Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Okrað til helvítis á raftækjum hér á landi.
3.1.2015 | 15:50
Ég lét kaupa fyrir mig Bluerayspilara í Saturn í Flensburg í Þýskalandi í byrjn desember og borgaði fyrir hann rúmar 13 þúsund krónur.
Sú týpa sem ég keypti er reyndar ekki seld hér á landi en týpan fyrir neðan er seld hér í Árvirkjanum á Selfossi og er verðmiðinn á honum 44 þúsund. Sami spilari og ég keypti væri því í raun að kosta hátt í 60 þúsund hér.
Okrið hér á landi er bara staðreynd sem þýðir ekkert að þræta fyrir.
Erum ekki að reyna að plata neinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rangfærslur og lygar
1.1.2015 | 17:16
Ég fór í gegnum ræður forseta, byskups og forsætisráðherra og hristi bara hausinn yfir því rugli sem vellur upp úr þessu liði.
Forsetinn er ekki í neinum tengslum við fólkið í landinu og byskupinn týndur í trúardellu og kjaftæði sem er svo langt frá nútímanum að maður gæti ælt.
Verst er þó áramótaræða forsætisráðherra sem er stúfull af rangfærslum og lygum í besta falli.
Allt saman hægt að lesa um hérna.
Minnti á það sem þjóðin hefur áorkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðilegt ár.
1.1.2015 | 14:04
Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki geta skemmt sér öðru vísi en að stofna til leiðinda eða slagsmála.
Sama á við um skemmtanahald í heimahúsum, fólk fer yfir strikið vegna þess að það kann ekkert með áfengi að fara og drekkur of mikið.
Hóflega drukkið vín, gleður mannsins hjarta.
Smá annáll um liðið ár í mínu lífi.
Fólk byrjar nýárið misvel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |