Gullfiskaminni Sigurðar Kára er greinilega mun alvarlegra heldur mann hefði grunað.
9.2.2009 | 19:39
Það er makalaust að hlusta á bullið sem vellur upp úr þessum vesalings manni. Maður getur varla annað en vorkennt þessu greyi fyrir þá staðreynd, að í hann vantar greinilega heila.
Það er því rétt að minna hann á það, að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við stjórnvölinn í 18 ár. Átján ár!
Hvað er Samfó búin að vera lengi við stjórnvölinn?
Sigurður Kári Kristjánsson reynir að bera bull og kjaftæði fólk og heldur sig komast upp með það. Það er flokkurinn hans sem sigldi hér öllu í kaldakol ásamt Framsóknarflokknum.
Held að þessi stuttbuxnalúser ætti að hafa vit á að grjóthalda kjaftinum á sér saman og vera talinn heimskur í stað þess að opna hann og taka af allan vafa þar um.
En! ÚPPS!
Það er of seint.
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur greinilega ekki mikið álit á sjálfstæðismönnum. Verst finnst mér þó hvað þú berð litla virðingu fyrir Framsóknarmönnum veistu ekki að það er ljótt að stríða minnimáttar?
Offari, 9.2.2009 kl. 20:14
hahAhAhA - innilega sammála þér JD - það vantar greinilega í hann heila. Ég er alveg í losti yfir þessari yfirlýsingu hans: "það er ekki hægt að klína efnahagshruninu á Sjálfstæðisflokkinn" - ég meina... hvað er að manninum? Kapítalisminn og hagkerfi Vesturlanda er algjörlega hrunið og hann segir ekki klína sök á okkur kapítalistana... vantar greinilega heila í þennan mann og þá fleiri en einn heila...
Imba sæta (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:30
Það kom nú berlega í ljós í Kastljósþætti hér um daginn,þegar þeir áttust við hann og Árni Páll,að hann er algjörlega heilalaus þessi maður.Hann gat aldrei meðtekið það,að ef skattahækkun yrði sett á,þá yrði það á þessa hátekjumenn,sem sagt fleira en eitt skattþrep.Ég vorkenni mönnum alls ekki sem eru með tug miljóna í árstekjur að borga hærri skatta ,en þeirra sem minna meiga sýn.En eins og einn bloggaði hér um að það væru enn bleyjuför á honum,þá er kanski ekki við miklu að búast frá honum,er sennilega í sandkassaleik ennþá.
Hjörtur Herbertsson, 9.2.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.