Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Það eru mannréttindi brotin á fólki í dag

Enn einu sinni kemur þetta til umræðu í þjóðfélaginu og inni á alþingi þrátt fyrir að það sé svo marg búið að tyggja þetta ofan í þennan aumingjans ræfil, þennan svokallaða forsætisráðherra í ræðu og riti, hvað eftir annað síðustu tvö ár.

Það er náttúrulega ekkert annað en mannréttindabrot að ákveðnir þjóðfélagshópar eigi ekki fyrir mat eða lyfjum út mánuðinn og það setur líka spurningamerki við aðgerðir stjórnvalda þegar gefin eru út af velferðarráðuneytinu, neysluviðmið fyrir fólk en stjórnvöld greiða svo ákveðnum þjóðfélagshópi rúmlega 50% lægri upphæð heldur en hægt er að komast af á.

Ég hef margoft skrifað um þetta og gagnrýnt stjórnvöld og ég ætla að halda því áfram enda eru svona yfirlýsingar ekkert annað en óþveraháttur illa gefina manna og kvenna sem hafa hvorki sómatilfiningu né siðferðiskennd til að bera í störfum sínum og allt þeirra blaður innantómt skrum og lygar meðan ekkert er gert til að laga ástandið hjá þeim verst settu.

Skora á fólk að smella á tenglana hér að ofan og lesa það sem þar hefur verið skrifað.


mbl.is Grunnlaun dugi fyrir nauðsynjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það langar engan að vera sjúklingur

Það langar heldur engan að missa heilsuna og verða óvinnufær þó svo til sé svo, bæði einstaklega leiðinlegt og vitlaust fólk sem virkilega heldur því fram.

Það gerir það enginn að gamni sínu að verða öryrki og bótaþegi, það er nóg að fólk lesi sér til um hvað þessi þjóðfélagshópur hefur það í raun skítt hér á landi svo allir með greind yfir stofuhita átti sig á því.

Það er engin óskastaða að fá aðeins 180 þúsund í hendurnar, (jafnvel minna) um mánaðarmót og þurfa að láta það standa undir öllum útgjöldum mánaðarins.

Það sér það hver heilvita manneskja að það er ekki hægt.

Og af því ég segi heilvita, þá getið þið giskað á hvaða álit ég hef á stjórnmálamönnum sem ætlast til að fólk komist af á þessum tekjum.


mbl.is Langaði aldrei að verða sjúklingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin sátt í þessari leið

Staðreyndin er að almenningur í landinu getur ekki sætt sig við að útgerðunum í landinu sé færð á silfurfati einkaréttur til nýtingar á auðlind allra landsmanna.

Í fyrstu grein laga um sjávarútvegsstefnuna segir skýrum stöfum að hún sé eign þjóðarinar, almennings í landinu og allir eigi rétt á að nýta hana.

Nýju lögin sem eiga að koma til framkvæmda á vorþinginu gera það að verkum að bóndi sem á land að sjó og hefur róið út fyrir fjörusteinana og veitt í soðið, má það ekki lengur ef þessi lög verða að veruleika.
Verði hann nappaður með veiðistöngina á sinni landareign utan fjörusteina, getur hvaða útgerðarfyrirtæki sem er kært hann og látið gera afla, bát og veiðarfæri upptæk og auk heldur krafist stórra fjárhæða í skaðabætur fyrir þrjá þorsktitti.

Er það sú leið sem við viljum að verði farin?

Ekki?

Ok, þá verður að stoppa þetta áður en það verður að veruleika.

Farið á vef sóknarhópsins og á sóknarhópinn á fésbók og lesið ykkur til þar.

Svo er ekki úr vegi að útskýra hvað kvótakerfi er og hvað sóknarkerfi er.

Fyrir þá sem ekki eru búnir að átta sig á muninum á kvótakerfi og sóknarmarki - eða dagakerfi sem er sama fyrirbærið.
Hvorutveggja er notað til að hindra óhefta nýtingu fiskistofna.
Kvótakefi = aflamarkskerfi. Útgerð fær úthlutað t.d. 1000 tonnum af þorski og tilsvarandi af öðrum tegundum.
Þorskurinn er verðlagður eftir stærð og til að hámarka arðinn af kvótanum er verðmætasta stærðin hirt en hinu hent fyrir borð.
Í soknarmarki - dagakerfi fær útgerð tiltekinn fjölda veiðidaga.
Það er enginn hvati þar til að fleygja neinum fiski, hvorki smáum ná skemmdum. Allt sem veiðist er að sjálfsögðu verðmæti og til hvers eru menn að henda verðmætum í sjóinn?
Sá sem er í dagakerfi fær engan aukadag þó hann sé svo óheppinn að veiða bara verðlausan fisk.
Niðurstaða: Í kvótakerfi er brottkast innbyggt.
Í sóknarmarkinu er engum fiski hent. (Árni Gunnarsson).


mbl.is Byggt verður á sáttaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband