Reyndar rétt að hluta til en....

....kvótakerfið hefur ekki skilað neinu af því sem fyrsta grein laga um sjávarútveg segir.
Fyrir það fyrsta þá tala allir um eign útgerðana þegar í raun það er þjóðin sem á auðlindina.
Í öðru lagi segir; "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu."
Hefur það verið raunin síðan kvótakerfinu var komið á?
Nei, þvert á móti hafa margar byggðir og mörg sjávarpláss hreinlega farið í eyði eða svo gott sem vegna þess að það hefur nákvæmlega ekkert verið gert til að halda þeim í byggð, td. með því að efla strandveiðar og smábátaúterð þar esm hefði verið hægt ef vilji hefði verið til, að byggja upp fullvinnslu á smærri stöðum en í staðin hefur hraéfni verið landað, sett í gáma og flutt erlendist til fullvinnslu. Þúsundir starfa flust úr landi vegna þessa, byggðauppbygging engin.

1. Grein um stjórn fiskveiða er algjörlega skýr og það þarf ekkert að ræða það frekar. Útgerðirnar með dyggri aðstoð stjórnvalda hafa lagt fleiri byggðir í eyði, rústað lífi fjölda fólks og skilið eftir sig sviðna jörð.

Gvendur vinalausi segir bara brot af sannleikanum og staðreyndum sem liggja fyrir og hægt er að skoða með lítilli fyrirhöfn ef fólk nennir því væri farið eftir, þó ekki væri nema þessi eina lagagrein þá sést að þjóðin er arðrænd af stórnvöldum og útgerðargreifunum í landinu.

 


mbl.is Við vorum eiginlega gjaldþrota árið 1983
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband