Það er engin sátt í þessari leið

Staðreyndin er að almenningur í landinu getur ekki sætt sig við að útgerðunum í landinu sé færð á silfurfati einkaréttur til nýtingar á auðlind allra landsmanna.

Í fyrstu grein laga um sjávarútvegsstefnuna segir skýrum stöfum að hún sé eign þjóðarinar, almennings í landinu og allir eigi rétt á að nýta hana.

Nýju lögin sem eiga að koma til framkvæmda á vorþinginu gera það að verkum að bóndi sem á land að sjó og hefur róið út fyrir fjörusteinana og veitt í soðið, má það ekki lengur ef þessi lög verða að veruleika.
Verði hann nappaður með veiðistöngina á sinni landareign utan fjörusteina, getur hvaða útgerðarfyrirtæki sem er kært hann og látið gera afla, bát og veiðarfæri upptæk og auk heldur krafist stórra fjárhæða í skaðabætur fyrir þrjá þorsktitti.

Er það sú leið sem við viljum að verði farin?

Ekki?

Ok, þá verður að stoppa þetta áður en það verður að veruleika.

Farið á vef sóknarhópsins og á sóknarhópinn á fésbók og lesið ykkur til þar.

Svo er ekki úr vegi að útskýra hvað kvótakerfi er og hvað sóknarkerfi er.

Fyrir þá sem ekki eru búnir að átta sig á muninum á kvótakerfi og sóknarmarki - eða dagakerfi sem er sama fyrirbærið.
Hvorutveggja er notað til að hindra óhefta nýtingu fiskistofna.
Kvótakefi = aflamarkskerfi. Útgerð fær úthlutað t.d. 1000 tonnum af þorski og tilsvarandi af öðrum tegundum.
Þorskurinn er verðlagður eftir stærð og til að hámarka arðinn af kvótanum er verðmætasta stærðin hirt en hinu hent fyrir borð.
Í soknarmarki - dagakerfi fær útgerð tiltekinn fjölda veiðidaga.
Það er enginn hvati þar til að fleygja neinum fiski, hvorki smáum ná skemmdum. Allt sem veiðist er að sjálfsögðu verðmæti og til hvers eru menn að henda verðmætum í sjóinn?
Sá sem er í dagakerfi fær engan aukadag þó hann sé svo óheppinn að veiða bara verðlausan fisk.
Niðurstaða: Í kvótakerfi er brottkast innbyggt.
Í sóknarmarkinu er engum fiski hent. (Árni Gunnarsson).


mbl.is Byggt verður á sáttaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband