Sjálfstæðisflokkur og Framsókn búnir að gjaldfella sig niður á núllpunkt.

Í niðurlagi fréttarinnar segir Bjarni Ben.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði því til að tillögur flokksins snerust um að lækka álögur á fyrirtækin og heimilin í landinu og um þær yrði greidd atkvæði í þingkosningunum næsta vor.

Þegar maður spáir í hvernig umræðurnar, fyrirgefið, málþóf Sjáflstæðismanna og Framsóknar er búið að vera við umræðu fjárlagana þar sem þeir komu ekki með neinar tillögur um breytingar og sitja svo hjá við atkvæðagreiðsluna, þá fer maður að velta fyrir sér hvort þeir hafi yfir höfuð nokkuð að leggja til málana?

Í fljótu bragði nei.  Þegar heill flokkur heldur uppi stanslausu blaðri um nákvæmlega ekki neitt svo dögum skiptir við afgreiðslu frumvarps án þess að leggja til neinar breytingar og segja svo að þeirra tillögur snúist um hitt og þetta í komandi kosningum, þá er það bara staðreynd að þeir eru bara að þessu til að skemma fyrir og eyðileggja.  Nákvæmlega eins og í aðdraganda hrunsins þegar það var logið svoleiðis til hægri, vinstri upp og niður í öllum málum til að láta svo líta út að allt væri í himna lagi hér á landi þó svo allt væri á hraðferð til helvítis og bankarnir ryksugaðir innanfrá með fullri ríkisábyrgð af eigendum þeirra og vildarvina Sjallana.  Komist þessir flokkar aftur að völdum fáum við bara að upplifa það sama aftur og árin fyrir hrun.

En það er alla vega ágætt að búið að samþykkja þetta því þá er hægt að fara að vinna í öðrum málum sem þarf að ljúka.  Verst er bara að sjallakvikindin reyna líka að stoppa það af með málþófi.


mbl.is Fjárlagafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband