Hvaða fáviti er höfundur þessarar fréttar?
13.1.2009 | 18:33
Það er greinilegt að þetta er tölvupóstur en ekki frétt.
Lögreglan sendir póst til ,,blaðamanns" á vakt og hann afritar skilaboðin úr innhólfinu hjá sér og setur á fréttvef MBL.
Það eru svona bölvuð djöfulls aumingjavinnubrögð sem einkenna blaða og fréttamannastéttina í dag. Hugmyndasnauðir og steingeldir ræflar sem ekkert geta komið með og hafa ekki einu sinni burði til að lyfta upp símtólinu og fá einhverjar gagnlegar upplýsingar eins og hvaða eignaspjöll eigi að sekta fyrir og eins að fá svör við því sem kemur hér fram á einu bloggi, (tapaði því miður slóðinni á það) að þessar eftirlitsmyndavélar sem sagt var að fólkið hefði átt að hafa skemmt hafi verið skemmdar fyrir þennan meinta atburð.
Það er komin tími til að þessir copy/paste ræflar á fjölmiðlunum fari annað hvort að vinna vinnuna sína eða leita sér að nýrri vinnu.
Svona blaðamennska er fyrir löngu orðin ólíðandi með öllu.
Mótmælendum sleppt eftir skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég mundi fara gætilega með orðbragðið, það er ekkert ólíklegt að viðkomandi blaðamaður lesi þetta blogg hjá þér, og hefur sennilega ekki gaman að því að vera kallaður fáviti.
Annars held ég að eina leiðin til að breyta orðalaginu á þessari frétt sé að lengja það og held að það sé allt í lagi að fá svona fréttir beint, gegnum enga milliliði.
Axel (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:54
Þetta er ekki frétt og já, ég vona að hann lesi þetta og fari aðeins að hugsa um hvað eru fréttir og hvað er innihaldslaust kjaftæði, því þessi ,,frétt" er það svo sannarlega.
Jack Daniel's, 13.1.2009 kl. 19:13
Ofan á allt þá held ég að myndin sem birtist með fréttinni sé frá öðrum mótmælum, þ.e.a.s. gegn stríðinu á Gaza. Þarna sést meðal annars fáni að ég held Palestínu og slagorðið "Stöðvið helförina" (sýnist mér). Þar er aldeilis fagmennskan og 'fact-checking' í botni, eða þannig
Axel; ert þú í forsvari blaðamanna mbl.is ? Hver sá sem setur þessa frétt inn er nú greinilega ekkert að drepast úr metnaði og mætti alveg fá að heyra það, að mínu mati.
Sammála fyrsta ræðumanni; þetta er steingelt. Var þetta sumsé öryggismyndavél..? Fannst sem ég hefði heyrt að meint myndavél hefði svo ekkert skemmst og meintum sakborningum hefði verið hleypt út ? Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það, sem var einhvers staðar hér á blogginu. Skal reyna að finna slóðina.
-Jóna Svanlaug.
kiza, 13.1.2009 kl. 19:16
Var myndavélin örugglega skemmd? Seig hún ekki bara niður vegna þess að stilliskrúfan var ekki nógu vel hert? Það er allsstaðar verið að leita að höggstað á mótmælendur. Þess vegna verður að fara varlega.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:43
Blaðamaðurinn er bara að fylgja ákveðnu máli eftir. Það er ekkert meira að segja um þetta í bili. Hann hringir í lögreglu og spyr hvort þeir séu enn í haldi fær svar og segir þá bara frá því sem síðast var að frétta af málinu.
Hilda (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:53
Ég er örugglega höfundurinn að þessu öllu saman.
Offari, 13.1.2009 kl. 23:45
Málið er að myndavélin var skemmd fyrir þessi mótmæli og þess vegna var fólkinu sleppt. Ef fjölmiðlar ætla ekki að leiðrétta þetta hið snarasta, hlýtur að vera hægt að kæra, eða gera eitthvað róttækt í þessu. Óþolandi að sjá hvernig fréttaflutningur af mótmælunum er oft snúið gegn mótmælendunum.
Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 23:51
ég alla vega skemmdi enga myndavél og er ein af þeim sem var handtekin ... en umrædd vél er öryggismyndavél sem er föst á vegg á alþingishúsinu
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.