Grjótkast úr glerkirkju

„Erfitt er að sjá annað en að þá sé barnið í reynd skráð utan trúfélaga,“ segir í umsögninni. „Slík niðurstaða hlýtur að vera ófullnægjandi í tilviki þar sem barn á eitt foreldri sem stendur utan trúfélags og hitt foreldrið sem sé hluti af trúfélagi. Í þeim tilvikum getur það foreldrið sem stendur utan trúfélags á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins.“

En er það þá ekki þvingun þegar foreldrið sem er í trúfélagi skráir barnið þeirra í það trúfélag í óþökk hins foreldrisins?

Það er ekki ein heilbrigð röksemd í þessari umsögn prestsins og í raun allt þetta bull í honum helbert kjaftæði öfgatrúarmanns sem sér ekkert rétt nema sínu heimskulegu og forpokalegu skoðun í þessu máli.

Það á að leyfa börnum að ráða þessu sjálfum þegar þau fara að nálgast fermingaraldurinn og þá geta þau staðfest nafn sitt og fermst hafi þau hug á því því það er ekkert annað en þvingun að skrá ómálga hvítvoðung í trúarsöfnuð hvað svo sem prestastéttin segir.


mbl.is Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband