Veruleikafirring Bjarna Ben og Sjálfstæðismanna

Þann 12. Janúar boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins til fundar í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins, til að ræða komandi kosningar og stefnumál flokksins.  Er fátt annað um þá ræðu að segja, að hún einkennist af veruleikafirringu af verstu sort, áróðri og oftar en ekki hreinni og klárri siðblindu.

Það er vert að fara í gegnum ræðu Bjarna og skoða hvað hann er að segja og túlka það á mannamál því allt sem þar kemur fram er gagnrýni en aldrei er minnst einu orði á með hvaða hætti eigi að leysa þann hnút sem efnahagsmálin eru í.

Það er því svolítið neyðarlegt að lesa yfir þessa ræðu formanns flokksins sem lagði grunninn að stæðsta efnahagshruni einnar þjóðar því strax í upphafi hennar talar hann um að nóg sé komið af því að kenna hruninu um allt sem aflaga hefur farið.  Það er sorglegt að sjá siðferðishrun þessa flokks, fomanns hans, þingmanna og síðast en ekki síst fylgjenda Sjálfstæðisflokksins, afneita með öllu þætti sínum í hruninu og þá sérstaklega þeirri staðreynd að grunnurinn að hruninu er flokknum algerlega að kenna vegna ákvarðanatöku hans, lagasetninga, sölu bankana og aflagningu þeirra eftirlitsstofnanna sem ekki þóknuðust formanni flokksins á þeim tíma eða frá árinu 2002.

Lesa meira...


mbl.is „Við viljum stækka kökuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband