Í öðrum heimi?
8.2.2012 | 08:56
Eftirfarandi má lesa í pistli Ólínu;
En batinn er hafinn og það er bjartara framundan núna, þremur árum eftir þess atburði.
- Halli ríkissjóðs hefur lækkað úr 216 millljörðum króna frá 2008 í 20 milljarða á yfirstandandi ári.
- Verðbólgan hefur lækkað úr 18% í 6%,
- vextir hafa lækkað,
- hagvöxtur er nú orðinn meiri hér en í OECD löndum (var 3-4% á síðasta ári, mun meiri en spáð hafði verið),
- útflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri,
- vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður,
- vöxtur í ferðaþjónustu er sá mesti sem þekkist hérlendis,
- kaupmáttur hefur aukist,
- kjarasamningar hafa náðst,
- skuldirnar lækka sem hlutfall af landsframleiðslu,
- atvinnuleysið minnkar,
- ráðstöfunartekjur hækka,
- jöfnuður hefur aukist í samfélaginu
- og væntingavísitalan hefur hækkað,
- vanskilahlutfall skulda er nú svipað og 2004, sem þótti gott ár,
- heildarskuldir hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu úr 130% í 110%.Sumsé: Ísland er ekki lengur að kljást við efnahagskreppu.
Hvernig fær hún út þessa hluti sem hafa verið litaðir rauðir?
Eina sem ég get sett í samhengi hjá henni er kanski atvinnuleysið en það kemur aðeins til af því, að það hafa svo margir flutt úr landi og fengið vinnu erlendis að þeir að sjálfsögðu teljast ekki með.
En þetta með að jöfnuður hafi aukist sem og kaupmáttur og laun er eitthvað sem á sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum.
Ólína er eins og veruleikafirrtur einstaklingur sem hefur verið í langtímameðferð á lokaðri stofnunn og aldrei lesið, heyrt eða séð fréttir í nokkur ár.
Það er alla vega ekki hægt að segja að hún hafi fylgst með ástandinu í þjóðfélaginu því þannig tjáir hún sig.
Kreppan er nefnilega búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kaupmáttur og ráðstöfunartekjur eru ekki að hækka. Aðilar vinnumarkaðarins bentu réttilega á að það var ekki innistæða fyrir gerðum kjarasamningum og nú horfum við upp á afleiðingar þeirra. Verðbólgan étur upp allar krónutölu- og prósentuhækkanir sem gerðar voru og hún gerir það strax.
Þá hafa heldur ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að milda áhrif olíuverðs á þá starfssemi sem er mjög háð olíunotkun. Þar undir falla allir einyrkjar, smærri verktakar og smáfyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við iðnað, verslun og heimilin í landinu. Allt fer þetta svo beint inn í verðlag sem drepur iðngreinarnar þar sem fólk getur ekki greitt fyrir vörurnar.
Það er með ólíkindum hvað þetta fólk í ríkisstjórn okkar er skemmt í hausnum - að halda öðru eins fram og Ólína gerði er fáránlegt. Hér er fátt gott á uppleið en þess í stað heilmikil áhersla lögð á að blinda sýn fólksins í landinu með útúrsnúningi.
Verðbólgan er að leggja af stað í langferð og hér verður stöðnun í þó nokkur ár til viðbótar.
Kristinn (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.