Þverhausar í mótsögn við sjálfa sig
20.12.2012 | 13:16
Það er nú ekki annað hægt að segja um þessa vesalinga að vitið er lítið að þvælast fyrir þeim. Maður hreinlega trúir ekki að slík heimska skuli viðgangast meðal þeirra sem stjórna eiga landinu.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi harðlega að tilkynnt væri um slíkt rétt áður en gengið væri til lokaatkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, sem þýddi breytingar til eða frá um einhverja milljarða, sem þýddi að engin efnisleg umræða færi fram um það. Fleiri þingmenn gagnrýndu málið og þar á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnarandstaðan er búin að halda þessu frumvarpi í gíslingu með málþófi og kjaftavaðli sem aldrei áður hefur þekkst í sögu alþingis, sennilega búnir að fræsa allt sem heitir vit og skynsemi út úr hausnum á sér með því innantóma blaðri sem engu hefur skilað nema pirringi og minnkandi virðingu fyrir þinginu og þingmönnum og svo er þeim bent á að þetta séu nú gert að þeirra tillögum.
Helgi sagði að Höskuldur ætti að geta verið ánægður með breytinguna enda væri hún í samræmi við það sem stjórnarandstaðan hefði kallað eftir.
Samt koma þessir innantómu hálfvitar grenjandi yfir óréttlætinu. Maður hreinlega skammast sín að þetta ofur-greindarskerta lið skuli sitja á þingi.
Ég veit bara að ég er feginn að það skuli vera hætt við þessar breytingar enda hefur þetta mikið að segja fyrir þá sem minnstar hafa tekjurnar í þessu landi.
Falla frá hækkun á gjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ættu þeir ekki bara að þakka fyrir góðan árangur?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 13:33
Þeim væri það nær eða þá frekar að grjóthalda kjafti í stað þess að auglýsa hvað þeir eru í raun miklir hálfvitar.
Jack Daniel's, 20.12.2012 kl. 13:59
Já nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 15:45
Og þeir eru ekki hættir með sínar innantómu og heimskulegu yfirlýsingar eins og sést á nýjustu færslunni minni.
Jack Daniel's, 20.12.2012 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.