársins 2007 vegna greiðslna 2008. Í ljósi aðstæðna hefur Tryggingastofnun endurskoðað viðmiðunargengi í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið. Ákveðið hefur verið að vegna tekjutengdra greiðslna á árinu 2009 verði miðað við gengi íslensku krónunnar eins og það var í janúar 2008".

Ég hreinlega neita að trúa því, að Jóhanna Sigurðardóttir hafi samþykkt þennan gjörning en hafi hún gert það, þá er mitt álit á henni fokið út í veður og vind.


mbl.is Staða þeirra sem minna mega sín verði varin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarsinninn og forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon eys úr skálum reiði sinnar.

Asthor_Magnusson_a_birosagonForsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon fer mikinn á spjallsvæðinu á Málefnin.com um þessar mundir og eys þar skít og drullu yfir nanfleysingja sem og aðra sem þar skrifa.  Ekki bætir nú úr skák, að friðarsinninn sjálfur virðist haldin bæði yfirgengilegri paranoju, (ofsóknarbrjálæði) og fordómum og fer lítið fyrir friðarvilja á þeim bænum.
Það er merkilegur fjandi, að maður sem kallar sig friðarsinna skuli gera í því að æsa fólk upp á móti sér og væna það að auki að um að skrifa undir fölsku flaggi með því að reyna að fletta því upp í þjóðskrá.

Ég hef ekki haft mikið álit á Ástþór og frekar brosað út í annað vegna uppátækja hans, en eftir það sem hann hefur skrifað í dag, þá held ég í sannleika sagt að hann ætti að leita sér hjálpar hjá sérfræðingum því aumingja maðurinn gengur ekki heill til skógar.

Nánar má lesa um upphaf og umræður með því að smella hérna.


Votta fjölskyldu og vinum samúð mína.

Rúnar var meistari á mörgum sviðum en fyrst og fremst var hann mannlegur og laus við allan hroka og yfirlæti og kom fram við alla sem hann umgekkst sem jafningja.

Þakka þér meistari fyrir það sem þú hefur gefið okkur á lífsferli þínum.  Það er ekki svo lítið.

Votta fjölskyldu og vinum Rúnars mínar dýpstu samúðarkveðjur.


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Ég er búinn að renna yfir nokkur blogg hér um þessa frétt og það er nokkuð ljóst, að mikill meirihluti þeirra sem tjá sig eru á móti því að Davíð haldi áfram í stjórnmálum.  Sjálfur segist hann þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni og mæli ég hiklaust með því að hann fá sér vinnu hjá verktakafyrirtæki við lagningu skolplagna.  Það ætti að hæfa honum vel því lítið hefur komið frá honum á unanförnum árum annað en skolp svo starfið ætti að hæfa honum.

 


mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband