Rangfærslur, ýkjur og lygar í þessari svokölluðu frétt

Ég er íbúi í blokkinni þar sem þessir atburðir urðu og ég hreinlega rasandi brjálaður yfir svona dæmalausu bulli eins og þessi "fréttamaður" leyfir sér að láta frá sér í fréttinni.

Lygar, æsifréttamennska og hreint og klárt bull og þvæla er það sem er uppistaðan í fréttinni og þar að auki er rangt farið með staðarnafnið þar sem þetta gerðist.

Svona vinnubrögð eru dæmigerð fyrir letingja sem hafa hvorki metnað eða getu til að skrifa fréttir.

Ég fjalla mun ýtarlegar um þetta hérna. og hvet fólk til að lesa um staðreyndir málsins.


mbl.is Sérsveitin yfirbugaði konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

"Sérsveitin yfirbugaði konuna" segir í fyrirsögn fréttarinnar hjá mbl.is og síðar í fréttinni segir: "Gerðar voru áætlanir um að ná til konunnar en rétt fyrir klukkan eitt gekk konan lögreglu á hönd. Konan var handtekin og aðgerðum lögreglu á staðnum lauk þar með.

Upp­fært klukk­an 13.20

Kon­an hef­ur verið yf­ir­buguð og flutt á brott."

Skv. frétt á ruv.is og þessari frétt á mbl.is kemur fram að konan gekk lögreglunni á hönd sjálfviljug og var handtekin í kjölfarið. Hvernig í ósköpunum er hægt að verja svona þvætting eins og fram kemur í fyrirsögninni að konan hafi verið YFIRBUGUÐ af sérsveitinni?

corvus corax, 3.3.2015 kl. 15:37

2 Smámynd: Jack Daniel's

Eins og þú bendir á, þá segir þetta allt um vinnubrögð viðkomandi fréttamanns.

Jack Daniel's, 3.3.2015 kl. 15:54

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

, ... kona ein heirir einhvern hávaða úti fyrir og gengur út á tröppurnar og sér einhvern sem henni sýnist vera "lögga",

Konan: Hver ert þú, ert þú lögga ?

Löggan: Humm, humm, ja-já, 

Konan: Hvað ertu að gera hér, hvað viltu hér ?

Löggan: Ja, við erum að leita að konu sem var að veifa byssu í kringum sig.

Konan: Nú, - en hún er ekki hér, ég þekki þessa konu, hún á heima austur í hreppum og ég veit að hún á byssu, - kindabyssu.

Löggan: Ne,nei, við vorum að frétta að þú værir með byssu.

Konan: Hamingjan góða, - ég, - nei, ég á enga byssu, en ég var að rífast við "kallinn" sem var með einhverja óþægð, svo ég greip kökukeflið. Það dugar, - oftast.

Löggan: Huh,humm, einmitt það, - en værir þú ekki til með að koma með mér í bíltúr.

Konan: Jú,jú, ég er alveg til með það, fyrst þú borgar bensínið, - en þú verður þá að skutla mér heim aftur, - fýlan verður þá runnin af kallinum. En mundu að láta engar fréttamann vita að þessu, þeir eru svo tröllheimskir, þeir myndu halda að það væri eitthvað á milli okkar og þeir væru nóg og vitlausir til að bulla upp einhverri frétt um okkur, - og ekki myndi nú fýlan í kallinum minnka við það.

Tryggvi Helgason, 3.3.2015 kl. 17:06

4 Smámynd: Jack Daniel's

Finnst þér þetta til sóma fyrir þig Tryggvi Helgason?
Að setja upp einhvern spuna sem á sér enga stoð í raunveruleikanum þegar andlega veikur einstaklingur á í hlut?

Jack Daniel's, 3.3.2015 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband