Sívælandi, ofdekraðir smákrakkar.
4.2.2009 | 15:40
Er sú lýsing sem kemur upp í hugan þegar sjálfstæðisflokkurinn á í hlut.
Hvert eymdarvælið og níðið kemur frá fólkinu sem skipar þennan ræfillsflokk og er ekki hægt að líkja saman við neitt annað en ofdekraðan smákrakka sem alltaf hefur fengið allt upp í hendurnar og aldrei þurft að hafa fyrir neinu né bera neina ábyrgð á gerðum sínum.
Þetta er eitthvað það verst innrætta pakk sem sem ég hef á æfinni heyrt tjá sig þegar völdin hafa verið tekin af þeim því siðferðið var ekki til staðar hjá þeim hvort sem var.
Endilega haldið áfram vælinu, skruminu, lygunum, dylgjunum og heimskunni því það verður til þess að opna augu kjósenda fyrir því hvernig þið raunverulega eruð.
Hugsandi fólk sem vill gera eitthvað fleira en grilla er löngu búið að sjá hverlsags ofdekruð smábörn þið eruð en þeir sem bara vilja grilla geta haldið áfram að vera heimskir.
Gagnrýna forsetaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll; Keli, og þökk fyrir allt gamalt og gott !
Svo ekki sé nú minnst; á glæpaverk þessarra Hamas afleggjara, Keli minn.
Þrátt; fyrir þetta allt saman, eru einhver 30 - 35% vesalinga, íslenzkra, sem kjósa þess afglapa yfir sig, og okkur hin, reglulega. ''Af því að; pabbi og mamma - afi og amma, kusu FLOKKINN'' , á sínum tíma.
Hvert er; greindarfar, svona fólks, Hrafnkell Daníelsson ?
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:46
þetta er hreinasti hryllingsviðbjóður aumingja fólkið sko í Flokknum
halkatla, 4.2.2009 kl. 15:51
Já drengirnir minir. Sjálfstæðisflokkurinn er undarlegur hópur ofdekraðra barna. Flokkurinn var stofnaður fyrir fyrir hagsmunasamtök fégjarnra athafnamanna. Athafnamenn hafa alltaf verið fégjarnir og það er ekki neinn löstur að berjast fyrir ábata. Hitt er verra þegar þessi hneigð verður að fésýki og menn eru ekki í rónni nema þeir komist yfir auð með lítilli fyrirhöfn. Mér sýnist að uppistaðan í framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins í dag séu ofdekraðir og ofaldir mömmu-og pabbastrákar af báðum kynjum. Þessir krakkakjánar hafa borið sig mannalega og sölsað undir sig þjóðareigur og almannafé í bönkum og sparisjóðum með fulltingi vinnufólks síns á Alþingi. Nú hafa þessi krakkagrey týnt miklu af peningum sínum og lítið eftir handa þeim hjá þjóðinni. Og nú er líka svo illa komið að þeir eiga ekki lengur neinn aðgang að forréttindum nema gegn um gjafakvótann. Honum halda þeir með atbeina fjármálaráðherrans sem virðist þurfa að verja einhverja vini sína í hópi kvótagreifa. "Ber er hver að baki nema..."
En íhaldsbörnin eru alveg ærð þessa dagana og sjá ekki til sólar vegna þess að nú hefur hagsmunagæsla þeirra á Alþingi verið tekin frá þeim. Þetta verðum við að skilja og læra að þola kveinstafina.
Árni Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 16:09
Innil. sammála.
Valdemar Ásgeirsson, LÍF OG LAND.........
Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.