Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Þarf verkamaður að taka þátt í kostnaði við endurnýjun tækja?

Heimtufrekja og óbilgirni útgerðana gagnvart sjómönnum er með hreinum ólíkindum svo ekki sé meira sagt.

Hvernig þætti skrifstofumanninum ef hann þyrfti að taka þátt í kostnaði við endurnýjun tölvubúnaðar, skrifborða, stóla og annara innanstokksmuna á sínum vinnustað?

Eða ef verkamaðurinn þyrfti að taka þátt í olíukostnaði á gröfunum og bílunum hjá verkatakanum sem hann vinnur hjá?  Eða kostnaði við kaup á nýjum tækjum?

þetta er það sem sjómenn þurfa að taka á sig og finnst ykkur það sanngjarnt eða eðlilegt meðan eigendur útgerðana stinga tugum eða hundruðum milljarða í eigin vasa?

Spáið aðeins í þessu.


mbl.is Viðræðurnar eru á viðkvæmum punkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband