Þreytt bloggkerfi og komið að fótum fram.

Ástæða þess að ég hef ekki nennt að blogga hérna er vegna þess að þetta kerfi er orðið of þungt og svifaseint.
Það er nánast undantekning ef síða kemur upp ef maður smellir á hana, venjulega kemur bara hvítur auður skjár eftir hálfa til eina mínútu. Að vísu dugar að ýta F5 takkann til að fá hana upp en það getur þurft tvö til fimm skipti til.
Sama er að segja um athugasemdakerfið.  Maður skrifa athugasemd og ýtir á senda en eftir hálfa til eina mínútu fær maður hvítan auðan skjá.  Þá er það F5 og enter til að resend message.  Dugar í þriðja til sjöunda sinn ef maður er heppinn.
Að senda inn færslu er EKKI gaman.  Maður skrifa færslu og ýtir á Vista og birta og svo bíður maður trommandi í korter án þess að nokkuð gerist.  Jú það hringsnýst merki og fyrir aftan það stendur skýrum stöfum að verið sé að vista færsluna.  Aldrei kemur upp að vistun sé lokið og færslan birt.  Þá smellir maður á nafn bloggsins, í þessu tilfelli keli.blog.is og athugar hvort eitthvað hafi komið inn.  Það er ekki og þá bakkar maður með viðkomandi hnappi og reynir síðan aftur að vista og birta færslu.  Þetta þarf kanski að endurtaka allt að fimm sinnum áður en færslan birtist.

Svona böggar og vesen eru ekki bjóðandi manni og ég er hættur að nenna að blogga hér nema í algerri neyð og veit um fleiri sem þola ekki þetta vesen.
Sama er með athugasemdir.  Ég nenni ekki að kommenta hjá fólki út af veseninu og tímanum sem þetta tekur.

Mín niðurstaða er sú, að þetta kerfi er að drulla algerlega á sig.  þar að auki fer alveg gífurleg bandvídd í allt þetta ógeðslega flash auglýsingafargan sem hreinlega drepur alla vafra og tölvur á stuttum tíma.
Ég segi bara goðunum sé lof fyrir Logatófu og AdBlock sem gerir mér kleyft að losa mig við allar auglýsingar eins og þær leggja sig.

En það breytir því ekki að þetta bloggkerfi er að skíta algerlega á sig.


mbl.is Færslur á blog.is sendar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Keli minn !

Kannski; ofhleðslan, á spjallsíðum nýrra frambjóðenda; sukk flokkanna, eigi þátt í, að þyngja á helvítis draslinu, meðal annars ?

Sem þeir hætta svo; að pára á, á kjördag, helvízkir.

En; án alls gríns - í Maí mánuði, næst komandi, er ár liðið, síðan ég var aftengdur á fréttir Mbl. - Hádegis móa Guðdómsins. Hefi ei; gert þeim það til geðs, að kanna, hvort sú tenging væri virk, að nýju - og ætla mér ekki að gera, nema alvöru ritstjórn kæmi, að andskotans blaðinu, og vefnum, á nýjan leik. Sem; ekki eru sterkar líkur á, þessa dagana, svo sem.

Hafðu það; sem allra bezt, gamli vinur og félagi - og gangi þér allt í haginn, suður í álfu.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

p.s. Nýr sími: 618 - 5748, hvar ég komst upp á kant, við Síma fjandann, vegna óbilgirni þeirra - í samningum.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband