Trump er heimskur en þetta fyrirbæri...

Simmi klikk er svo sannalega viðurnefni sem á við um þetta skrípi og ekki er það nú gæfulegt á vitsmunalegum grunni fylgisfólk þessa fyrirbæris.

Bára Halldórsdóttir listaði vel upp hvernig þetta gekk fyrir sig svaraði honum í tíu liðum.

1/ hroki valdastéttarinnar. „Þótt við nánast öskrum dónaskap og spillingaspjalli yfir fjölfarin bar, ætti það ekki að hafa neinar afleiðingar fyrir okkur sem stjórnmálamenn“

2/ kvenfyrirlitning. „Þessi gella var bara kosin af því að hún var nógu sæt, hin er skrokkur sem passar utan um typpið á mér, svo ekki sé minnst á þessa sem er sko meetoo áhætta“

3/ forréttindablinda. „Viljum sko enga öryrkja í sveitastjórn eða á þing. Ekkert sem það pakk hefur upp á dekk að gera“

4/ fornaldar brandarar. „Hommar, hahaha!“

5/ fötlunar fordómar. „Freyja Eyja“

6/ spilling. „Ég reddaði þessum og fæ sko mitt fyrir“ (sjá Karl Gauti í stöðu lögreglustjóra Vestmannaeyja)

7/ karlaklíkan. „Vertu nú ekki að skemma skemmtunina“ Anna Kolbrún skaut einu sinni inní eitthvað til að draga úr gallsanum, en var skotin niður af karli við borðið.

8/ samfélagsstaðan. Ef ég og aðrir hefðum ekki upplifað umræðuefnin á eigin skinni áður, hefði þetta ekki verið upptökuvert. Ég þekkti orðræðuna sjálfkrafa.

9/  Sigmundur Davíð og hin. Enginn neyddi neinn til að segja neitt þarna inni. Þau völdu umræðuefnið og staðinn.

10/ Sigmundur Davíð, Karl Gauti, Anna Kolbrún, Bergþór, Gunnar Bragi og Ólafur. Þau völdu umræðuefnið og staðsetninguna. Ekkert breytir því, ÞAÐ er aðalatriðið, ekki ég eða einhverjar samsæriskenningar. Efni samtalsins á alltaf að vera aðalfréttin.

Held að best væri fyrir Simma ræfilinn að hætta að auglýsa þetta mál svona hvað eftir annað þar sem hann minnir fólk á að þeir þingmenn sem þarna komu saman voru að brjóta lög um þingsköp og hefði í raun átt að refsa þiem fyrir það.

Klikkhausinn er bara of vitlaus til að fatta hvað hann er heimskkur.


mbl.is Veit hver skipulagði „Hlerunarmálið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Keli; sem aðrir gestir, þínir !

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson; hefur fyrir löngu sannað slen sitt og lágkúruhátt, sbr. leiðrjettingar þvæluna 2015 - 2016, sem kom okkur, sem íslenzka Mafían tróð ofan í svörðinn 2008 - 2017 ekki að neinu haldi.

Því miður; er Sigmundur dæmigert rolumenni gagnvart reunverulegum almannahagsmunum - en skítpliktugur þjónn græðgisaflanna og svindlaranna, sem eru að koma öllu hjerlendis til Andskotans, og þegar langt komnir með, sem öllu heilvita fólki er kunnugt.

Af hverju; :: t.d., beitir hann sjer ekki fyrir því, að skrautfíflið suður á Bessastöðum:: Guðni Th. Jóhannesson og fylgifjenaður hans í stjórnmálunum, skuli ekki afhrópaðir, almennilega og opinberlega ?

Jú; svarið liggur í augum uppi.

Sigmundur Davíð; þrátt fyrir kok- hreysti sína í ýmsum fjölmiðlum, vill einfaldlega viðhalda því skítuga stjórnarfari, sem landsmenn búa við - og hafa allt of lengi gert.

Miðflokkurinn; er með öllu gagnslaus almenningi, unz þeir kasti fígúruhætti Sigmundar Davíðs og hans nánustu fjelaga fyrir róða: algjörlega.

Mbkv.; sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.6.2023 kl. 11:35

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Anna Kolbrún er látin, blessuð sé minning hennar, óþarfi að hrauna yfir hana og þau hin. Miðflokkurinn stendur fyrir pólitík sem hjálpar landsmönnum öfugt við pólitík flestra annarra flokka, 4flokkurinn sem hyglar aðeins sínu fólki, sínum peningaöflum og stéttum.

Þið ráðist á Miðflokknum því hann ógnar spillingunni.

Sigmundur Davíð stóð sig betur en Jóhanna í að bæta lífskjörin í landinu. Jóhönnustjórnin sló ekki skjaldborg um heimilin heldur bankana og spillinguna. Lífeyrir til þeirra lægstlaunuðu minnkaði mest í tíð Jóhönnustjórnarinnar og hefur aldrei verið leiðréttur síðan.

Engu að síður er Klausturbarsmálið frægt. Stjórnmálamenn hafa ekki áður verið teknir í bólinu fyrir slíkt orðbragð. Það er samt enginn laus við fordóma. Sá sem ekki hefur fordómana sem birtust á Klausturbar hafa bara einhverja aðra fordóma. Þið vinstrimenn hatið ykkur sjálfa og alla sem ekki eru í tízku af elítunni. Þið viljið skipta um þjóð í landinu. Sjálfshatur er skylt hatri á öðrum. Losnið við ykkar sjálfshatur og þá kannski fyllist þið af þjóðerniskennd sem er góð.

Þið vinstrimennirnir kallið Trump og Sigmund Davíð heimska, einu mennirnir sem ógna ykkur og glóbalismanum. Það er nóg til af heimskingjum sem eru núll, einsog einn á DV lýsir Sigmundi Davíð, og Trump og Sigmundur Davíð ekki núll, heldur menn sem eru kjarkmeiri og betur gefnir en aðrir sem þegja eða eru samdauna spillingunni.

Mest lesna greinin númer 1 á Eyjunni, DV núna í dag, 14. júní er:"Sigmundur segist vita hver skipulagði Klaustursmálið og það sama segir Bára - "Þau völdu umræðuefnið og staðinn."

Af hverju eru vinstrimenn að æsa sig yfir þessu núna? Það er einsog allt í einu sé almenningur sólginn í að lesa þetta og vilji jafnvel endurskoða neikvæða afstöðu til Miðflokksins og Sigmundar Davíðs. Eitthvað hefur DV greinin snert við fólki.

Það er hægt að skipuleggja svona alveg útí þaula. Ef Bára mætti á staðinn, búið að skipuleggja hvað átti að segja og hvar, ef einn svikari í hóp Miðflokksmanna byrjaði að leiða talið að þessu og hinir taka undir.

"Ég veit það líka" skrifaði Bára á Twitter. Er hún ekki að staðfesta orð Sigmundar Davíðs?

Undir DV fréttinni er þvílíkur hatursáróður í garð Sigmundar Davíðs að það er til skammar fyrir alla vinstriöfgapúkana sem taka þátt í því. Þarna er varla eitt einasta málefnalegt atriði sem bætist við heldur endurtekið allt sem var komið fram áður. Ekkert nýtt, bara sama gamla hatrið í garð Miðflokksins.

Málið er að nú vilja landsmenn sýkna Sigmund Davíð og Miðflokkinn, almenningur veit að Miðflokkurinn mun koma þjóðinni útúr þessari kreppu einsog hinni kreppunni sem byrjaði 2008.

Ingólfur Sigurðsson, 14.6.2023 kl. 16:46

3 identicon

Sælir; á ný !

Ingólfur; mætur hugsuðurinn !

Þjer að segja; (sem og öðrum: reyndar) er jeg YST til hægri í stjórnmálunum (sakna enn: Frjálslynda flokksins og Íslenzku þjóðfylkingingarinnar) svo vart telst jeg nú með vinstra gerinu, ágæti drengur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson; SVEIK okkur allmörg, þá hann bljes út leiðrjettingar boðskapinn, það var einungis stóreignafólk, sem þeir Bjarni Benediktsson (Bjarni = Konungur þjófanna) þeir þóttust sjá sjer einhvern hag í, að umbuna.

Miðflokkurinn; eins og hann kemur okkur fyrir sjónir í dag Ingólfur minn, er einfaldlega uppsóp svefngengla, sem bíða eftir að öðlazt einhverja VÖKU staura, langt inni í framtíðinni.

Í heimi Málmiðnaðarins; gegna Snitttapparanir (UNF - UNEF -UNC - BSW o.fl.) þýðingarmiklu hlutverki:: EINN FYRIR ALLA - og ALLIR FYRIR EINN Ingólfur, þ.e. byrjunar / mið og endatappar í sjerhvert verkefni, nema í röratöppunum dugir 1 á móti einum: yfirleitt.

Aftur á móti; í seinni tíma tappaframleiðzlu (fyrir Borvjelina eða Rennibekkinn) sameinast þeir 3, í virkni eins, Ingólfur.

Þannig; vilja allir RAUNVERULEGIR Hægri menn vinna / ekki í pukri sjerhagsmuna og eigingirni og lyga, ágæti drengur.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.6.2023 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband