Einræðisherrann hefur síðasta orðið...

Það staðfestir bófinn með þessum aðgerðum að hann er einráður og þarf ekki samþykki þingsins né heldur samstarfsflokkana til að framkvæma það sem honum sýnist.

Bófinn hrökklaðist enn einu sinni úr ráðherraembætti en í þetta sinn hljóp hann í utanríkisráðuneytið og setti tuskudúkku sem hann getur stjórnað að vild í fjármálaráðuneytið og fer svo bara sínu fram eins og venjulega án þess svo mikið sem tala við "vinkonu" sína í forsætisráðaneytinu enda vissi hann vel að hún mundi aldrei samþykkja þessa hjásetu.

Þessi ríkisstjórn er löngu búin að vera og er algjörlega gagns og veklaus með öllu, getur ekki einu sinni tekið á verðbólgunni eða vaxtahækkunum í landinu því sérhagsmunirnir þurfa að ganga fyrir hagsmunum almennings í landinu.

Við erum að sjá nákvæmlega sama ferlið og fyrir hrunið 2008 því aðgerðir stjórnvalda eru nákvæmlega þær sömu og þá og bankarnir fá að níðast miskunnarlaust á lántakendum með gjöldum sem í siðmenntuðum löndum væru umsvifalaust litið á sem hreinan og kláran þjófnað.

Ætla íslendingar að láta þetta yfir sig ganga og mæta á mótmælafundi á laugardögum milli klukkan tvö og fjögur eða ætla þeir einhvern tíma að reka af sér þrælsóttann, meðvirknina, aumingjaskapinn og ræfillsháttinn sem einkennir þá og mæta í stórum hópum á Austurvöll þegar þingið er að störfum, lama atvinnulífið og reka glæpahundana í ríkisstjórninni frá völdum?

Aðrar þjóðir eru farnar að sjá að íslendingar eru engir víkingar, aðeins afkomendur þræla og aumingja sem aldrei geta staðið upp fyrir sjálfum sér.


mbl.is Sérkennilegt að Bjarni og Katrín séu ekki einhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband