Það eru mannréttindi brotin á fólki í dag
24.2.2015 | 17:58
Enn einu sinni kemur þetta til umræðu í þjóðfélaginu og inni á alþingi þrátt fyrir að það sé svo marg búið að tyggja þetta ofan í þennan aumingjans ræfil, þennan svokallaða forsætisráðherra í ræðu og riti, hvað eftir annað síðustu tvö ár.
Það er náttúrulega ekkert annað en mannréttindabrot að ákveðnir þjóðfélagshópar eigi ekki fyrir mat eða lyfjum út mánuðinn og það setur líka spurningamerki við aðgerðir stjórnvalda þegar gefin eru út af velferðarráðuneytinu, neysluviðmið fyrir fólk en stjórnvöld greiða svo ákveðnum þjóðfélagshópi rúmlega 50% lægri upphæð heldur en hægt er að komast af á.
Ég hef margoft skrifað um þetta og gagnrýnt stjórnvöld og ég ætla að halda því áfram enda eru svona yfirlýsingar ekkert annað en óþveraháttur illa gefina manna og kvenna sem hafa hvorki sómatilfiningu né siðferðiskennd til að bera í störfum sínum og allt þeirra blaður innantómt skrum og lygar meðan ekkert er gert til að laga ástandið hjá þeim verst settu.
Skora á fólk að smella á tenglana hér að ofan og lesa það sem þar hefur verið skrifað.
Grunnlaun dugi fyrir nauðsynjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Mannréttindi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.