Virðingaleysi hins illa gefna íslendings.

Það er bara því miður staðreynd, að íslendingar eru upp til hópa illa gefnir vitleysingjar sem geta ekki farið eftir lögum og reglum.
     Það, að fullorðnir einstaklingar geti ekki hlýtt einföldustu reglum er alveg dæmigert fyrir frekjuna, dólgsháttinn og heimskuna.  Þetta á ekki við um mig, hugsunarhátturinn er ríkjandi og svo er ætt undir borða sem er merktur lögreglunni og bannað að fara inn á það svæði sem hann afmarkar.  Þegar lögreglan stoppar svo viðkomandi rífur hann bara kjaft.  Ef fólk gerir þetta í örðum löndum er það hreinlega snúið niður, handjárnað og sett inn í lögreglubíl.  Jafnvel keyrt niður á stöð og kært fyrir að fara inn á athafnasvæði lögreglu og trufla störf hennar.  Kjaftháttur gerir málin bara verri fyrir viðkomandi.  Þessar vinnureglur þarf að taka upp hér á landi án þess að hika.  Frekjuhundurinn sem heldur að reglurnar gildi ekki fyrir hann þarf að læra á erfiða háttinn og það er með þeim hætti sem lýst er hér á undan annars heldur hann bara áfram.

Auðvita mundu margir þeir sem yrðu handteknir fyrir að fara yfir línuna brjálaðir og grenja um lögregluofbeldi en því miður fyrir þá, þá væri það réttmætt að snúa þá niður og stinga þeim inn því þeir brutu lög og rifu kjaft við lögregluna.

Hlýðum því reglum þar sem lögreglan er að störfum og gerum þeim vinnuna ekki erfiðari en hún er. 

Þið líka frekjuhundar sem enga virðingu berið fyrir einu né neinu.


mbl.is „Hættu að vera dónalegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar eð Alþingi Íslendinga ógilti stjórnarskrá okkar með því að setja lög sem heimila fólki að stunda landráð þá get ég ekki séð að það séu nein lög í gildi í landinu.  Þar að leiðandi sé ég mér ekki skylt að fara eftir fyrirmælum almenns borgara þótt hann sé klæddur í einkennisbúning. 

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 20:58

2 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Einar: Þetta var á slysstað, hvað ef þessi "almennur borgari í einkennisbúning" sé að gefa þér fyrirmæli til þess að bjarga mannslífum, hann vill bara halda fólki frá því að þvælast fyrir og trufla störf slökkvuliðs- og sjúkraliða. Ekki segja mér að þú viljir ekki fara eftir þeim fyrirmælum útaf því það sé eitthvað prinsipp hjá þér?

Gunnsteinn Þórisson, 8.12.2012 kl. 21:36

3 Smámynd: Jack Daniel's

Held að þessi Einar hafi sýnt og sannað  nákvæmlega það sem ég var að skrifa.

Jack Daniel's, 8.12.2012 kl. 21:38

4 Smámynd: Elle_

Ég er alveg sammála þessum pistli.  Þetta er dólgsháttur fólks sem á að heita fullorðið, gegn lögreglu að störfum, og hvort sem þeim líkar betur eða verr hefur lögregla það vald að loka svæðum.  Það ber að virða.  Það ætti ekki að vera nein vægð gegn þessu.  Verst hvað heimsk stjórnvöld eiga sjálf erfitt með að skilja hvað lögreglan er fjársvelt og undirmönnuð.

Elle_, 9.12.2012 kl. 00:17

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góð grein Jack Daníel´s og Elle ég er sömuleiðis sammála þér.KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.12.2012 kl. 07:39

6 identicon

Það fer nátturulega bara eftir aðstæðum. Ef lögreglan lokaði óhóflega stóru svæði, þá er venjulegt að fólk virði það ekki. Lögreglan virðist stundum halda að, út af því við treystum þeim með valdi, þá meiga þeir nota það í óhófi. Mér sýnist á þessari mynd að þeir hafi lokað þvert á laugaveg. Þegar nóg hefði verið að gefa fólki smá ræmu til að komast. þá hefði ekki verið neitt drama.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 15:12

7 identicon

Svo heimskan og dólgshátturinn var af hálfu lögreglu, eins og venjulega.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 15:16

8 Smámynd: Jack Daniel's

Það er ekki ólíklegt að þeir hafi þurft að loka öllu svæðinu vegna hættu á að eldurinn breiddist út eða af einhverjum öðrum ástæðum.  Þá á fólk bara einfaldega að virða það og taka á sig krók niður á Hverfisgötu eða upp á Grettisgötu.

Það að ryðjast í gegn vegna leti við að taka á sig aukakrók er bara fólki til skammar og sýnir hvað það ber litla virðingu fyrir lögum og reglum.

Lögreglan á að taka harðar á svona dólgum, handtaka og sekta án undantekninga og þá sér í lagi þegar fólk fer að rífa kjaft.

Jack Daniel's, 9.12.2012 kl. 15:33

9 identicon

Ég ætla rétt að vona að viðkomandi fólk var handtekið á staðnum. Ef ekki þá þarf að koma þeim vinnureglum í gang. Einar ''snillingur'' er gott dæmi þá sjálfselsku sem fjallað er um í fréttinni.

Þetta minnir mig svolítið á slysið á seinustu bíladögum á Akureyri. Þar er kallað hátt yfir svæðið að rýma svæðið fyrir sjúkraflutningarmenn en sauðheimski lýðurinn flyktist að til þess að svala forvitni sinni. Mestmegnis krakkar þar á ferð en þó eitthvað af ''fullorðnum'' líka.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 22:11

10 identicon

Þetta er hrykalegt. Íslendingar eru upp til hópa mjög dónalegir og illskeyttir. Því miður. Það verður bara að viðurkennast.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband