Þetta hlýtur að vera lygi. Jóka og Skattagrímur segja að hér sé bullandi hagvöxtur og kaupmáttaraukning

Ísland er ódýrast Norðurlanda!

Þetta skrifaði okkar óæruverðugi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir þann 12. Des síðastliðinn á fréttamiðlinum Vísir.is.
Þar rakti hún nokkur atriði sem hún var ósátt við í fréttaflutningi annars fjölmiðils og sagði að þar væri ekki tekið inn í útreikninga ákveðnir staðlar þegar væri verið að tala um kaupmátt fólks.

Meðal annars sagði hún þetta; 

 Í skýrslunni er ágætlega fjallað um það hvernig bera eigi saman verð í mismunandi löndum. Sagt er skýrum stöfum að það eigi að bera verð saman á svokölluðu jafnvirðisgengi sem er iðulega gert þegar lönd eru borin saman. Þá er tekið tillit til mismunandi kaupmáttar gjaldmiðilsins á hverjum stað.

Í þessum samanburði er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að Ísland sé „ódýrast Norðurlandanna ásamt Finnum þegar kemur að matarkörfunni". Og sé litið til allrar vöru og þjónustu sem könnunin náði til er „Ísland ódýrast Norðurlandanna". Á þessar staðreyndir var ekki minnst einu orði í fréttinni.

Að lokum vil ég minnast á enn aðra áhugaverða staðreynd sem kemur fram í þessari ágætu skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún er sú að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi.

 Þá kemur að hinu veigamikla atriði sem allt þetta snýst um.  Hvernig stendur þá á því, að fleiri og fleiri leita sér hjálpar hjá líknarfélögum, félagsþjónustum, sveitarfélögum og hjálparstarfi kirkjunar ef ástandið er svona rosalegan gott hér á landi?

Svarið er einfalt.  Þetta er allt saman haugalygi sem kemur úr ranni þessarar ríkisstjórnar enda þeirra hagur að reyna að fegra myndina af sér fyrir kosningar á komandi vori.  En að gera það með því að falsa tölur og staðreyndir er eitthvað sem auðvirðilegt og aðeins aumingjar notfæra sér það sjálfum sér til framdráttar.

Staðreyndirnar tala sínu máli.  Kaupmáttur hefur rýrnað hér á landi.  Reyndar mikið meira en fólk almennt gerir sér grein fyrir því það er fullt af fólki sem leitar sér ekki hjálpar stoltsins vegna.  Það skammast sín fyrir að geta ekki séð sér farborða þó svo sökin sé ekki þeirra heldur stjórnvalda.

Stjórnvalda sem lofuðu fólkinu í landinu skjaldborg um heimlin en sviku það allt saman og slógu skjaldborg um bankana, útrásarvíkingana og hyskið sem gerði landið gjaldþrota.
Hefðu þau staðið við sitt sætu útrásarvíkingarnir, Davíð Odsson, Halldór Ásgrímsson og all nokkuð fleiri þingmenn og fyrrverandi ráðherrar bak við lás og slá eignalausir.

En það var auðveldara að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og falsa svo niðurstöður sem eiga að sýna að allt er hér á bullandi uppleið.

Vel gert Jóka og Skattagrímur.  Vel gert.  6.000 einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda til að geta haldið jól og það er ykkur að þakka.


mbl.is Sex þúsund þurfa á aðstoð að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegasta velferðar ríkisstjórn á jarðrýki er hér við völd.

Segjast útrýma fátækt og öðru. Rugl...

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 20:47

2 identicon

Takk fyrir að segja það hreint út! Ég er svo sannarlega sammála þér, og geri ráð fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé það líka.

assa (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 20:50

3 Smámynd: Jack Daniel's

Ég vil fara að sjá Kastljósstjórnendur draga Jóhönnu og Steingrím í sjónvarpssal ásamt þeim aðilum sem standa fyrir fjölskylduhjálpinni og formanni öryrkjabandalagsins og formanni eldri borgara og svara því hvernig þau Jóhanna og Steingrímur geti horft í augun á þessu fólki og sagt blákalt framan í það að kaupmáttur hafi aukist í ljósi þess sem er að gerast hér á landi án þess að slá fram upplognum tölum á exelskjali.

Jack Daniel's, 17.12.2012 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband