Smurolía til matargerðar?

Er það ekki bara nákvæmlega sami samanburður eins og að segja að iðnaðarsaltið sé ekkert hættulegt. Notum bara smurolíu til matargerðar og djúpsteikingar í framtíðinni enda er hún ódýrari en matarolían sem þeir nota í dag.

Eða hvað?


mbl.is Segir iðnaðarsaltið ekki hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Vélar sem notaðar eru í matvælaframleiðslu eru smurðar með feiti sem er sérstaklega vottuð.  Það er eins með iðnaðarsaltið.  Ef iðnaðarsaltið er sérstaklega framleitt og vottað til matvælagerðar þá er ekkert að því að nota það.

Þetta snýst því ekki um það hvort þetta var iðnaðarsalt eða ekki heldur hvort það hafi verið framleitt og vottað til þeirra nota.

Lúðvík Júlíusson, 15.1.2012 kl. 20:02

2 Smámynd: Elle_

Lúðvík ætti ekk að verja notkun iðnaðarsalts til manneldis.  Það getur valdið mönnum stórskaða og var ekki ætlað fyrir menn.  

Elle_, 15.1.2012 kl. 23:16

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Elle, hvar er ég að verja notkun iðnaðarsalts til manneldis???  Ég er að benda á að ef hráefni eða önnur aðföng í matvælaiðnað er til þess framleitt og vottað þá er í lagi að nota það hvort sem það heyri undir vöruflokkinn iðnaðarsalt eða smurfeiti.

Ef vottun vantar og ef hráefnið er ekki framleitt til notkunar í matvælaiðnaði þá er auðvitað bannað að nota það.  Það segir sig sjálft.

Lúðvík Júlíusson, 16.1.2012 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband