Að líta sér nær

Vissulega er það frábært þegar safnanir af þessu tagi ganga vel og yfir því má gleðjast en, það er alveg með ólíkindum, að það sé aldrei hægt að fara af stað með svona framtak fyrir þá íslendinga sem eiga hvað erfiðast yfir jólin og eiga ekki fyrir mat.
Af hverju ekki koma af stað söfnun fyrir Fjölskylduhjálpina eða aðra sem standa að matarhjálp fyrir fátæka á íslandi?  Jú svarið er einfalt.  Það er ekki nógu fínt.  Það er nefnilega svo flott og fínt að geta titlað sig alheimsforeldri en það er ekkert fínt við það að styrkja íslendinga sem eru upp á náð og miskunn hjálparstofnana komin vegna þess að ekki eru til peningar fyrir mat eða öðrum nauðsinjum.

Sorgleg þróun og sýnir svolítið hvernig íslendingar hugsa.


mbl.is 161 milljón safnaðist á degi Rauða nefsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Keli, þetta getur verið rétt að hluta til.  Það er eins og við horfum aldrei nær okkur, bara frekar langt út fyrir hringinn. 

Hvað varðar fjölskylduhjálpina, þá held ég að verslanir eins og Bónus hafi oft gefið þangað ríflega.  Best væri samt að enginn þyrfti á svona aukaaðstoð að halda hvorki fyrir jól ná á öðrum tímum.  Það er ekki löng hefð fyrir svona ástandi hjá okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2012 kl. 13:07

2 Smámynd: Jack Daniel's

Satt er það, en við skulum alveg átta okkur á hvenær þetta byrjaði í raun og hvaða flokkar voru við stjórn þegar þetta byrjaði fyrir alvöru.

Jack Daniel's, 8.12.2012 kl. 14:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt. Skannar eiginlega allan fjórflokkinn meira og minna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2012 kl. 15:08

4 Smámynd: Jack Daniel's

Aðalega meira en samt er það staðreynd sem má ekki líta framhjá, að á valdatíma Sjálfstæðisflokksins jókst það að fólk þurfti að sækja sér hjálpar og er mér alltaf minnisstætt það sem Davíð Oddsson sagði um hjálparstarfið, að það væru alltaf afætur á ferð sem sæktust í að ná sér í allt ókeypis.  Þá var farið að kanna hvort fólk raunverulegan þurfti á hjálp að halda og var hann gagnrýndur í kaf fyrir þessa skoðunn þó svo viðhlæjendur hans tækju í sama streng.

Staðreyndin er eftir sem áður, að Sjálfstæðisflokkurinn kom þessu á og þetta kemur ekkert til með að batna neitt þó hann nái völdum í vor.

Jack Daniel's, 8.12.2012 kl. 15:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann má hreinlega ekki ná völdum það er bara svo einfalt.  Og grátlegt að hafa horft upp á Jóhönnu og Steingrím spila öll spilinn beint upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokknum. Það er meira en meðal manneskja gæti gert, en þeim hefur sennilega tekist það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2012 kl. 19:01

6 Smámynd: Jack Daniel's

Því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér.  Samt er nú Bjarni Ben duglegur að gera sig að fífli, en betur má ef duga skal.

Jack Daniel's, 8.12.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband