Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Þá þarf að byrja á að banna.......
28.3.2012 | 12:02
Glæpasamtök verði bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrir foringjan, flokkinn og þjóðin getur farið til helvítis.
26.3.2012 | 12:03
Ég fékk ábendingu um pistil á pressunni og eftir lesturinn varð niðurstaðan sú, að sá sem hann skrifar ætti setjast niður og fara í rækilega sjálfsskoðun. Maðurinn minnir mig helst á ofstækisfullan fylgjanda Hitlers á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.
Maðurinn heitir Jón Ríkharðsson og er togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil.
Pistilinn er hægt að lesa hérna. http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_JonR/hef-eg-eitthvad-nytt-fram-ad-faera
Við lestur þessa pistills langaði mig nokkrum sinnum til að æla af viðbjóði.
1: það sem skilur mig frá öðrum, sem sækjast eftir þingsæti er fyrst og fremst það, að ég ætla ekki að dvelja þar lengur en tvö kjörtímabil, fái ég stuðning til þess.Við vitum alveg að svona yfirlýsingar standast aldrei því þegar fólk hefur fengið völd þá sleppir það þeim ekki aftur.
2: Ef ég kemst á þing, þá mun ég ekkert gefa eftir í vörninni fyrir flokkinn. þá verður það liðin tíð, að vinstri menn geti logið upp á sjálfstæðismenn í fjölmiðlum og á þingi, ég mun reka það allt þveröfugt ofan í þá, á afskaplega kurteisum nótum.
Er þetta ekki dálítið líkt þeirri yfirlýsingu sem nasistar gáfu á sínum tíma? Foringinn, flokkurinn og þjóðin má fara til fjandans? Þegar menn lýsa því yfir að þeir ætla ekkert að gefa eftir í vörn sinni fyrir flokkinn er illa komið fyrir þeim. Þeir ætla sem sé að éta allt hrátt sem hann hefur fram að færa hvursu heimskulegt það er og hvursu illa það bitnar á fólkinu í landinu. Well, verði ykkur að góðu landsmenn ef þið kjósið þetta yfir ykkur.
3: Einnig er það mikið gleðiefni, ef ég fæ tækifæri til að lækka rostann í vinstri flokkunum og fá þá til að hætta að ljúga og fara að kynna sína stefnu.
Gott mál svo sem en ein einstefnan hjá þér. Gagnrýna skal það sem gagnrýna þarf og því ætti það ekki að eiga við um eigin flokk líka?
4: Sagan sýnir það með óyggjandi hætti, að þegar sjálfstæðisstefnunni hefur verið fylgt, þá fylgdu stórfelldar framfarir í kjölfarið.
Og nú ældi ég loksins almennilega. Eigum við að rifja upp hverjir það voru sem seldu bankana og gengu þannig frá hnútum að landið fór nánast á hausinn?
Þegar svona einstaklingar ganga fram með framboð í huga og ljúga eins og þeim sé borgað fyrir það, þá er eitthvað mikið að.
Persónulega finnst mér þessi maður eitthvað sorglegasta dæmið um einstakling sem er orðinn blindaður fyrir áróðri Sjálfstæðismanna og hleypur fram til að verja flokkinn og foringjann. Minnir mig óneitanlega á marga sem fylgdu ákveðnum foringja í algerri blindni á síðustu öld..........