Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn búnir að gjaldfella sig niður á núllpunkt.
20.12.2012 | 16:08
Í niðurlagi fréttarinnar segir Bjarni Ben.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði því til að tillögur flokksins snerust um að lækka álögur á fyrirtækin og heimilin í landinu og um þær yrði greidd atkvæði í þingkosningunum næsta vor.
Þegar maður spáir í hvernig umræðurnar, fyrirgefið, málþóf Sjáflstæðismanna og Framsóknar er búið að vera við umræðu fjárlagana þar sem þeir komu ekki með neinar tillögur um breytingar og sitja svo hjá við atkvæðagreiðsluna, þá fer maður að velta fyrir sér hvort þeir hafi yfir höfuð nokkuð að leggja til málana?
Í fljótu bragði nei. Þegar heill flokkur heldur uppi stanslausu blaðri um nákvæmlega ekki neitt svo dögum skiptir við afgreiðslu frumvarps án þess að leggja til neinar breytingar og segja svo að þeirra tillögur snúist um hitt og þetta í komandi kosningum, þá er það bara staðreynd að þeir eru bara að þessu til að skemma fyrir og eyðileggja. Nákvæmlega eins og í aðdraganda hrunsins þegar það var logið svoleiðis til hægri, vinstri upp og niður í öllum málum til að láta svo líta út að allt væri í himna lagi hér á landi þó svo allt væri á hraðferð til helvítis og bankarnir ryksugaðir innanfrá með fullri ríkisábyrgð af eigendum þeirra og vildarvina Sjallana. Komist þessir flokkar aftur að völdum fáum við bara að upplifa það sama aftur og árin fyrir hrun.
En það er alla vega ágætt að búið að samþykkja þetta því þá er hægt að fara að vinna í öðrum málum sem þarf að ljúka. Verst er bara að sjallakvikindin reyna líka að stoppa það af með málþófi.
Fjárlagafrumvarpið samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þverhausar í mótsögn við sjálfa sig
20.12.2012 | 13:16
Það er nú ekki annað hægt að segja um þessa vesalinga að vitið er lítið að þvælast fyrir þeim. Maður hreinlega trúir ekki að slík heimska skuli viðgangast meðal þeirra sem stjórna eiga landinu.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi harðlega að tilkynnt væri um slíkt rétt áður en gengið væri til lokaatkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, sem þýddi breytingar til eða frá um einhverja milljarða, sem þýddi að engin efnisleg umræða færi fram um það. Fleiri þingmenn gagnrýndu málið og þar á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnarandstaðan er búin að halda þessu frumvarpi í gíslingu með málþófi og kjaftavaðli sem aldrei áður hefur þekkst í sögu alþingis, sennilega búnir að fræsa allt sem heitir vit og skynsemi út úr hausnum á sér með því innantóma blaðri sem engu hefur skilað nema pirringi og minnkandi virðingu fyrir þinginu og þingmönnum og svo er þeim bent á að þetta séu nú gert að þeirra tillögum.
Helgi sagði að Höskuldur ætti að geta verið ánægður með breytinguna enda væri hún í samræmi við það sem stjórnarandstaðan hefði kallað eftir.
Samt koma þessir innantómu hálfvitar grenjandi yfir óréttlætinu. Maður hreinlega skammast sín að þetta ofur-greindarskerta lið skuli sitja á þingi.
Ég veit bara að ég er feginn að það skuli vera hætt við þessar breytingar enda hefur þetta mikið að segja fyrir þá sem minnstar hafa tekjurnar í þessu landi.
Falla frá hækkun á gjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27 krónu hækkunn á lítra þýðir í raun að allt annað hækkar.
19.12.2012 | 12:33
Þessi hækkunn á eldsneytisverði hefur gífurlega keðjuverkandi áhrif út í þjóðfélagið. Það er ekki nóg með að eldsneytið sjálft hækki, heldur verður þetta til að flutningskostnaður hækkar, vöruverð hækkar og lánavísitlan ríkur upp.
Heimilin í landinu þurfa því að taka þetta þrefalt á sig þegar upp er staðið og jafnvel meira í sumum tilfellum.
Ofurskattlagningar á eldsneyti hérna, laun og vörur eru orðnar leiðingjarnar. VG virðist í alvöru halda að þetta skili meiri tekjum í ríkissjóð en það er kolrangt hjá þeim.
Þegar fólk hefur minna á milli handna eyðir það minna og sala og neysla dregst saman sem gerir það að verkum að minna og minna skilar sér í ríkissjóð.
Væru lægstu laun og bætur hækkaðar um sirka 50 þús á mánuði, skattar lækkaðir um 2 til 3% og hætt við þetta fyrirhugaða eldsneytisgjald, þá mundi hins vegar neysla aukast og ríkissjóður hala inn meira fé.
Þetta skilja vinstri menn ekki og koma aldrei til með að skilja í sínum öfugsnúna veruleika þar sem allt snýst um að seilast sem dýpst í alla vasa almennings og halda honum á fátækramörkum og helst neðar ef hægt er. Vinstri menn sjá hreinlega ofsjónum yfir því að almenningur geti leyft sér einhverja afþreyingu, farið út að borða í bíó eða leikhús. Slíkt og annað eins er algert taboo hjá vinstri flokkunum.
Ég sé alltaf fyrir mér þá ljótu mynd af Steingrími J. rúnka sér yfir gömlum myndum af gúlaginu frá Sovét og Stalín tímunum. Verulega ógeðslegt en kæmi mér ekki á óvart þó svo væri í raun.
Alþýðan í hans augum eru þrælar sem ekkert mega eiga og engar tómstundir eða ánægju eiga í sínu lífi meðan hann og hans elíta veltir sér upp úr auðnum. Þetta er sama viðhorf og hjá hægri öfgaflokknum Sjálfstæðisflokknum þó þessir flokkar séu á sitt hvorum væng stjórnmálana.
Kostar neytendur 27 kr. á lítra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skýr skilaboð til þingmanna
18.12.2012 | 11:29
Ég get ekki túlkað þessa hegðun mannsins öðruvísi en hann hafi sent þinginu skýr skilaboð fyrir hönd almennings að nú sé nóg komið af málþófi, kjaftæði og tómu rugli vissra þingmanna sem halda þinginu í gíslingu með endalausu málæði um nákvæmlega ekki neitt. Standandi í pontu tímunum saman og blaðra samhengislaust út um allar koppagrundir til að koma í veg fyrir að hægt sé að afgreiða þau mál sem þarf að ljúka fyrir jólafrí. Slík hegðun er þeim til skammar. Margir þessara þingmanna hafa verið að væla yfir að fólk beri minni og minni virðingu fyrir þinginu og þingmönnum en gera svo allt sem þeir geta til að draga virðinguna á enn lægra plan með hegðun sinni.
Þessi aumingjans maður sem ákvað að reyna að farga sér á kamrinum á alþingi hefur fyllst algeru vonleysi þegar hann fylgdist með endalausum kjaftavaðli innihaldslausra tuðara sem ekkert hafa til málana að leggja og koma aldrei með eina einustu tillögu um hverju þarf að breyta svo hægt sé að samþykkja fyrirliggjandi mál. Þetta heitir að trölla og slíkir einstaklingar eiga enga virðingu skilið. Þetta eru aumingjar sem eiga heima ofan í skurði með skóflu og væru betur nýtir til þess að leggja klóakrör heldur en að eyðileggja störf alþingis og draga virðingu þess ofan í skítinn.
Alþingismenn og ráðherrar. Þessi aðgerð mannsins voru skýr skilaboð til ykkar. Hunskist til að fara að vinna ykkar vinnu sem þið voruð ráðnir til að vinna. Þjóðin kaus ykkur til þess að starfa í hennar þágu en ekki til að hanga eins og röflandi fylliraftar í ræðustól alþingis, eyðileggjandi og skemmandi eins og þriggja ára eineltisgaurinn í sandkassanum sem gengur um og sparkar niður sandköstulum annara barna því þannig hegðun eykur ekki virðingu fyrir ykkur. Virðing er áunnin en ekki sjálfgefinn þó svo þið virðist halda að svo sé.
Að lokum óska ég þess þegar þið sitjið á heimilum ykkar á aðfangadagskvöld og raðið í ykkur kræsingunum og takið upp rándýrar gjafirnar að ykkur verði hugsað til þeirra sem ekki geta haldið sómasamleg jól og þurfa jafnvel að láta sér nægja hafragraut eða núðlur í jólamatinn. Líka til þeirra sem hafa hvergi höfði að halla og þurfa jafnvel að eyða jólunum á götunni. Því ykkar eru verkin, afleiðingarnar og ábyrgðin.
Með engri virðingu til handa þingmönnum þessa lands sem halda störfum þingsins í gíslingu með kjaftavaðli og röfli en hafa ekkert fram að færa nema eigin hroka og sjálfsánægju.
Þurfum sömu gæslu og önnur þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta hlýtur að vera lygi. Jóka og Skattagrímur segja að hér sé bullandi hagvöxtur og kaupmáttaraukning
17.12.2012 | 20:16
Ísland er ódýrast Norðurlanda!
Þetta skrifaði okkar óæruverðugi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir þann 12. Des síðastliðinn á fréttamiðlinum Vísir.is.
Þar rakti hún nokkur atriði sem hún var ósátt við í fréttaflutningi annars fjölmiðils og sagði að þar væri ekki tekið inn í útreikninga ákveðnir staðlar þegar væri verið að tala um kaupmátt fólks.
Meðal annars sagði hún þetta;
Í skýrslunni er ágætlega fjallað um það hvernig bera eigi saman verð í mismunandi löndum. Sagt er skýrum stöfum að það eigi að bera verð saman á svokölluðu jafnvirðisgengi sem er iðulega gert þegar lönd eru borin saman. Þá er tekið tillit til mismunandi kaupmáttar gjaldmiðilsins á hverjum stað.
Í þessum samanburði er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að Ísland sé ódýrast Norðurlandanna ásamt Finnum þegar kemur að matarkörfunni". Og sé litið til allrar vöru og þjónustu sem könnunin náði til er Ísland ódýrast Norðurlandanna". Á þessar staðreyndir var ekki minnst einu orði í fréttinni.
Að lokum vil ég minnast á enn aðra áhugaverða staðreynd sem kemur fram í þessari ágætu skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún er sú að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi.
Þá kemur að hinu veigamikla atriði sem allt þetta snýst um. Hvernig stendur þá á því, að fleiri og fleiri leita sér hjálpar hjá líknarfélögum, félagsþjónustum, sveitarfélögum og hjálparstarfi kirkjunar ef ástandið er svona rosalegan gott hér á landi?
Svarið er einfalt. Þetta er allt saman haugalygi sem kemur úr ranni þessarar ríkisstjórnar enda þeirra hagur að reyna að fegra myndina af sér fyrir kosningar á komandi vori. En að gera það með því að falsa tölur og staðreyndir er eitthvað sem auðvirðilegt og aðeins aumingjar notfæra sér það sjálfum sér til framdráttar.
Staðreyndirnar tala sínu máli. Kaupmáttur hefur rýrnað hér á landi. Reyndar mikið meira en fólk almennt gerir sér grein fyrir því það er fullt af fólki sem leitar sér ekki hjálpar stoltsins vegna. Það skammast sín fyrir að geta ekki séð sér farborða þó svo sökin sé ekki þeirra heldur stjórnvalda.
Stjórnvalda sem lofuðu fólkinu í landinu skjaldborg um heimlin en sviku það allt saman og slógu skjaldborg um bankana, útrásarvíkingana og hyskið sem gerði landið gjaldþrota.
Hefðu þau staðið við sitt sætu útrásarvíkingarnir, Davíð Odsson, Halldór Ásgrímsson og all nokkuð fleiri þingmenn og fyrrverandi ráðherrar bak við lás og slá eignalausir.
En það var auðveldara að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og falsa svo niðurstöður sem eiga að sýna að allt er hér á bullandi uppleið.
Vel gert Jóka og Skattagrímur. Vel gert. 6.000 einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda til að geta haldið jól og það er ykkur að þakka.
Sex þúsund þurfa á aðstoð að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kaupmáttaraukning og hagvöxtur í landinu samkvæmt Jóhönnu og Steingrími
16.12.2012 | 10:59
Hjálparstarfinu á Eyjafjarðarsvæðinu bárust 300 beiðnir um aðstoð fyrir jólin. Á bak við hverja umsókn getur verið allt fá einum einstaklingi upp í sex til átta manna fjölskyldu, þannig að ekki hægt að áætla nákvæmlega hversu margir njóta hjálpar.
Þorri fólks sér ekki leið út úr vandanum og reynir að lifa fyrir daginn í dag. Kvíði vegna næstu mánaðamóta er algengur, enda vilja flestir standa í skilum ef þess er nokkur kostur.
Hvað segir þetta okkur?
Er þetta ekki bein staðfesting á því að þrátt fyrir "exelskjölin" sem Steingrímur og Jóhanna vitna í, séu þeir útreikningar eitthvað meira en lítið rangir, viljandi eða óviljandi.
Það eru daglegar fréttir í fjölmiðlum núna að það séu alltaf fleiri og fleiri sem þurfa á hjálp að halda í okkar litla landi. Fólk sem er að reyna að standa skil á kolólöglegum lánum sem hækka bara og hækka þrátt fyrir að borgað sé samviskulega af þeim. Fólk sem hefur misst allt sitt eftir hrunið og lepur dauðann úr skel.
Öryrkjar og aldraðri sem hafa orðið fyrir mestum skerðingum á tekjum þó svo Steingrímur og Jóhanna segi annað. Þeir sjá það á launaseðlinum.
Þar telur hvað mest skerðingar vegna tekna maka og vegna tekna úr lífeyrissjóði sem er króna á móti krónu.
Maður spyr sig því enn og aftur, hverjir eru það sem njóta "hagvaxtarinns" og "kaupmáttaraukningarinnar"? Ekki almenningur í landinu amk. Það er augljóst.
Mikil neyð hjá mörgu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Núðlur í jólamatinn og kanski þurrt brauð
14.12.2012 | 16:25
Endalaust fær maður að heyra frá stjórnendum þessa lands, að kaupmáttur hafi verið að aukast það sem af er árinu. En hjá hverjum er hann að aukast?
Ekki hjá lífeyrisþegum. Svo mikið er víst. Þingmenn hafa kanski fengið einhverjar hækkannir sem hafa aukið þeirra kaupmátt en það sést ekki á ,,launaseðlum" lífeyrisþega. Desemberuppbótin var svo rausnaleg og vel útlátin að hún fór öll eins og hún lagði sig í skattinn.
Jólin verða því með hefðbundnu sniði á þessu heimili fyrir utan það, að hér verður sennilega bara núðlusúpa á borðum úr kínverskum pökkum á aðfangadaskvöld og ef ég get krafsað saman einhverju mjöli þá verður reynt að baka brauðhleif svona til hátíðarbrigða.
Sumir þurfa að lifa á hafragraut um jólin og sumir fá kanski ekki neitt.
Minni enn og aftur á fólkið sem býr á götunni og heldur þar jólin.
Jólamaturinn allt að 70% dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmenn gjaldfella sjálfa sig á hverjum degi
14.12.2012 | 07:53
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, kom norðan úr Eyjafirði til fundarins, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, kom með flugi frá Akureyri til að sitja fundinn. Þá keyrði Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um 100 kílómetra leið heiman að frá sér til að komast á fundinn.
Þeir sem mættu voru: Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður nefndarinnar og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Þeir sem mættu ekki voru:
141 | 2 | av | Björn Valur Gíslason 8, NA, Vg, | |
141 | 7 | av | Jón Gunnarsson 12, SV, S, | |
141 | 3 | av | Jónína Rós Guðmundsdóttir 10, NA, Sf, 2. varaform. | |
141 | 1 | av | Kristján L. Möller 3, NA, Sf, form. | |
141 | 4 | av | Ólína Þorvarðardóttir 7, NV, Sf, | |
141 | 8 | av | Sigurður Ingi Jóhannsson 3, SU, F, | |
141 | 9 | av | Þór Saari 9, SV, Hr, | |
Varamenn | ||||
141 | 11 | av | Árni Þór Sigurðsson 5, RN, Vg, varamaður | |
141 | 15 | av | Ásbjörn Óttarsson 1, NV, S, varamaður | |
141 | 18 | av | Birgitta Jónsdóttir 9, RS, Hr, varamaður | |
141 | 17 | av | Birkir Jón Jónsson 2, NA, F, varamaður | |
141 | 10 | av | Björgvin G. Sigurðsson 1, SU, Sf, varamaður | |
141 | 14 | av | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3, SV, Vg, varamaður | |
141 | 13 | av | Magnús Orri Schram 7, SV, Sf, varamaður | |
141 | 12 | av | Skúli Helgason 7, RS, Sf, varamaður | |
141 | 16 | av | Unnur Brá Konráðsdóttir 6, SU, S, varamaður |
Af hverju kölluðu þessir þingmenn ekki inn varamenn fyrir sig fyrst þeir gátu ekki mætt sjálfir? Var þeim kanski nákvæmlega sama þótt landsbyggðarmenn landsamtakana væru kvaddir á fundinn langar leiðir að með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi?
Sama hver skýringin er, þetta er þvílík vanvirða sem þeir sýna af sér þarna og síst til að auka hróður þeirra eða virðingu fyrir þeim eða alþingi yfir höfuð en samt gaspra þessir sömu aðilar um að auka verði virðingu fyrir alþingi. Nær væri að þeir færu að líta i eigin barm og skoða hvort sökin liggi ekki að hluta til hjá þeim sjálfum þegar kemur að virðingu.
Virðing er nefnilega áunnin en ekki sjálfgefin.
Aðeins tveir þingmenn mættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jól á götunni
13.12.2012 | 11:33
Lífeyririnn dugar ekki fyrir framfærslu. Á sama tíma og vöruverð hækkar um 50% standa lífeyrisgreiðslur að mestu leyti í stað, segir Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalagsins.
Það er því miður rétt sem hann segir og það sem verra er, að það á allt eftir að hækka svo um munar núna eftir áramótin. Gjaldskrár hins opinbera hækka um amk 5% og matvara og aðrar nauðsinjar eiga einnig eftir að hækka í verði frá þetta 5 til 15% ef að líkum lætur. Einnig kemur til lögbundin hækkunn launa hjá þingmönnum, ráðherrum og opinberum starfsmönnum um nokkra tugi þúsunda. Lögbundin hækkunn á lífeyri almennings verður hins vegar aðeins um 3,9%. Það þýðir að sá sem fær 100 þús frá almannatryggingum eftir skatt hækkar um rúmlega 1.500 krónur því restin af þessum 3.900 krónum fer í skatt.
Rosalega sanngjarnt meðan liðið í fílabeinsturninum fær 30 til 50 þúsund króna hækkunn á sín laun um áramótin.
Óska þeim gleðilegra jóla með þessu lagi og minni þingmenn og ráðherra um leið á skyldur sínar gagnvart almenningi í landinu meðan það kyngir jólasteikinni þegar aðrir þurfa að nærast á núðlum eða hafragraut.
Hvet fólk til að fylgjast með hvernig texti lags og myndir raðast saman.
Margir að komast í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðingaleysi hins illa gefna íslendings.
8.12.2012 | 19:46
Það er bara því miður staðreynd, að íslendingar eru upp til hópa illa gefnir vitleysingjar sem geta ekki farið eftir lögum og reglum.
Það, að fullorðnir einstaklingar geti ekki hlýtt einföldustu reglum er alveg dæmigert fyrir frekjuna, dólgsháttinn og heimskuna. Þetta á ekki við um mig, hugsunarhátturinn er ríkjandi og svo er ætt undir borða sem er merktur lögreglunni og bannað að fara inn á það svæði sem hann afmarkar. Þegar lögreglan stoppar svo viðkomandi rífur hann bara kjaft. Ef fólk gerir þetta í örðum löndum er það hreinlega snúið niður, handjárnað og sett inn í lögreglubíl. Jafnvel keyrt niður á stöð og kært fyrir að fara inn á athafnasvæði lögreglu og trufla störf hennar. Kjaftháttur gerir málin bara verri fyrir viðkomandi. Þessar vinnureglur þarf að taka upp hér á landi án þess að hika. Frekjuhundurinn sem heldur að reglurnar gildi ekki fyrir hann þarf að læra á erfiða háttinn og það er með þeim hætti sem lýst er hér á undan annars heldur hann bara áfram.
Auðvita mundu margir þeir sem yrðu handteknir fyrir að fara yfir línuna brjálaðir og grenja um lögregluofbeldi en því miður fyrir þá, þá væri það réttmætt að snúa þá niður og stinga þeim inn því þeir brutu lög og rifu kjaft við lögregluna.
Hlýðum því reglum þar sem lögreglan er að störfum og gerum þeim vinnuna ekki erfiðari en hún er.
Þið líka frekjuhundar sem enga virðingu berið fyrir einu né neinu.
Hættu að vera dónalegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |