Friðarsinninn og forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon eys úr skálum reiði sinnar.
13.12.2008 | 11:07
Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon fer mikinn á spjallsvæðinu á Málefnin.com um þessar mundir og eys þar skít og drullu yfir nanfleysingja sem og aðra sem þar skrifa. Ekki bætir nú úr skák, að friðarsinninn sjálfur virðist haldin bæði yfirgengilegri paranoju, (ofsóknarbrjálæði) og fordómum og fer lítið fyrir friðarvilja á þeim bænum.
Það er merkilegur fjandi, að maður sem kallar sig friðarsinna skuli gera í því að æsa fólk upp á móti sér og væna það að auki að um að skrifa undir fölsku flaggi með því að reyna að fletta því upp í þjóðskrá.
Ég hef ekki haft mikið álit á Ástþór og frekar brosað út í annað vegna uppátækja hans, en eftir það sem hann hefur skrifað í dag, þá held ég í sannleika sagt að hann ætti að leita sér hjálpar hjá sérfræðingum því aumingja maðurinn gengur ekki heill til skógar.
Nánar má lesa um upphaf og umræður með því að smella hérna.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Tónlist, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Keli, þú sem ert greinilega ekki til, maðurinn (ef mann skildi kalla) er nottla alveg búinn að tapa sér, en þetta var skemmtileg lesning í amstri dagsins! Hvernig er í dk? verð að segja að maður saknar pínu að vera í dk, sérstaklega um þessar mundir þegar að maður sem er staddur í hong-kong má ekki hósta þá hækkar það húsnæðislánin okkar!!og vanhæfir menn stjórna öllu á landinu, og frændur þeirra og vinir!
Gísli D Sævarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:54
Sæll Gísli minn og gaman að heyra frá þér.
Það gengur bara vel hérna hjá manninnum sem ekki er til, eða þannig
Stýrivextir enn að lækka hérna og lánin ekkert að sliga mann og launin fín og nóg vinna. Maður er bara hissa á að fólk skuli ekki vera búið að gera blóðuga uppreysn á íslandi en það er bara sönnun fyrir því að íslendingar eru komnir af þrælum eftir allt saman en ekki víkingum og berserkjum.
Jack Daniel's, 16.12.2008 kl. 14:13
Já það hlítur að fara að koma að því að eitthvað gerist, held að ástandið versni lítið þó að þetta lið verði allt borið út með valdi, og landið stjórnlaust á meðan að nýtt fólk er að koma sér fyrir í stólunum, þá meina ég að það fólk sem tekur við verður að vera alveg laust við pólitík, hljótum að eiga fullt af hæfu fólki til að stjórna, ef ekki þá bara ráða óháða útlendinga til að stjórna, það allavega getur ekki verið verra fyrir almenning!
Gísli (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.