Friðarspillinum og öfgamaninum tókst ekki að spilla fundinum.

Ástþóri tókst ekki að hleypa fundinum upp þó svo nokkrir á svipuðu þroskastigi og hann hafi hlaupið út í fýlu á eftir honum þegar honum var hent út af fundinum.

Björn Bjarnason verður stimplaður gunga ársins fyrir að þora ekki að mæta nema það hafi verið fyrir ofan hans virðingu að tala við fólkið í landinu.  Reyndar er það svo með Björn, að þegar spjótin standa á honum þá leggur hann á flótta eins og ragur hundur með skottið á milli lappana og bloggar svo um skrílinn á heimasíðu sinni.  Kæmi mér ekki á óvart þó þetta bleiðmenni væri nú þegar að vinna að einni slíkri grein þar sem hann úthúðar kommapakkinu sem stendur fyrir mótmælum af sínum alkunna hroka og aumingjaskap.

Önnur frétt á öðrum miðli.

Enn og aftur gott að fundurinn leystist ekki upp í vitleysu þrátt fyrir viðleytni Ástþórs til þess.


mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf virkilega að ritskoða Ástþór, mátti ekki bara lofa honum að segja nokkur orð?  Er hann orðinn sameiningartákn anarkista og lögreglu?  Óvinurinn sem sameinar?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Jack Daniel's

Já það þarf að loka á svona spamara eins og hann því hann póstar heilu greininum inn á kommentakerfið.  Það er bara gjörsamlega ólíðandi með öllu.

Ætla samt að breyta og setja hann undir eftirlit ef það er hægt.

Jack Daniel's, 8.1.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég var einn af þeim á fundinum sem greiddu því atkvæði að leifa Ástþóri að tala, af fovitni einni saman. En ég skil afhverju hann fékk ekki að tala, þetta var siðmenntaður fundur og hann kom æðandi inná miðjan fund og reyndi að stela orðinu. Að mínu mati var hann ekki einn af fundargestum og því skiljanlegt að fundarstjóri leifði honum ekki að tala. Ég gat ekki betur séð en að allir aðrir sem báðu um orðið fengu að tala.

Ég skrifaði færslu áðan og lauk henni á því að segja að ef Ástþór myndi spamma síðuna mína myndi ég loka á hann. Hann skrifaði athugasemd án þess að spamma þannig að hann virðist hlusta á tilmæli.

FLÓTTAMAÐURINN, 8.1.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Jack Daniel's

Ég hika ekki við að eyða spami frá honum en hann getur skrifað hérna.
Persónulega þoli ég ekki manninn og er algerlega á þeirri skoðun að það sé eitthvað verulega mikið að honum í toppstykkinu.
Kallandi sig friðarsinna en elur á ófriði og illsku hvar sem hann skrifar eða kemur.

Á slíkum mönnum er lítið mark takandi.

Jack Daniel's, 9.1.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nákvælega það sama og ég geri Jack Daniel´s. Það er óþolandi þegar fólk kemur með spam á bloggið mans og ég tala nú ekki um upphrópanir og ásakanir. Ég er búinn að læsa fyrir Ástþór. Þessi maður er að skemma allt það góða sem kom út úr þessum fundi - allir að blogga um hann og vitfirringuna sem knýr hann áfram (og líka ég).

Þetta var frábær fundur og mikil sómi af Stefáni og Geir Jóni. Ég er a.m.k. ekki jafn viss um að lögreglan sé eins spillt - pólitískri spillingu - og ég var fyrir þennan fund! Við meigum nefnilega ekki gleyma því að yfirmaður þeirra er Dómsmálaráðherra og hann getur verið úr hvaða flokki sem er - þeir verða að hlýta honum!

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 02:00

6 Smámynd: Offari

Mér er alltaf meinilla við að tala illa um forseta friðarins. Ég get svo sem samþykkt að aðferðir hans við að ná athygli virka svoldið klikkaðar á mig en hver veit ef hann nær fram friði með sínum aðferðum ætla ég ekki að banna honum það.

Offari, 9.1.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband