Björn, Geir, sjálfstæðisflokkurinn og taglhnýtingar þeirra eins og organdi smákrakkar í sandkassanum.

Það er ljóst eftir að stjórnarsamstarfið sprakk, að maður hefur sjaldan séð eins mikið af grenjandi og organdi smábarnasálum í líkömum fullorðins fólks eins og innan sjálfstæðisflokksins.  Hver af öðrum hafa ráðherrar sjallana komið grenjandi af vonsku eða vonbrigðum og kennt samstarfsflokknum um hvernig komið er en hver og einn sjallana þykist saklaus af öllum hnökrum í stjórnarsamstarfinu.  Maður á hreinlega ekki til orð yfir þessum hroka og frekjugangi þessara ,,fullorðnu" barna.  Sorry.  Smábarna.

Mér dettur ekki í hug að fara að segja að Samfó sé algerlega saklaus, en skítkastið og grenjurnar í sjöllunum og taglhnýtingum þeirra yfirgnæfir allt annað og árásir þeirra á forsetan og ákvarðanatöku hans eru greinileg merki þess, að þeir bera ekkert skynbragð á stjórnarskránna né heldur bera neina einustu virðingu fyrir henni.  Skoðum aðeins fjórar greinar og skilgreinum þær.

13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ég hélt hreinlega að þetta væri augljóst og skýrði sig sjálft, en í hugum sjallana telja þeir að valdið sé sitt en ekki forsetans eins og þeir túlka þetta.


14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum
Sem forsetinn hefur falið honum að framkvæma í umboði þjóðarinar.
Þetta er svipað og verktaki hefur rétt einstaklingi lykla af vörubíl eða gröfu, þá ber sá aðili ábyrgð á tækinu og því sem hann framkvæmir með því en ekki verktakinn.

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

 Tvær síðustu greinarnar þarf ekkert að útskýra enda skýra þær sig sjálfar.
Það er engu líkara en sjallarnir telji fólk of heimskt til að fletta þessu upp sjálft og kjósa því að snúa út úr þessu og er Björn Bjarnason einstaklega duglegur í því að tala út um rassgatið á sér gegn betri vitund og er engu líkara en hann sjálfur trúi þeim svæsnu lygum sem hann lætur frá sér fara hvað eftir annað á bloggsíðu sinni.  Annað hvort er maðurinn svona hrikalega skemmdur eða afburða heimskur.

Svo eru það taglhnýtingarnir.  Þeir eru það sem í raun opinberar manni hversu innilega ósjálfstætt fólk getur orðið í hugsun sinni og gagnrýni á ,,sinn" flokk.  Þeir líta á stjórnmál eins og fótboltaleik þar sem enginn dómari er til staðar og því ljótari sem brotin á andstæðingnum eru, því glaðari og kátari eru þeir með ,,sína" menn.  Gjörsamlega rökþrota einstaklingar sem éta upp allt sem ,,guðir" þeirra segja og skrifa gagnrýnislaust og ráðast með heift og skítkasti á alla sem ekki eru þeim sammála.
Það eru þeir einstaklingar sem í raun eru hættulegastir lýðræðinu og í raun hinn eini sanni ,,skríll" í þjóðfélaginu. 

Stjórnmál eru ekki fótboltakeppni þar sem besta liðið vinnur eða þar sem það að brjóta sem verst á andstæðingnum færir sigur.
Stjórnmál eru heldur ekki sandkassaslagur óþroskaðra barna í sandkassanum hvar sigurvegarinn er sá sem getur ausið mestri drullu yfir hina krakkana og talið sig sigurvegara.

Stjórnmál eru og eiga að vera samstarf til að þjóðin í heild hafi það sem best í heildina og til að leysa ágreining.  Ekki keppnis eitthvað.
Stjórnmálamenn eru starfsmenn allrar þjóðarinar, kosnir til þess að starfa fyrir hönd þjóðarinar og verja hag hennar.  Ekki eigendur ráðaneita sem geta ráðstafað þeim að eigin geðþótta með því að hygla sér og sínum í góð embætti fram yfir menntunn og þekkingu.

Ráðherrar eiga að hugsa um þjóðina og velferð hennar og því miður hefur sjálfstæðisflokkurinn fyrir lifandis löngu misst þessa sýn og heldur og trúir því staðfastlega að þeir séu hið eina stjórnmálaafl sem sé hæfti til þess að stýra þjóðinni.  þeir halda sig eiga alþingi og ráðherrasætin sem þeir skipa í dag og telja sig eiga tilkall til þeirra um ókomna framtíð í eigin þágu vegna þess að þeir hafa fengið að sitja of lengi við völd.

Við þurfum að losna við flokksræðið, leysa upp þessar óþveraklíkur sem stjórnmálaflokkarnir eru orðnir og kjósa fólk á þing.
Við þurfum að losna við glæpamenn af þingi og við þurfum að koma þar að fólki sem hefur vit á því sem það er að gera en ekki rugludalla sem halda sig eiga embættin.
Við þurfum faglegar ráðningar í nefndir og ráð þar sem vinskapur og klíkuskapur og fjölskyldutengsl eru ekki ráðandi.

Við þurfum nýtt lýðræði, nýtt ísland og það ekki seinna en strax.


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott hjá þér sammála

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 07:02

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lifi Lýðveldisbyltingin! Sammála þér í því.

Ég er ekki heldur mikið fyrir "Samspillinguna" eins og Sverrir Stormsker orðar það!!!!

Hins vegar hefði ég talið að Samfylkingin ætti bara ein að axla ábyrgð fram að kosningum en ekki draga VG inn í samspillinguna....

Vilborg Traustadóttir, 27.1.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hvers eiga frændur okkar, Danir, að gjalda að sitja uppi með rugludall eins og þig. Þú

hirðir ekki um að skrifa rétt móðurmál. Reyndu að hugsa örlítið áður en þú slærð þennan

þvætting inn í tölvuna þina.

Ég veit að það er til frægt Víský, sem heitir Jack Daníel´s. Halda mætti, að þu hafir drukkið

of mikið af því. Geturðu ekki skrifað undir réttu nafni ?

Kv.KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.1.2009 kl. 18:43

4 Smámynd: Sigurjón

Mér sýnist að Keli vinur minn nenni ekki að eyða orðum á þig Kristján og er ég ekki hissa.  Þú þarft ekki annað en að smella á myndina af honum hér vinstra megin og þá sérðu hvert hans nafn er skv. þjóðskránni.  Mér sýnist að þú ættir að hugsa þinn gang áður en þú slærð svona þvætting á þína tölvu...

Sigurjón, 2.2.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Jack Daniel's

Rétt sem Sjonni segir hér að ofan.
Nenni ekki að eyða orðum á sígjammandi hundspott þessara ofdekruðu ræfla sem hafa hvorki samvisku né ábyrgðartilfiningu né heldur vita hvað það er.

Og Kristján.  Lærðu einfaldlega að afla þér upplýsinga áður en þú gjammar.

Sorry.  kanski væri ráð að þú færir að hugsa fyrst því það hefur þú greinilega ekki lært.

Jack Daniel's, 4.2.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband