Nokkrar einfaldar ástæður fyrir blæðingunum

Það hefur löngum verið vitað að hér á landi hefur verið notast við reglugerð um vegalagningu frá 1958 þó það sé ekki á almanna vitorði.  Burarðgeta vega hér á landi er langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem þekkist á hinum norðurlöndunum og íslensku vegirnir því einhverjir þeir lélegustu í evrópu og þó víðar væri leitað.  Vegagerðin og stjórnvöld hafa kappkostað síðustu áratugi að henda krónunni en hirða aurinn þegar til lengri tíma er litið í vegagerð.

Það sem getur valdið því að klæðninu blæðir svona eins og er vel þekkt hér á landi er aðalega vegna þess að tjaran sem er notuð er í lélegum gæðum og ekki nægur herðir í henni.  Ástæða þess að ekki er nægur herðir er vegna þess að klæðningin þarf að vera eftirgefanleg vegna þungaflutningana sem vegirnir eru í raun ekki gerðir fyrir. Hiti og raki spilar einnig þarna inn í en oft er undirlagið sem notað er til vegagerðar ekki neitt gæðaefni, blautt og leirkennt sem veldur því að klæðningin springur og vatn kemst í undirlagið sem oft er moldar eða leirkennt og þar með er fjandinn laus.

Það er stórmerkilegt þegar kemur að ESB og EES reglugerðum að hér á landi er allt tekið upp um leið þegar kemur að ökumönnum og ökutækjum en þegar kemur að vegagerð er því hent til hliðar með þeim rökum að hér á landi séu allt aðrar aðstæður en í Evrópu.  Gáfulegt eða hvað?

Enn eitt atriðið sem vert er að minnast á við vegaklæðningar er ofaníburðurinn eða slitlagið.  Það er notað groddagrjótmulningur, (allt að 12 mm í þvermál) en ekkert fínefni eins og sandur sem mundi binda tjöruna betur í grunninn.  Þetta gerir það að verkum, að þrátt fyrir aðeins 50 km hámarkshraða þar sem nýlögð klæðning er á vegum, koma bílar oft stórskemmdir af slíkum köflum vegna grjótkasts.  Þessi kornastærð á klæðningum, 8 til 12 mm er allt, allt of stór og í raun stórhættuleg.  4 til 6 mm ætti að vera algert hámark og amk 50% af klæðningunni ætti að vera fínn sandur til að binda klæðninguna saman.

Ég ætla ekki að fara út í langar útlistingar, en þar sem ég bjó í Danmörku voru gerðar tilraunir með svona klæðningar og voru þær undantekningalaust til vandræða þangað til búið var að fylla í þær með vissu hlutfalli af fínum sandi til að binda tjöruna betur saman.  Eftir það var farið að nota mun meira af fínum sandi strax við lagningu og valtað í það bæði með víbróvaltara og dekkjavaltara til að fá bindinguna strax í efnin.  Skilaði það sæmilegum árangri en í miklum hitum varð að bera ofan í hjólförin vegna blæðinga.  Eðlilegt þegar vegahitinn var kominn upp undir 60 til 70 gráður.  Hér verða vegirnir aldrei svo heitir en þar sem gæði tjörunnar eru margfallt minni en í Danmörk, þá fer sem fer.


mbl.is Dularfullar blæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Áhugaverð grein sem viðkomandi yfirvöld ættu að skoða...

Eyþór Örn Óskarsson, 19.1.2013 kl. 09:45

2 Smámynd: Jack Daniel's

Ég er sjálfur búinn að vinna talsvert í vega og gatnagerð og hef séð ,,fúskið" sem viðgengst í þeim bransa.  Undirboðin eru svo svakaleg að verktakar reyna að spara sér sem mest með því að nota það efni sem til fellur á staðnum án þess að vinna það meira en þarf.

Einnig er það svo á mörgum stöðum þar sem mýrlendi er undir, þá þarf að passa að vegstæðið dreni sig almennilega  þegar vegurinn er byggður upp, ef ekki er grafið niður á fast, með því að vera með gróft efni vel út fyrir vegstæðin og upp fyrir ,,jörð" áður en fínefnið er sett ofan á svo ekki myndist pollar.  Þetta er alla jafna ekki hugsað um að gera nema að litlu leyti og því fer sem fer.  Vegirnir bólgna upp á veturna þegar rakinn undir klæðningunni frýs vegna vatns sem kemst undir í gegnum sprungur og svo grefst þetta allt í sundur og tætist upp á vorin þegar fer að þiðna.

Gæti skrifað mikið meira um þetta efni og ástæður þess að vegir ,,blæði" en læt þetta duga.  ,,Sérfræðingar" í vegagerð koma til með að skjóta þetta allt í kaf enda er ég ekki háskólamenntaður eins og þeir og þess vegna hvorki má ég eða á að hafa vit á þessu vegna menntahroka þessara ,,sérfræðinga!"

Jack Daniel's, 19.1.2013 kl. 11:06

3 Smámynd: Níels Steinar Jónsson

fyrir utan blæðingar og hundlélegt malbik þá er orðið meiri háttar mál að þrífa bílana sína nú orðið. Það er ekki bara tjara heldur tjöruklessur sem er fjandanum erfiðara að ná

af .

Níels Steinar Jónsson, 19.1.2013 kl. 19:41

4 Smámynd: corvus corax

Fyrir utan athyglisverðar "fræðilegu" skýringarnar hjá bloggara sýnist mér, sem hef ekki hundsvit á vegagerð, að gríðarleg áníðsla á lélegum og illa byggðum vegunum með þungaflutningum sé ein af aðalástæðunum fyrir því að tjaran er hreinlega pressuð út úr klæðningunni. Þetta er svo ótrúlega "dularfullt" og yfirnáttúrulegt að fræðingar vegagerðarinnar hafa aldrei heyrt um annað eins. Ég er ekki frá því að það megi kalla þetta áttunda undur veraldar. En að það skuli ekki hvarfla að Magnúsi Val að þungaflutningar vegi þyngst í málinu er alveg sérstakt rannsóknarefni. Og það er einmitt sérstakt rannsóknarefni hvernig Vegagerðin er mönnuð þegar yfirmaður þar lýsir svona skýrt vanþekkingu sinni á vegagerð. Það er stórkostlega dularfullt og allt að því yfirnáttúrulegt að það skuli vera hægt að manna sérfræðistofnun með mannskap sem hefur nákvæmlega ekkert vit á þeirri sérfræði sem þeim er ætlað að véla um.

corvus corax, 20.1.2013 kl. 07:49

5 Smámynd: Jack Daniel's

Það er alveg rétt hjá þér corvus þetta með þungaflutningana en líka spilar það saman við ónýtt undirlag, lélega tjöru og enga bindingu með fínefni í yfirlagi klæðningarinnar.

Ástæða þess að vegagerðin ber fyrir sig algeru þekkingarleysi og úrræðaleysi í þessu máli er mjög einfalt.  Þeir sjá ekki um vegalagningar eða klæðningar og hafa ekkert með þau mál að gera að öðru leyti en því að reikna út kostnað við vegalagningar, klæðningar og viðgerðir.  Þegar kemur að sjálfum vinnustaðnum sjást þeir hvergi nálægt og þeir vita ekkert um gæði þeirra efna sem notuð eru eða hvernig verkið er framkvæmt.  Það sjá verktakarnir sem bjóða í verkið og fá, algerlega um og þeir hafa sína eigin ,,sérfræðinga" í þeim málum.

Ef einhver verktaki á hinum norðurlöndunum mundi leggja vegi með þeim hætti sem er gert hér á landi, yrði hann látinn grafa allt heila klabbið upp og byrja upp á nýtt samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til vega í viðkomandi landi og nota þau efni sem skylt er að nota ef hann þá héldi leyfinu.  Sú vegalagning sem þekkist hér á landi er einsdæmi í everópu.

Jack Daniel's, 20.1.2013 kl. 08:46

6 Smámynd: Björn Jónsson

Afskaplega fróðlegur lestur, takk fyrir bourbon kall.

Björn Jónsson, 20.1.2013 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband