Að skríða fyrir auðvaldinu og sleikja skósóla þess

Grindavíkurhöfn. MYND: Grindavík.is

Grindavíkurhöfn.
MYND: Grindavík.is

Það verður að segjast eins og er með okkur íslendinga, að þegar upp er staðið þá er sjálfstæði einstklinga ekki meira en svo að þegar einhver “höfðinginn” heimtar, þá bugtar skríllinn sig í duftið og sleikir skósóla skíthælsins.

Þannig er því farið í Grindavík þegar hafnarstjórinn á svæðinu skreið fyrir auðvaldinu í aumingjaskap sínum í stað þess að standa við gefin loforð.
Málvextir eru þeir, að ónefndur þingmaður var með heimtufrekju og fékk sitt í gegn.

Í stöðufærslu á Sóknarhópnum má lesa málavöxtu þar sem sagt er frá því hvernig maður sem er með bát í bás á hafnarsvæðinu en var búinn að fá úthlutað öðrum bás sem hentaði hans bát betur var snuðaður um það vegna frekju þingmannsins.  Frekju að fá bás fyrir miklu minni bát en básinn er gerður fyrir meðan félagi Hönnu er í það litlum bás að afturendi bátsins stendur út af rampinu sem þar er.

Hvor ætli hafi unnið, jón eða séra jón??

Ég og vinur minn kíktum í heimsókn til félaga míns þar sem hann var að vinna í bátnum sínum hér í Grindavík.
Við setjumst niður og spjöllum og þá fer hann að segja okkur frá því að hann hafi talað við hafnarstjórann um að skipta um stæði fyrir bátinn sinn. Hann er í bás en hann er heldur stuttur rampurinn til að binda bátinn í og vantar að færa sig þar sem er lengri rampur því báturinn hans er yfir 10metra langur – í því samtali var ákveðið að taka frá fyrir hann nýtt stæði sem var að losna enda ekki hægt að hafa bátinn svona lausan að aftan.
Þá kemur inní söguna Þingmaður (sem kannast eitthvað við makrílfrumvarpið nýja) og hans bátur sem var verið að sjósetja. Þingmaðurinn fer að básunum og tekur stæðið sem vinur minn átti að fara í og sagðist bara ætla að vera þarna og þá er kallaður til hafnarstjórinn og málið rætt í mjög stuttann og tilgangslausan tíma.
Útkoman var sú að Þingmaðurinn tók stæðið með langa rampinum þrátt fyrir að vera á mikið minni bát sem þarf ekki á því að halda en bara vegna stöðu sinnar og frekju þá lagðist hafnarstjórinn á jörðina og kyssti fætur hans.
Og bara að koma því að þá hefur bátur þingmansins alltaf verið á öðrum stað við þessa bryggju og maður spyr sig hvort þetta hafi einfaldlega verið sýning að hans hálfu til að láta menn vita hver ræður þarna.

Fólk getur síðan reynt að giska á hvaða þingmaður þetta er, en það er ljóst að þetta mál ásamt makrílfrumvarpinu er honum ekki til máls eða hagsbóta í framtíðinni.

Hafnarvörðinn er bara hægt að kalla blauðan ræfil fyrir sína aðkomu í þessu máli og alls ekki starfi sínu vaxinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband