Nei Sigmundur. Þú þarft að læra.
22.11.2014 | 13:33
Það er hreint með ólíkindum að hvernig æðsti embættismaður þjóðarinar og forsætisráðherra talar til yfirmanna sinna, fólksins í landinu.
Dónaskapurinn, hrokinn og hortugheitin sem þessi maður maður sýnir af sér er til háborinar skammar fyrir mann sem ætlast til þess að það sé yfir höfuð tekið mark á honum þegar hann heimtar að þjóðin læri af lekamálinu.
Mín persónulega skoðun er sú að Sigmundur Davíð snúi öllu á hvolf í málflutningi sínum og hann ætti að hugsa aðeins út í þá staðreynd að með framkomu sinni, hegðun og hvernig hann talar til fólksins í landinu, grefur hann aðeins undan sjálfum sér og flokknum og skaðar þetta litla mannorð sem hann á eftir.
Virðingu ber enginn heilvita manneskja til hans lengur.
Skora á fólk að lesa meira hér...
Þjóðin læri af lekamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar | Facebook