Lygin verður sannleikur þegar áróðursmaskínan byrjar að snúast
13.12.2014 | 20:15
Þetta er það sem Sjálfstæðismenn hafa alla tíð stundað í árðóðri sínum. Maður sér það líka mjög vel hér á moggablogginu að um leið og sjálfstæðisflokkurinn þarf að fela sannleikann þá er áróðursvélin sett í gang og varðhundarnir ræstir út um leið.
Ég benti á það í pistli í dag á aðalbloggsíðunni minni hvernig Bjarni Ben byraði á að ljúga til um laun lækna í ræðu sinni á alþingi þann 9. síðastliðin þegar hann sagði lækna vera með 1.100 til 1.3 milljónir í heildarlaun yfir mánuðinn og að þeir heimtuðu 50% hækkunn á laun sín.
Svona lygar og blekkingar eru nú komnar á fullan skrið og áróðursmaskína sjallana snýst nú af fullu afli til að kynda undir lygunum og etja auðrúa aumingjum á móti læknastéttinni til að koma í veg fyrir að samningar náist.
Óþveraskapur Bjarna Ben og sjálfstæðismanna er ótrúlegur og það er ótrúlegt hvað margir láta glepjast í heimsku sinni að trúa þessum óþverum.
Skora á alla að lesa pistilinn frá því í morgunn þar sem ég lýsi þessum lygahaug betur.
Áróðursmaskína stjórnvalda í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af því að það nennir örugglega engin að lesa þvæluna frá þér.. á ætla ég að fá að pósta þessu hérna.. bara til áréttingar um hver lýgur og hver ekki.
Það liggur fyrir ( ef marka má þessa frétt ) http://www.visir.is/haekkun-um-fjora-milljarda-verdi-gengid-ad-krofum-laekna-/article/2014710299927
að heildarlaun lækna á íslandi eru 14 milljarðar, nú í þessu skjali
http://www.velferdarraduneyti.is/media/tolfraediHeilb/2007-2014_Stodugildi_allra_stetta_arsfjordungstolur.xlsx
má finna fjöldan á bak við þessar 14 milljarða. en það eru 780 stöðugildi og með mjög einföldum reikningi má lesa út að það gera tæpa 18 milljónir á ári eða 1.495.000 að meðaltali á mánuði, það þýðir að sumir fá meira og sumir minna.
Ég sé í þessari grein þinni að þú fullyrðir að Bjarni hafi talað um 1350.000 kr og 50% launahækkun, ég sé reyndar ekkert um neina 50% kröfu nema hjá Katrínu, En allt í lagi kannski hefur einhver einhverntímann sagt 50% en þú ert allavega ekki að benda á nein gögn því til stuðnings.
Stebbi (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.