Opið bréf til allra þingmanna, ráðherra og frambjóðenda.

Mig langar að minna ykkur á þá staðreynd, að ég er íslenskur ríkisborgari þó ég sé búsettur í öðru landi og eigi þar lögheimili.
Ég hef rétt til að kjósa og ég hef líka rétt á því að segja mína skoðun á því hvernig Íslandi er stjórnað og hverjir koma að þeirri stjórn og það geri ég með því að greiða atkvæði í kosningum.
Ég er ekki bara atkvæði sem þið kæru þingmenn og frambjóðendur þurfið á að halda þegar kemur að kosningum og getið síðan hunsað þess á milli eins og þið hafið gert undanfarna áratugi.  Ég er hugsandi manneskja og ég man hvernig komið er fram við mig.

Margir þingmenn og frambjóðendur virðast því miður halda að fólk sé gjörsamlega minnislaust og spila á það í framboðsræðum sínum og nota nýliðna atburði til að upphefja sjálfa sig en passa sig á því að halda fortíðinni leyndri sem og afglöpum sínum meðan þeirra flokkur var við völd.  Gott dæmi um þetta eru þeir þingmenn sem sátu við völd þegar grunnurinn að gjaldþroti Íslands var lagður.  Þingmenn þeirra flokka hafa verið hvað duglegastir að gagnrýna þá stjórnmálamenn sem eru nú að reyna að bjarga því sem bjargað verður en forðast að horfast í augu við þá ábyrgð sem þeir sjálfir og flokkur þeirra ber þó svo það sé auðséð fyrir allt sæmilega vel gefið og hugsandi fólk.

Það er einnig virkilega niðurdrepandi fyrir þjóðina að horfa upp á þingmenn og frambjóðendur í endalausum sandkassaleik þar sem það virðist keppikefli að ata andstæðinga sína sem mestum aur, gagnrýna allt sem þeir gera, segja og framkvæma án þess að koma með nokkur einustu rök eða þá í versta falli hreinlega ljúga og það gegn betri vitund haldandi að kjósendur taki ekki eftir því eða gleypi það gagnrýnislaust.  Slíkir frambjóðendur gera þjóðinni ekkert gagn.

Ef frambjóðendur, þingmenn og þeir sem gefa sig út fyrir það, að fara á þing til að starfa fyrir þjóðina þá skulu þeir gera það af hreinskilni, heiðarleika og með hag þjóðarinar að leiðarljósi en ekki með því hugarfari sem nú virðist ríkjandi hjá þeim, að þingmennska sé einhver keppni þar sem einungis sigur í eigin þágu skiptir máli.  Slík framkoma er vanvirðing við þjóðina og gerir það að verkum að við fáum ekki aðeins vonda þingmenn og ráðherra, heldur líka heimskuleg lög sem þjóna engum hagsmunum þjóðarinar sem slík, aðeins þingmanninum sem lagði þau fram því hann hafði sigur í málinu.  Heimskulegt, barnalegt og bjánalegt svo ekki sé meira sagt.

Þeir frambjóðendur sem eru að reyna að ná atkvæðum kjósenda með þessu hugarfari, það er að segja að líta á þingmennsku sem einhverja keppni í að ota sínum tota eru því vinsamlegast beðnir um að draga framboð sitt til baka hið snarasta því þeir eru ekki hæfir til að vinna fyrir þjóðina að  hagsmunum hennar.  Þeir eru skemmdarverkamenn sem koma engu góðu til leiðar og skemma störf þingsins með þessari hegðun sinni og koma í veg fyrir að hægt sé að reisa Ísland upp úr þeirri öskustó sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komu þjóðinni í með einka(vina)væðingu sinni.

Þeir frambjóðendur og þingmenn sem hamra hvað mest á því hvað núverandi stjórn hefur gert mikið ógagn ættu að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað þeir gerðu þegar hrunið blasti við um mitt ár 2008 og skammast sín svo því þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt og eru því í mínum huga person non grada.  Auðnuleysingjar og afætur á íslensku þjóðinni sem þeir hafa skuldsett kynslóðir fram í tíman með því að láta örfáa einstaklinga komast upp með að ræna íslensku þjóðina aleiguni og setja hundruðir fjölskyldna á vonarvöl.  Skömm þeirra verður mikil þegar sagan verður gerð upp með tíð og tíma.

Mér sem íslendingi ofbýður sú vanvirðing sem margir þingmenn og frambjóðendur sýna almenningi með hegðun sinni.  Í stað þess að endalaust berja á andstæðingum sínum væri þeim nær að fara að setjast niður og vinna saman að því að leysa vandann sem allir landsmenn þurfa að horfast í augu við um þessar mundir og hætta að líta á pólitík sem kappleik þar sem aðalatriðið er að hafa sigur.  Slíkt hugarfar er brenglun og á ekki við.

Að lokum langar mig að biðja þá sem bjóða sig fram til þings eftir 6 daga að muna það, að það er hugsandi fólk sem kýs ykkur til að starfa í sína þágu en ekki bara atkvæði.

Með vinsemd en takmarkaðri virðingu,
Jack Hrafnkell Danielsson.
Danmörk.

P.s.
Þess ber að geta að ég skilaði auðu.


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta er gott hjá þér, enn að skila auðu er eitthvað svo tilgangslaust.  

BrynleifurSiglaugs son (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Jack Daniel's

Alls ekki því með því að skila auðu ertu að segja að þér hugnist engin þeirra sem býður sig fram.
Sitjir þú heima ertu að gefa sitjandi stjórn atkvæði þitt.

Jack Daniel's, 19.4.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Offari

Sæll Keli. Ég vildi bara benda þér á að Framsókn er hætt í þessum sandkassaleik. Ég veit reyndar að þú ert ekki sammála mér en svo má nefna að Evrópusinnaða Borgarahreyfingin finnst mér líka vera laus við sandkassaleikinn þótt eig ég sé sammála þeirra lausnum.

Ég hef hinsvegar ákveðið að þeir flokkar sem byggja kosningarbáráttu sína

á því að benda á óágæti annara fá ekkert x frá mér.

Offari, 19.4.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: Jack Daniel's

Einfaldlega ekki rétt hjá þér vinur minn og má lesa hérna og hérna hvernig sumir þingmenn/frambjóðendur Framsóknar haga sér vitandi um hvernig þeir skertu og skertu þjónustu við börn, aldraða, sjúklinga, öryrkja og atvinnulausa á sínum valdatíma.

En sumir sjá bara með blinda auganu.

Jack Daniel's, 19.4.2009 kl. 10:31

5 Smámynd: Sigurjón

Hvað með Borgarahreyfinguna?  Ég ætla að gefa henni tækifæri...

Sigurjón, 19.4.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Offari

Keli ég er með skerta heyrn og heyri bara það sem ég vil heyra. Ég viðurkenni vel að það dæmi sem þú nefnir er gagnrýni á annan flokk og hef staðið þá manneskju áður að slíku háttarlagi.  Framsóknarflokkurinn er ekki laus við þennan vanda frekar en aðrir. Borgarahreyfingin hefur viljað fara í aðildarviðræður og því ekki komið til greina hjá mér.

Offari, 19.4.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband