White trash or trailer-trash

Fyrirsögnin vísar í það sem útleggst á íslensku ,,Hvítt rusl" og er þá verið að tala um fólk sem býr í hjólhýsagörðum í Ameríkuhreppi og er næst neðst í virðingarstiganum, rétt ofan við útigangsmennina og rónana sem lifa í ræsinu.  Það er litið niður á þetta fólk og það er litið hornauga þegar það fer í verslanir eða sækir sér þjónustu eða eiginlega hvar sem það kemur.  Gert að því grín og það niðurlægt á allan hátt.

Nú eru nokkrir þingmenn búnir að koma því svo fyrir, að í miðborg Reykjavíkur er stór grár kumbaldi vestan við Dómkirkjuna og er hann í daglegu tali nefndur Alþingishúsið.  Þessi kumbaldi er ,,trailer" okkar íslendinga þó þar búi enginn.  En það er líf þar.  Þar starfar fólk sem er búið með hegðun sinni og framkvæmdum að gera sig að White-trash í augum okkar íslendinga og tók endanlega steininn úr í kvöld þegar Þingmennirnir Lúðvík Geirsson og Björn Valur Gíslason gengu til skiptis fram fyrir ræðustól Alþingis með spjald sem á stóð „MÁLÞÓF“ og vísuðu spjaldinu í átt að sjónvarpsmyndavél sem í húsinu er meðan á ræðu Illuga Gunnarssonar stóð í kvöld.

Virðing fyrir þessu hvíta rusli er komin í núllpunkt og þjóðin vill þetta rusl burt.  Það eru landsmenn sem borga launin fyrir þessa vesalinga sem eru komnir nánast neðst í virðingarstigan í þessu landi.  Aðeins ræsisrotturnar og barnaníðingar standa þeim neðar og með sama áframhaldi ná þeir fljótlega á botninn.

Ég vona þingmanna vegna, að þeir fari nú að gera það sem þeir voru ráðnir af okkur lansmönnum til að gera en það er að vinna í okkar þágu en ekki haga sér eins og það heitir í Ameríkuhreppi, White Trash og hugsa um það eitt að púkka undir eigið rassgat.


mbl.is „Báðir hafa orðið sér til minnkunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stjórnarliðar fá ekki lengur óáreittir að fremja yfirgang sinn,þá er stutt í lágkúruna hjá þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2012 kl. 03:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta kom engum á óvart frá Birni Val.

Færri hefðu þó grunað Lúðvík að vera viðlíka smámenni.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2012 kl. 12:56

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Guðmundur við þekkjum þetta með úlfinn í sauðagærunni.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 1.12.2012 kl. 14:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Keli minn, svo kvartar þetta fólk um að það fái ekki nóga virðingu.  Það eru þau sjálf sem sjá gjörsamlega um að tæta af sér alla virðingu almennings með framkomu sinni, lygum og ósannsögli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 15:49

5 Smámynd: Jack Daniel's

Návkæmlega Cesil.  Það gerir sér ekki grein fyrir þeirri einföldu staðreynd, að virðing er áunnin en ekki sjálfgefin.

Jack Daniel's, 2.12.2012 kl. 21:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Keli minn, nákvæmlega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband