Ástþór einu sinni enn?
8.1.2009 | 22:01
Ég verð nú að segja að þetta lítur út eins og Ástþór Magnússon ófriðarsinni og öfgamaður.
Það væri alveg eftir honum að reyna eitthvað slíkt í kjölfar þess hvernig hann bloggar í gríð og erg. Annars er það fyndið hvað fáir eru farnir að kommenta hjá honum enda ritskoðar hann allar umsagnir og bannar fólki hægri og vinstri að skrifa umsagnir. Engu betri orðinn en Björn Bjarnason og fleiri hrokagikkir sem þola ekki að þeim sé mótmælt eða fólk sé á annari skoðun en þeir.
Samt leiðinlegt að sjá þegar er verið að reyna að koma skipulagi á mótmælin í heild sinni að það skui vera þar Ólafara og Guðmundar Kelmentz sem sjá sér hag í því að skemma og eyðileggja samstöðu þeirra sem sjá í raun það óréttlæti sem þjóðin býr við hvar eru getulausir ræflar við stjórnvölinn sem hygla sér og sínum og ætlast til að almenningur borgi brúsann.
Hörður á skili hrós fyrir að hafa tekist að róa fólk niður svo hægt væri að ræða málin án þess að þetta færi út í að líkjast knattspyrnuleik hvar boltabullurnar keppast við að hrósa ljótustu brotum sinna manna á andstæðingnum. Slíkt á ekki við í umræðum og ber þeim sem það gerir merki um algeran vanþroska og bleiðmennsku. Málin á að ræða og reyna að finna lausnir en ekki keppast um hver sigrar því það er ekki um neinn sigur að ræða í svona málum.
Hafið það í huga.
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flokkast ofangreind athugasemd ekki undir spam?
Björn Gísli Gylfason, 8.1.2009 kl. 22:08
Jú og hefur verið fjarlægð og notandi bannaður. Maðurinn er rakið fífl og mér er meinað að skrifa athugasemdir hjá honum og hann spamar ekki heilu greinunum inn á mitt blogg. Þessi vanviti getur bara verið á sínum eigin síðum og spamað þar. Vil ekki sjá hann hingað þennan friðarspilli og rugluldall.
Annars kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér í titlinum. Þetta var Ástþór sem mætti þarna í jólasveinabúning til að reyna að hleypa upp fundinum. Þvílíkt fífl sem hann er.
Jack Daniel's, 8.1.2009 kl. 22:38
Gott....hvað á svona dólgsháttur að þýða?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:21
Ástþór ég er með eina spurningu til þín.
Heldur þú virkilega að þú náir til fólks með þessum hætti?
Jack Daniel's, 9.1.2009 kl. 00:13
Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Ég gekk að dyrunum, fjöldi svartklæddra öryggisvarða í skeggræðum og ég smeygði mér hljóðlega framhjá þeim grímuklæddur sem jólasveinninn.
Barði stafnum hennar mömmu minnar sálugu í gólfið og hrópaði "Fær jólasveinninn að tala hér?"
Mikið fát kom á Gunnar leikstjóra sem hótaði að slíta fundinum ef jólasveinninn fengi orðið. Ekki mátti heldur afhenda lögreglustjóra kærugjafir úr poka sveinka.
Eftir vel æfðum handabendingum af leiksviðinu var ég um leið umkringdur svartklæddum öryggisvörðunum sem tóku sig til og í orðsins fyllstu merkingu báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi undir hrópum mínum "Það er verið að bera jólasveininn út af fundinum"
Þegar út í bíl var komið og búið að taka niður skegg-grímu sveinka komu aðvífandi nokkrir fundargesta og sögðu að búið væri að "kjósa þig" inná fundinn. Ég gekk með þeim til baka að hurð leikhússins en þar biðu þá aftur öryggisverðirnir, nú ekki eins utangátta, og vörnuðu mér inngöngu.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um leiksýninguna Opinn borgarafund?
Útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
4.12.2008 | 00:21 Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.
5.1.2009 | 15:51 Hvar á ég heima? Áhugaverð grein um pólitíska hugmyndafræði sem þarfnast skýringa.
3.1.2009 | 12:29 Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
3.1.2009 | 19:37 Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Jónas Jónasson, 9.1.2009 kl. 00:50
hihihi
Jónas Jónasson, 9.1.2009 kl. 00:50
Mér finnst merkilegt að Ástþór í jólasveinabúning er sagður geðtruflaður, en kona sem telur sig vera norn fær að vera frummælandi á þessum fundi...
Þarna kemur auðvitað berlega í ljós að ,,aðgerðarsinnum" finnst í lagi að mótmæla með ofbeldi og skemmdum, en vei þeim sem ,,krassar" OPINN borgarafund hjá þeim... Hræsnarapakk er orð sem mér dettur í hug.
Sigurjón, 9.1.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.