Það langar engan að vera sjúklingur
20.2.2015 | 18:31
Það langar heldur engan að missa heilsuna og verða óvinnufær þó svo til sé svo, bæði einstaklega leiðinlegt og vitlaust fólk sem virkilega heldur því fram.
Það gerir það enginn að gamni sínu að verða öryrki og bótaþegi, það er nóg að fólk lesi sér til um hvað þessi þjóðfélagshópur hefur það í raun skítt hér á landi svo allir með greind yfir stofuhita átti sig á því.
Það er engin óskastaða að fá aðeins 180 þúsund í hendurnar, (jafnvel minna) um mánaðarmót og þurfa að láta það standa undir öllum útgjöldum mánaðarins.
Það sér það hver heilvita manneskja að það er ekki hægt.
Og af því ég segi heilvita, þá getið þið giskað á hvaða álit ég hef á stjórnmálamönnum sem ætlast til að fólk komist af á þessum tekjum.
Langaði aldrei að verða sjúklingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.