Lög á stéttarfélög og banna verkföll?

Hann þarf ekki að þræla sér út í tveim vinnum þessi bölvaði hundslappi auðvaldsins og mafíuflokksins til að eiga fyrir leigu og nauðsynjum út mánuðinn.

Það er til skammar fyrir svona hottintotta að mæta í viðtal og halda því fram að það þurfi að ganga á stjórnvöld til að setja lög á verkföll þeira sem lægst hafa launin í landinu.  Nei, það þarf bara að semja um laun sem þessi fyrirtæki hafa alveg efni á að borga.  Laun sem duga til framfærslu í þeirri brjálæðislegu verðbólgu og útgjaldaaukningu sem er í gangi þarna á skrípaskerinu.

Verði það hins vegar úr að það verði sett lög á verkfallið þá getur Katrín Jakobsdóttir kvatt alþingi fyrir fullt og allt því þingflokkur VG kemur til með að þurkast út í kjölfarið.

Ef það væri nógu sterkur vilji fyrir því og af lagasetningu verður þá spyr maður hvort það ætti bara að setja slík lög á Eflingu eða hvort þau yrðu þvert á línuna á öll stéttarfélög sem eru innan ASÍ og SGS?
Hvað ætli mundi gerast í kjölfarið?

Sennilega yrði það til þess að aldrei yrði hægt að semja við SA framar um bætt kjör og hærri laun því þeir mundu bara setja fram sínar kröfur, standa síðan bara fast á þeim þó svo verkalýsðfélög væru samningslaus árum saman eins og gerðist með sjómenn sem voru samningslausir í 10 ár.

Er ekki komin tími til að fólk fari að standa saman í því að lama bara þjóðfélagið almennilega og fara í allsherjarverkfall þangað til búið er að semja við Eflingu?

Aumingjaskapurinn er svo algjör þegar það kemur að samstöður og samvinnu hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar á Íslandi að það er til háborinar skammar.


mbl.is Lög á verkfallið óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband