Núðlur í jólamatinn og kanski þurrt brauð
14.12.2012 | 16:25
Endalaust fær maður að heyra frá stjórnendum þessa lands, að kaupmáttur hafi verið að aukast það sem af er árinu. En hjá hverjum er hann að aukast?
Ekki hjá lífeyrisþegum. Svo mikið er víst. Þingmenn hafa kanski fengið einhverjar hækkannir sem hafa aukið þeirra kaupmátt en það sést ekki á ,,launaseðlum" lífeyrisþega. Desemberuppbótin var svo rausnaleg og vel útlátin að hún fór öll eins og hún lagði sig í skattinn.
Jólin verða því með hefðbundnu sniði á þessu heimili fyrir utan það, að hér verður sennilega bara núðlusúpa á borðum úr kínverskum pökkum á aðfangadaskvöld og ef ég get krafsað saman einhverju mjöli þá verður reynt að baka brauðhleif svona til hátíðarbrigða.
Sumir þurfa að lifa á hafragraut um jólin og sumir fá kanski ekki neitt.
Minni enn og aftur á fólkið sem býr á götunni og heldur þar jólin.
Jólamaturinn allt að 70% dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Kjaramál, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er umtalsverð fátækt á Íslandi þó að nóg fé sé til. Það sem vantar er vilji ráðamanna til þess að koma á réttlátara kerfi. Núverandi stjórnvöld hafa afrekað það að negla ójöfnuðinn fastari í sessi en áður var, allt til varnar fjármagnseigendum. Skjaldborgin um heimilin þjónaði þeim tilgangi einum að gera þeim sem erfiðast fyrir í baráttunni við hina ríku.
Hve mörg prósent þjóðarinnar eiga 50% allra eigna í landinu? Getur verið að það sé um eða innan við 10%? Veit ekki alveg, en mun reyna að finna það út á vef Hagstofunnar.
Magnús Óskar Ingvarsson, 14.12.2012 kl. 17:24
Stjórnmennskan á landi voru er bara fyrir banka og auðjöfra!
Sigurður Haraldsson, 15.12.2012 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.