Þingmenn gjaldfella sjálfa sig á hverjum degi
14.12.2012 | 07:53
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, kom norðan úr Eyjafirði til fundarins, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, kom með flugi frá Akureyri til að sitja fundinn. Þá keyrði Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um 100 kílómetra leið heiman að frá sér til að komast á fundinn.
Þeir sem mættu voru: Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður nefndarinnar og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Þeir sem mættu ekki voru:
141 | 2 | av | Björn Valur Gíslason 8, NA, Vg, | |
141 | 7 | av | Jón Gunnarsson 12, SV, S, | |
141 | 3 | av | Jónína Rós Guðmundsdóttir 10, NA, Sf, 2. varaform. | |
141 | 1 | av | Kristján L. Möller 3, NA, Sf, form. | |
141 | 4 | av | Ólína Þorvarðardóttir 7, NV, Sf, | |
141 | 8 | av | Sigurður Ingi Jóhannsson 3, SU, F, | |
141 | 9 | av | Þór Saari 9, SV, Hr, | |
Varamenn | ||||
141 | 11 | av | Árni Þór Sigurðsson 5, RN, Vg, varamaður | |
141 | 15 | av | Ásbjörn Óttarsson 1, NV, S, varamaður | |
141 | 18 | av | Birgitta Jónsdóttir 9, RS, Hr, varamaður | |
141 | 17 | av | Birkir Jón Jónsson 2, NA, F, varamaður | |
141 | 10 | av | Björgvin G. Sigurðsson 1, SU, Sf, varamaður | |
141 | 14 | av | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3, SV, Vg, varamaður | |
141 | 13 | av | Magnús Orri Schram 7, SV, Sf, varamaður | |
141 | 12 | av | Skúli Helgason 7, RS, Sf, varamaður | |
141 | 16 | av | Unnur Brá Konráðsdóttir 6, SU, S, varamaður |
Af hverju kölluðu þessir þingmenn ekki inn varamenn fyrir sig fyrst þeir gátu ekki mætt sjálfir? Var þeim kanski nákvæmlega sama þótt landsbyggðarmenn landsamtakana væru kvaddir á fundinn langar leiðir að með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi?
Sama hver skýringin er, þetta er þvílík vanvirða sem þeir sýna af sér þarna og síst til að auka hróður þeirra eða virðingu fyrir þeim eða alþingi yfir höfuð en samt gaspra þessir sömu aðilar um að auka verði virðingu fyrir alþingi. Nær væri að þeir færu að líta i eigin barm og skoða hvort sökin liggi ekki að hluta til hjá þeim sjálfum þegar kemur að virðingu.
Virðing er nefnilega áunnin en ekki sjálfgefin.
Aðeins tveir þingmenn mættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.