Þunglyndi og geðhvarfasjúkdómar eru dauðans alvara.

Þann 20. Okt síðastliðinn var dyrabjöllunni heima hjá mér hringt og fyrir utan stóð sóknarprestur staðarinn.  Hún var komin til að tilkynna mér, að þá um nóttina hefði sonur minn, 19 ára gamall tekið sitt eigið líf þar sem hann var vistaður á Geðdeild Fjórðungs sjúkrahúss Akureyrar.

Heimurinn hrundi.

Ég ætla ekkert að lýsa því sem gerðist þar á eftir og það getur enginn sett sig í spor foreldris sem misst hefur barnið sitt með þessum hætti.  Inni á stofnunn sem á að hjálpa fólki sem á við þunglyndi, kvíðaraskannir og geðsjúkdóma að etja.
Starfsfólkinu var illa bruðið og þeir sem voru á vakt þessa nótt þurftu á áfallahjálp að halda enda hlýtur það að vera skelfileg upplifun, að fólkið sem það á að vera hjálpa og vaka yfir tekst að fyrirfara sér með þessum hætti.

En hverjum er þá um að kenna?

Jú svarið er einfalt.  Stjórnvöldum.
Stjórnvöldum sem skera niður í heilbrigðiskerfinu með þeim hætti, að ungmennum tekst að taka sitt eigið líf inni á stofnunum sem Ríkið rekur og BER ÁBYRGÐ Á!

Það er talað um að 30 til 40 sjálfsmorð séu framin á hverju ári hér á landi og það er 30 til 40 sjálfsmorðum of mikið og stjórnvöld sem eyðileggja heilbriðgiskerfið kerfisbundið með þeim hætti sem hefur verið stundaður síðustu 10 til 15 ár er algerlega óásættanlegur.

Meira að segja í ,,góðærinu" var skorið niður til helvítis af Sjálfstæðis og Framsóknarmönnum og eftir hrun hefur ástandið versnað margfallt.

Minnihlutahópar eins og geðfatlaðir og þeir sem eiga við þunglyndi að stríða eru verst settir í þessu þjóðfélagi.  Þjóðfélagi hinnar ,,norrænu velferðar".

En hvað veldur þunglyndinu hjá almenningi?

Svarið er einfalt.  Láglaunastefna, háir skattar og hreint og klárt okur á nauðsinjavörum og húsaleigu svo dæmi sé tekið.

Ómenntaður einstaklingur sem býr einn og er í fullri vinnu getur lifað sæmilegu lífi með því að vinna frá kl 7 á morgnanna til 22 á kvöldin alla daga vikunar en sá sem fær aðeins sína átta tíma fimm daga vikunnar nær varla endum saman.

Ísland er ekki land velferðar heldur hafta og þrælahalds og þannig verður það þangað til fólk hefur kjark til að rísa upp og krefjast kjara sem eru mannsæmandi.
Heilbrigðiskerfis þar sem skjúklingum er sinnt á mannsæmandi hátt og þeir sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða verður ekki hent út á götu af því þeir passa ekki inn í kerfið.

Á íslandi þarf að taka til hendinni og refsa þeim sem stela.  Gildir þar einu hvort það er öryrkinn sem stelur sér súpupakka af því hann hefur ekki borðað í viku eða útrásarvíkingurinn, bankaeigandinn eða forstjórinn sem skutu tugum ef ekki hundruðum miljarða úr landi eftir að hafa ryksugað bankakerfið og sett þjóðina á hausinn.  Það á jafnt yfir alla að ganga.

Meðan það gerist ekki, verður ekkert jafnræði í landinu, aðeins óréttlæti, illska og óbreytt ástand.


mbl.is Aukin ásókn í geðheilbrigðisþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegasta hluttekning, til þín og allra þinna, Hrafnkell minn.

                                            Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband