Þeir mylja alltaf undir sjálfa sig en gefa skít í almenning
13.11.2012 | 20:30
Öryrkjabandalag Íslands skipulagði táknrænan gjörning við Alþingishúsið í dag þar sem formaður bandalagsins las forystu ríkisstjórnarflokkanna stefnu bandalagsins á hendur stjórnvöldum fyrir að virða ekki 69. grein laga um almannatryggingar og hneppa með því stóran hóp fólks í fjötra fátæktar.
Ég er því miður hræddur um að þingmenn og ráðherrar hlæji nú bara að þessari tilraun öryrkjabandalagsins því miður. Þingheimi finnst bara ekkert að því að fjöldi fólks á íslandi lifi við hungurmörk eða neðan þeirra. Stjórnin sem nú situr við völd gaf þau loforð þegar hún tók við völdum, að lífeyrir yrði ekki skertur en var varla búin að tylla rassborunni í ráðherrastólana þegar það var allt svikið. Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir sem sagðist vera helsti baráttumaður fyrir því að lífeyrisþegar ættu að fá að lifa mannsæmandi lífi tók þátt í því að skerða lífeyri og koma á auknum tekjutengingum eftir að hún komst til valda. Það sagði hún líka, að skerðingarnar yrðu afnumdar og lífeyrisþegum bætt þetta upp í lok árs 2011. Ekkert hefur borið á efndunum. Sjálf hefur hún og hennar ,,velferðarstjórn" fengið launaleiðréttingu aftur í tíman eða til ársins 2008 og nemur sú mánaðarlega viðbótarupphæð nánast því sem lífeyrisþegi fær á mánuði til að lifa af. Það er nú öll velferðin hennar Jóku.
Í stefnu Öryrkjabandalagsins á hendur stjórnvöldum er þess krafist að stjórnvöld skili öryrkjum sem fyrst því sem þeim ber og að örorkubætur hækki 1. janúar 2013 að lágmarki til samræmis við lög um almannatryggingar og taki mið af þeirri hækkun sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs frá janúar 2008. Minnt er á að í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks viðurkenni aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Því beri stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið.
Verði stjórnvöld ekki við þessum kröfum, er algerlega dagljóst, að Samfylkingin og VG koma til með að hrapa í fylgi í komandi kosningum og í sannleika sagt væri það ánægjuleg þróun að sjá VG hverfa algerlega af vettvangi stjórnmála í svona áratug. Öfgarnar sem sá flokkur hefur sýnt okkur í umhverfismálum hefur stórskaðað ferðaþjónustuna svo fátt eitt sé nefnt og er fátt hægt að segja jákvætt um þann flokk.
Samfylkingin kemur til með að tapa fylgi vegna margra mála og má þar helst nefna skatta, heilbrigðis og velferðarmál almennt enda hefur aldrei áður verið skorið eins niður í velferðarkerfinu eins hjá sitjandi stjórn. Endalaus ráðherraskipti í valdatíð Samfó hafa einnig gert möguleika hennar að ná endurkjöri til stjórnarmyndunar að engu.
Við eigum því miður eftir að sjá Sjálfgræðgisflokkinn komast til valda og þá hefst aftur það ferli sem verður til þess að skapa annað hrun í nánustu framtíð því foristumenn og kjósendur þess flokks hafa aldrei og koma aldrei til með að viðurkenna að þeir hafi gert mistökin sem ollu hruninu og það kemur bara til með að bitna enn þyngra á lífeyrisþegum þessa lands.
Markið þau orð mín.
Varúð - hér er fátækt leidd í lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Ég bý í landi þar sem fátækt er skipulagt fyrirkomulag. Allir vita það og stjórnmálaskörungar til hægri og vinstri lofa, að minnsta kosti á fjögurra ára fresti að leiðrétta fátæktina. Á að minnsta kosti fjögurra ára fresti ganga stjórnmálaskörungar til hægri og vinstri á bak orða sinna.
Ég bý í landi þar sem gull drýpur af landinu, úr vötnunum, úr sjónum, uppúr jörðinni og af mannvitinu. Auðlindirnar eru slíkar að olíuauðlindir kuweit eru ekki samkeppnishæfar. Þrátt fyrir þetta er tímakaup almennings með því lægsta sem gerist um víða veröld, ef því er að skipta en brúttó skattheimta með því hæsta sem gerist.
Dæmið skekkist enn landinu í óhag sé tekið tillit til verðs á nauðsynjavöru, enda færist í vöxt að slík vara sé keypt erlendis.
Til þessa lands eru fjárfestar lokkaðir með bæklingum sem lofa starfsfólki á sérlega þægilega lágum launum.
Ég bý í landi þar sem flestir sem ég þekki eru fátækir. Ég bý í landi þar sem getur tekið meira en 5 klukkutíma að vinna fyrir 1 kílói af kjöti, jafnvel miklu meira.
Ég bý í landi þar sem fólki er boðið að taka peningalán með ? % vöxtum ! Ráðamenn landsinns hafa aldrei fett fingur út í það. Fyrst þegar lántakendur leituðu til dómstóla byrjuðu ráðamenn að yppa öxlum með ábyrgðafullnustu smurða yfir andlit sín.
Ég bý í landi þar sem þeim er missa starfsorkuna vegna örorku er ýtt til hliðar, út á jaðar mannlegrar reisnar og er gert að vita hvort þeir komast af á framfærslu sem telst undir þeim mörkum sem fátækt er miðuð við. Það hlýtur að vera leiðinlegt að vera forsætisráðherra og Velferðarráðherra í slíku landi, en ;
Ég bý á Íslandi og ráðamenn kæra sig hér kollótta yfir því sem minnst er á í þessari grein !
Björn Steinar Hauksson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 22:01
Þessi norræna velferðarstjórn hefur algjörlega gert í brækurnar á þessu kjörtímabili að mínu mati. Aldrei hefur þjóðin haft það verr, aldrei hafa fleiri loforð verðisvikinn og aldrei hefur ríkisbubbum verið umbunað meir en nú. Vonandi þurrkast þessir tveir flokkar út eða svo gott sem er. Þetta er óþolandi, og hvað er viðkvæðið? Jú það varð hrun, en það eru fjögur ár síðan og ekkert hefur gerst að frumkvæði ríkisstjórarinnar, það sem hefur gerst gott er ÞRÁTT FYRIR HANA, EN EKKI VEGNA HENNAR.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 22:34
Ég er svo sem nokkuð sammála því, en hvernig heldur þú að þetta verði þegar sjallar komast að kjötkötlunum?
Ég er handviss um að þá fer sami blekkingarleikur í gang og gerðist árið 2000 og þangað til Davíð flúði inn í seðlabankann og við blasir svo annað hrun nema nú tekur það skemmri tíma.
Jack Daniel's, 13.11.2012 kl. 22:43
Það er einfaldlega eitthvað sem ekki má gerast. Og alls ekki þá tvo Árna Pál og Bjarna saman í einhverri stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hraðferð til helvítis að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 23:40
Rétt og satt Cecil því miður.
Ég held líka að það sé bara tímaspursmál hvenær það verður sprenging í þessu þjóðfélagi og fólkið rísi upp og geri hreinlega innrás á alþingi og rústi þar öllu sem hægt er að rústa. Ég óttast hreinlega að það komi að því, að það verði hér bylting sem endar hreinlega með blóðbaði þar sem fólk verður slasað og limlest því langlundargeð fólks gagnvart stjórnmálamönnum er algerlega á síðasta snúning og það þarf í raun mjög lítið til að hreinlega sjóði upp úr.
Ég held að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru í raun í mikilli hættu taki þeir rangar ákvarðanir á næstu misserum, ákvarðanir sem koma til með að rýra enn meira tekjur fólks eða skerða kaupmátt.
Kosningarnar í vor munu skera úr hvernig þetta fer svo allt saman því verði ekki farið að í það að laga kjör þeirra verst settu í þessu þjóðfélagi, þá sýður endanlega upp úr.
Jack Daniel's, 14.11.2012 kl. 07:42
það á að setja Samfylkinguna og VG út...
Þjóðin þarf að fá á hreint hvort meirihluti sé fyrir ESB aðild eða ekki, fá á hreint hvort við Íslendingar viljum vera Sjálfstæð og fullvalda þjóð og sjá um okkur sjálf eða ekki og taka stefnuna út frá því...
Það er engin skynsemi fyrir okkur Þjóðina í einu eða neinu hjá núverandi Ríkisstjórn sem á samt sem áður að hugsa um hag okkar og velferð...
Svei og skömm...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.11.2012 kl. 09:28
Ég er ekkert viss um að við fáum neitt betri stjórn þó aðrir í þessum fjórflokk taki við eins og ég hef áður sagt.
Ég hugsa til þess með hryllingi ef sjálfstæðisflokkurinn kemst í stjórn aftur því þeir eiga eftir að skera enn meira niður í mennta, heilbrigðis og velferðarkerfinu sem aftur kemur til með að bitna mest á þeim sem minnst hafa. Það er bara þeirra háttur.
Jack Daniel's, 14.11.2012 kl. 10:25
Það sem við getum gert í stöðunni er að hlú að þeim framboðum nýju sem eru að vinna að því að gefa kost á sér. Hægri grænum, Samstöðu, Dögur, veit ekki með Bjarta framtíð óttast að þar sé um að ræða útibú frá Samfylkingunni. Það er hægt að skrá sig hjá þessum framboðum og vinna með þeim að undirbúningnum. Það geri ég er að vinna með Dögun í ýmsum málefnaverkefnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 11:35
Ég vil ekki koma nálægt neinum flokkum eða skrá mig í slíkar hagsmunaklíkur.
Rottur nærast best í hópum en einar og sér eiga þær sér minni möguleika á að ráðast á bráðina sem hópurinn ræður við.
Þetta hefur maður séð í flokkspólitíkinni hérna og þannig verður það áfram þangað til einstaklingsframboð verða tekin upp og flokkakerfið lagt niður í núverandi mynd.
Ef hægt er að tala um glæpasamtök á íslandi, þá er sjálfstæðisflokkurinn umsvifalaust flokkaður slík samtök.
Jack Daniel's, 14.11.2012 kl. 12:10
Það er nú málið Jack minn, eina leiðin til að breyta þessu er að snúa sér að nýju framboðunum, best er að reyna að hafa áhrif með því að vinna með þeim, skrá sig í málefnahópa og leggja sitt af mörkum. 'Eg tel að þeir séu ennþá í mótum flestir þannig að enn er hægt að leggja sitt af mörkum. Að sitja hjá er ávísun á núverandi ástand áfram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 12:26
Ég vil bara ekki styða glæpasamtök og ég er farinn að líta á öll flokksframboð sem glæpasamtök sem eru eingöngu í framboði til að ota sínum tota en ekki vinna fyrir fólkið eða landið.
Ég er anskoti hræddur um að það eigi eftir að verða barist með meiri hörku á næsta ári en hefur verið og þá ekki í orðum heldur með hnefum, hnúum og bareflum.
Það er jú bara það sem þessar rottur eru að bíða eftir.
Jack Daniel's, 14.11.2012 kl. 13:34
Elsku Keli minn, hvernig ætlarðu þá að vinna gegn þessu ástandi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 15:44
Það er góð spurning sem ég hef bara hreinlega ekki svar við í augnablikinu.
Ég á enga möguleika á að komast í eitthvað af þessum glæpafélögum og þess þá heldur á þing til að reyna að hafa einhver áhrif, en ég get enn skrifað og rifið kjaft og jafnvel dregið upp einhvern óþveran sem kæmi illa við ráðamenn í þessu ógeðsþjóðfélagi.
Verst er þó, að almenningur elskar þjófa og glæpahyski og kýs það yfir sig aftur og aftur og aftur en nöldrar svo út af einhverjum tittlingaskít sem engu máli skiptir.
Heimska þjóð.
Jack Daniel's, 14.11.2012 kl. 16:43
Ég held að þetta sé að breytast, ég skynja allavega meiri ólgu nú en nokkru sinni fyrr, og meiri andstyggð á fjórflokknum en áður. Vona að það aukist. Auðvitað er betra en ekkert að skrifa og segja álit sitt, það ber ekki að vanmeta slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 16:55
Var einmitt að senda inn nýjan pistil og dró ekkert af áliti mínu á svikahyskinu sem situr við völd.
Jack Daniel's, 14.11.2012 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.