Jól á götunni

„Lífeyririnn dugar ekki fyrir framfærslu. Á sama tíma og vöruverð hækkar um 50% standa lífeyrisgreiðslur að mestu leyti í stað,“ segir Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalagsins.

Það er því miður rétt sem hann segir og það sem verra er, að það á allt eftir að hækka svo um munar núna eftir áramótin.  Gjaldskrár hins opinbera hækka um amk 5% og matvara og aðrar nauðsinjar eiga einnig eftir að hækka í verði frá þetta 5 til 15% ef að líkum lætur.  Einnig kemur til lögbundin hækkunn launa hjá þingmönnum, ráðherrum og opinberum starfsmönnum um nokkra tugi þúsunda.  Lögbundin hækkunn á lífeyri almennings verður hins vegar aðeins um 3,9%.  Það þýðir að sá sem fær 100 þús frá almannatryggingum eftir skatt hækkar um rúmlega 1.500 krónur því restin af þessum 3.900 krónum fer í skatt.

Rosalega sanngjarnt meðan liðið í fílabeinsturninum fær 30 til 50 þúsund króna hækkunn á sín laun um áramótin.
Óska þeim gleðilegra jóla með þessu lagi og minni þingmenn og ráðherra um leið á skyldur sínar gagnvart almenningi í landinu meðan það kyngir jólasteikinni þegar aðrir þurfa að nærast á núðlum eða hafragraut.

Hvet fólk til að fylgjast með hvernig texti lags og myndir raðast saman.


mbl.is Margir að komast í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þessu.

Þetta er til skammar.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 17:57

2 identicon

Væla væla væla! Reyndið nú smá helv jákvæðni stundum. Ef allt er svona ömurlegt þá á fólk bara að drulla sér úr landi. Nú eða að drepa sig bara. Haldið þið að menn hafi grenjað svona rosalega í Norður Kóreu eða Kína? Ég efa það!

óli (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 00:02

3 Smámynd: Jack Daniel's

Óli við búum ekki erlendis, við búum hér á íslandi og við erum að benda á hvernig ástandið er hérna.

En það er ágætt að vita hvaða viðhorf þú hefur gagnvart þessum málum og alltaf gaman þegar fólk kemur og gjaldfellir sjálft sig með viðhorfum sínum.

Jack Daniel's, 14.12.2012 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband